Í fyrsta þættinum mætti Sverrir Bergmann í þáttinn, en í gær ræddi söngkonan Svala Björgvinsdóttir um jólin við Völu. Í næsta mætir síðan Egill Ólafsson og að lokum Helga Möller.
Svala Björgvins segir árið 2020 vera það besta hingað til, þrátt fyrir allt, þar sem hún fann ástina.
Hún rifjar upp æskujólin sem einkenndust af uppátækjum hennar og Krumma, góðum mat og ást.
Hlustendur fá innsýn inn í líf ungrar Svölu, sem varð barnastjarna yfir nótt, sögu af því þegar hún fékk svæsið ofnæmiskast í fínu matarboði og einlægt svar við draumajólagjöfinni, að fá loksins að ganga með og fæða barn.
„Fullkomnasta jólagjöfin væri, ég skal bara segja það, og það er gjöf sem ég hef þráð allt mitt líf og það er að vera með lítið líf í maganum. Að verða ólétt væri besta gjöf í öllum heiminum,“ segir Svala þegar hún var spurð hvað hana langar í í jólagjöf.
„Það er ekki einu sinni jólagjöf heldur gjöf sem ég hef þráð allt mitt líf. Það væri svona besta gjöf allra tíma.“