Líf eða dauði hjá Man. United í orkudrykkjalandi Anton Ingi Leifsson skrifar 8. desember 2020 12:01 Það er pressa á Norðmanninum í kvöld. Matthew Peters/Getty Manchester United þarf að minnsta kosti jafntefli gegn Leipzig til að komast áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar. Það er allt undir hjá Manchester United í síðustu umferð H-riðils Meistaradeildar Evrópu en liðið mætir RB Leipzig í Þýskalandi í kvöld. Liðinu sem er kennt við orkudrykkjaframleiðandann Red Bull en sömu eigendur eiga Leipzig og eiga Red Bull. United verður án bæði Anthony Martial og Edinson Cavani sem meiddust í leiknum gegn Southampton um helgina. Í þokkabót kom umboðsmaður Paul Pogba fram í gær og sagði að hann ætti að yfirgefa félagið. Líklega ekki undirbúningurinn sem Norðmaðurinn Ole Gunnar Solskjær hafði hugsað sér fyrir leikinn í kvöld en United er áður en flautað til leiks á toppi riðilsins. United er með bestu markatöluna, sex mörk í plús en United, PSG og Leipzig eru öll með níu stig. Istanbul Basaksehir er svo á botni riðilsins með þrjú stig en þeir heimsækja PSG, sem United einmitt tapaði fyrir í síðustu umferð. Liðin þrjú berjast um tvö sæti í 16-liða úrslitunum. Our final group-stage game of the 2020/21 Champions League campaign come on United! #MUFC #UCL— Manchester United (@ManUtd) December 8, 2020 Eftir góðan útisigra á Leipzig og PSG þá tapaði United í Istanbul og tapaði einnig á heimavelli gegn PSG í síðustu umferð í leik sem hefði getað fallið báðu megin. Því er liðið með bakið upp við vegg í Þýskalandi í kvöld. Jafntefli mun duga United í kvöld þar sem þá heldur enska stórliðið Leipzig fyrir aftan sig en Julian Nagelsmann, stjóri Leipzig, hefur væntanlega lært af útreiðinni sem þeir þýsku fengu í fyrri leiknum á Old Trafford sem þeir töpuðu 5-0. Staða liðanna í deildunum heima fyrir er ekki svo ólík. Leipzig er í þriðja sætinu í Þýskalandi, tveimur stigum á eftir toppliði Bayern, en United er í sjötta sætinu á Englandi fimm stigum á eftir Tottenham. Sem sagt; eru að elta toppliðin en hafa hópana í að gera tilkall. Head coach Julian #Nagelsmann and @angel_tasende69 preview tomorrow's huge game #RBLeipzig #RBLMUN #UCL pic.twitter.com/9ypsACU5hP— RB Leipzig English (@RBLeipzig_EN) December 7, 2020 Leikurinn á Red Bull Arena í kvöld hefst klukkan 20.00 og er að sjálfsögðu í beinni á Stöð 2 Sport. Hitað verður upp fyrir leikinn frá klukkan 19.30 og öllum leikjum kvöldsins verður svo gerð góð skil í Meistaradeildarmörkunum með Gumma Ben er þeim lýkur. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Fleiri fréttir Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Sjá meira
Það er allt undir hjá Manchester United í síðustu umferð H-riðils Meistaradeildar Evrópu en liðið mætir RB Leipzig í Þýskalandi í kvöld. Liðinu sem er kennt við orkudrykkjaframleiðandann Red Bull en sömu eigendur eiga Leipzig og eiga Red Bull. United verður án bæði Anthony Martial og Edinson Cavani sem meiddust í leiknum gegn Southampton um helgina. Í þokkabót kom umboðsmaður Paul Pogba fram í gær og sagði að hann ætti að yfirgefa félagið. Líklega ekki undirbúningurinn sem Norðmaðurinn Ole Gunnar Solskjær hafði hugsað sér fyrir leikinn í kvöld en United er áður en flautað til leiks á toppi riðilsins. United er með bestu markatöluna, sex mörk í plús en United, PSG og Leipzig eru öll með níu stig. Istanbul Basaksehir er svo á botni riðilsins með þrjú stig en þeir heimsækja PSG, sem United einmitt tapaði fyrir í síðustu umferð. Liðin þrjú berjast um tvö sæti í 16-liða úrslitunum. Our final group-stage game of the 2020/21 Champions League campaign come on United! #MUFC #UCL— Manchester United (@ManUtd) December 8, 2020 Eftir góðan útisigra á Leipzig og PSG þá tapaði United í Istanbul og tapaði einnig á heimavelli gegn PSG í síðustu umferð í leik sem hefði getað fallið báðu megin. Því er liðið með bakið upp við vegg í Þýskalandi í kvöld. Jafntefli mun duga United í kvöld þar sem þá heldur enska stórliðið Leipzig fyrir aftan sig en Julian Nagelsmann, stjóri Leipzig, hefur væntanlega lært af útreiðinni sem þeir þýsku fengu í fyrri leiknum á Old Trafford sem þeir töpuðu 5-0. Staða liðanna í deildunum heima fyrir er ekki svo ólík. Leipzig er í þriðja sætinu í Þýskalandi, tveimur stigum á eftir toppliði Bayern, en United er í sjötta sætinu á Englandi fimm stigum á eftir Tottenham. Sem sagt; eru að elta toppliðin en hafa hópana í að gera tilkall. Head coach Julian #Nagelsmann and @angel_tasende69 preview tomorrow's huge game #RBLeipzig #RBLMUN #UCL pic.twitter.com/9ypsACU5hP— RB Leipzig English (@RBLeipzig_EN) December 7, 2020 Leikurinn á Red Bull Arena í kvöld hefst klukkan 20.00 og er að sjálfsögðu í beinni á Stöð 2 Sport. Hitað verður upp fyrir leikinn frá klukkan 19.30 og öllum leikjum kvöldsins verður svo gerð góð skil í Meistaradeildarmörkunum með Gumma Ben er þeim lýkur. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Fleiri fréttir Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Sjá meira