Innlent

Frelssisvipting og fall á rafskutlu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Lögreglan hafði ýmislegt að gera í gær og í nótt.
Lögreglan hafði ýmislegt að gera í gær og í nótt. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmis horn að líta í gærkvöldi og nótt.

Um kvöldmatarleytið í gær var maður handtekinn í póstnúmeri 108 í Reykjavík. Viðkomandi var í annarlegu ástandi og grunaður um frelssisviptingu og eignaspjöll. Honum var komið fyrir í fangageymslum vegna rannsóknar málsins.

Skömmu síðar var tilkynnt um rafskutluslys í póstnúmeri 107 en þar hafði maður verið á ferð á rafskutlu en runnið til í hálku og dottið. Uppskar hann eymsli á höfði og skurð við augabrún

Þá var einnig tilkynnt Tilkynnt um líkamsárás í póstnúmeri 110 í gærkvöldi. Maður var handtekinn á vettvangi grunaður um líkamsárás og hótanir, áverkar árásarþolans eru taldir minniháttar, en árásarmaðurinn var vistaður í fangageymslum vegna rannsóknar málsins




Fleiri fréttir

Sjá meira


×