IKEA-vörulistinn heyrir nú sögunni til Atli Ísleifsson skrifar 7. desember 2020 13:19 Fyrsti IKEA-bækingurinn kom út árið 1951. IKEA Eftir sjötíu ára sögu heyrir útgáfa IKEA-vörulistans – IKEA-bæklingsins – nú sögunni til. Frá þessu er greint á heimasíðu IKEA. „Þetta er mjög rökrétt, en einnig mjög tilkynningaþrungin ákvörðun,“ segir Konrad Grüss, forstjóri Inter IKEA Systems. Í tilkynningu frá IKEA segir að ákvörðunin um að hætta útgáfunni megi rekja til breyttra neytendavenja og breyttrar fjölmiðlanotkunar almennings. Þá sé það stefna félagsins að verða sífellt stafrænna og aðgengilegra. Þá segir að þó gefin verði út sérstök, prentuð viðhafnarútgáfa IKEA-vörulistans á næsta ári sem er hugsuð sem virðingarvottur við fyrri vörulista IKEA. Sú útgáfa verði þó einungis aðgengileg í verslunum IKEA og ekki dreift á heimili. Árið 2016 var sett met þegar IKEA-vörulistinn var gefinn út í 200 milljónum eintaka, á alls 32 tungumálum, í 69 útgáfum og á fimmtíu mörkuðum. Einungis á rafrænu formi Í sumarlok tilkynnti IKEA á Íslandi að vörulistinn yrði einungis gefinn út á rafrænu formi að þessu sinni og að fyrir því væru ýmsar ástæður. Þá sagði að í ljós yrði að koma hvort að um breytingu til framtíðar væri að ræða. Sé litið til tilkynningar IKEA í morgun má nú ljóst vera að svo var. Fyrsti IKEA-bækingurinn kom út árið 1951 og var það Ingvar Kamprad sjálfur sem setti hann saman. Á forsíðu fyrsta bæklingsins var að finna MK hægindastólinn með brúnu áklæði. Sá vörulisti var 68 síður að lengd og var gefinn út í 285 þúsund eintökum. IKEA Tímamót Neytendur Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Frá þessu er greint á heimasíðu IKEA. „Þetta er mjög rökrétt, en einnig mjög tilkynningaþrungin ákvörðun,“ segir Konrad Grüss, forstjóri Inter IKEA Systems. Í tilkynningu frá IKEA segir að ákvörðunin um að hætta útgáfunni megi rekja til breyttra neytendavenja og breyttrar fjölmiðlanotkunar almennings. Þá sé það stefna félagsins að verða sífellt stafrænna og aðgengilegra. Þá segir að þó gefin verði út sérstök, prentuð viðhafnarútgáfa IKEA-vörulistans á næsta ári sem er hugsuð sem virðingarvottur við fyrri vörulista IKEA. Sú útgáfa verði þó einungis aðgengileg í verslunum IKEA og ekki dreift á heimili. Árið 2016 var sett met þegar IKEA-vörulistinn var gefinn út í 200 milljónum eintaka, á alls 32 tungumálum, í 69 útgáfum og á fimmtíu mörkuðum. Einungis á rafrænu formi Í sumarlok tilkynnti IKEA á Íslandi að vörulistinn yrði einungis gefinn út á rafrænu formi að þessu sinni og að fyrir því væru ýmsar ástæður. Þá sagði að í ljós yrði að koma hvort að um breytingu til framtíðar væri að ræða. Sé litið til tilkynningar IKEA í morgun má nú ljóst vera að svo var. Fyrsti IKEA-bækingurinn kom út árið 1951 og var það Ingvar Kamprad sjálfur sem setti hann saman. Á forsíðu fyrsta bæklingsins var að finna MK hægindastólinn með brúnu áklæði. Sá vörulisti var 68 síður að lengd og var gefinn út í 285 þúsund eintökum.
IKEA Tímamót Neytendur Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira