„Ég man, ég sagði nei“ Ásthildur Mía Ásmundardóttir skrifar 8. desember 2020 08:01 Ég átti samtal við vinkonu um daginn sem vill ekki láta nafn síns getið. Hún sagði mér frá sinni reynslu af kynbundnu ofbeldi. „Ég var ný flutt í annað bæjarfélag og á leiðinni í menntaskóla. Sem var frekar erfið umbreyting fyrir 16 ára stelpu og svo voru alvarleg veikindi hjá foreldri sem hafði mikil áhrif á mig. Ég átti enga vini og var spennt að kynnast nýju fólki, sem ég á endanum gerði. Í gegnum sameiginlega vini kynntist ég strák. Við byrjuðum að sofa saman og svo þróaðist sambandið okkar í góða vináttu. Þetta var strákur sem ég taldi mig þekkja vel og treysti. Einn daginn förum við heim til hans í hádegismat og ég ætlaði að leggja mig, eins og við höfðum oft gert áður. En þetta skipti var öðruvísi. Hann lagðist við hliðina á mér og ég man eftir að hafa sagt nei, svo missti ég alla stjórn á líkama mínum. Það tók mig nokkrar vikur að meðtaka það sem hafði átt sér stað og ég vissi að mín upplifun hafði ekki verið sú sama og hans. Mér fannst eins og mín upplifun hefði ekki verið rétt, var mín upplifun kannski ekki rétt? Mér fannst ósanngjarnt að segja að hann hefði beitt mig kynferðislegu ofbeldi, þetta var besti vinur minn. Mér fannst ég ekki geta talað við neinn um þetta og alls ekki heima. Ég vildi ekki leggja meira á foreldra mína vegna veikindanna sem fyrir voru á heimilinu. Ég ýtti atvikinu lengra og lengra frá mér. Ég hélt ennþá vináttu við strákinn og mér leið eins og það væri orðið of seint að segja frá. Ég varð „klikkaður“ unglingur eftir þetta atvik. Ég eyddi öllum stundum í herberginu mínu á milli þess sem ég reifst við foreldra mína. Þegar ég hafði byggt upp nægan kjark til að segja frá atvikinu, áttu vinir mínir erfitt með að trúa mér og snéru baki við mér. Ég reyndi nokkrum sinnum að fara til sálfræðings en var ekki tilbúin til að horfast í augu við vandamálin mín. Það tók mig langan tíma að slíta sambandi við strákinn. Þrátt fyrir allt var hann besti vinur minn. Í dag hef ég slitið öllu sambandi við hann og þá „vini“ mína sem völdu að trúa honum. Ég rekst ennþá á hann í dag og finn alltaf fyrir sömu tilfinningu, reiði. Mér finnst svo ósanngjarnt að hann hafi komist upp með þetta. Á meðan ber ég þessar tilfinningar á bakinu. Nýlega byrjaði ég aftur að mæta til sálfræðings og finnst ég vera betur í stakk búin til að vinna úr atvikinu. Hvað varðar skömmina sem fylgir því að vera nauðgað þá er ég ekki búin að skila henni. Nú fjórum árum síðar er ég enn að vinna úr þessu atviki og á langt í land.“ Höfundur situr í stjórn Ungmennaráðs UN Women á Íslandi sem varaforseti. Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Mest lesið Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Ég átti samtal við vinkonu um daginn sem vill ekki láta nafn síns getið. Hún sagði mér frá sinni reynslu af kynbundnu ofbeldi. „Ég var ný flutt í annað bæjarfélag og á leiðinni í menntaskóla. Sem var frekar erfið umbreyting fyrir 16 ára stelpu og svo voru alvarleg veikindi hjá foreldri sem hafði mikil áhrif á mig. Ég átti enga vini og var spennt að kynnast nýju fólki, sem ég á endanum gerði. Í gegnum sameiginlega vini kynntist ég strák. Við byrjuðum að sofa saman og svo þróaðist sambandið okkar í góða vináttu. Þetta var strákur sem ég taldi mig þekkja vel og treysti. Einn daginn förum við heim til hans í hádegismat og ég ætlaði að leggja mig, eins og við höfðum oft gert áður. En þetta skipti var öðruvísi. Hann lagðist við hliðina á mér og ég man eftir að hafa sagt nei, svo missti ég alla stjórn á líkama mínum. Það tók mig nokkrar vikur að meðtaka það sem hafði átt sér stað og ég vissi að mín upplifun hafði ekki verið sú sama og hans. Mér fannst eins og mín upplifun hefði ekki verið rétt, var mín upplifun kannski ekki rétt? Mér fannst ósanngjarnt að segja að hann hefði beitt mig kynferðislegu ofbeldi, þetta var besti vinur minn. Mér fannst ég ekki geta talað við neinn um þetta og alls ekki heima. Ég vildi ekki leggja meira á foreldra mína vegna veikindanna sem fyrir voru á heimilinu. Ég ýtti atvikinu lengra og lengra frá mér. Ég hélt ennþá vináttu við strákinn og mér leið eins og það væri orðið of seint að segja frá. Ég varð „klikkaður“ unglingur eftir þetta atvik. Ég eyddi öllum stundum í herberginu mínu á milli þess sem ég reifst við foreldra mína. Þegar ég hafði byggt upp nægan kjark til að segja frá atvikinu, áttu vinir mínir erfitt með að trúa mér og snéru baki við mér. Ég reyndi nokkrum sinnum að fara til sálfræðings en var ekki tilbúin til að horfast í augu við vandamálin mín. Það tók mig langan tíma að slíta sambandi við strákinn. Þrátt fyrir allt var hann besti vinur minn. Í dag hef ég slitið öllu sambandi við hann og þá „vini“ mína sem völdu að trúa honum. Ég rekst ennþá á hann í dag og finn alltaf fyrir sömu tilfinningu, reiði. Mér finnst svo ósanngjarnt að hann hafi komist upp með þetta. Á meðan ber ég þessar tilfinningar á bakinu. Nýlega byrjaði ég aftur að mæta til sálfræðings og finnst ég vera betur í stakk búin til að vinna úr atvikinu. Hvað varðar skömmina sem fylgir því að vera nauðgað þá er ég ekki búin að skila henni. Nú fjórum árum síðar er ég enn að vinna úr þessu atviki og á langt í land.“ Höfundur situr í stjórn Ungmennaráðs UN Women á Íslandi sem varaforseti. Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum.
Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum.
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar