Aldrei fundið svona kulda Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 5. desember 2020 21:01 Íbúi á Hvanneyri segist aldrei hafa fundið fyrir jafn miklum kulda og nú en þar hefur hitastig mælst lægst mínus 16,8 gráður í dag. Talsverðu kuldakasti var spáð nú um helgina og finna landsmenn nú flestir fyrir því. Mesta frost sem mælst hefur á landinu í dag var á Dyngjujökli þar sem veðurstöð Veðurstofunnar mældi mínus 23,8 gráður. Töluverður kuldi hefur verið á Hvanneyri í dag og segist íbúi þar aldrei hafa fundið fyrir viðlíka kulda. „Úff þetta er eins og að búa í Rússlandi eða á Norðurpólnum. Maður fer varla út og ég finn bara bifhárin frjósa þegar ég labba út þannig við pössum okkur að vera sem minnst úti og ef við vogum okkur að opna hurðina þá erum við mjög fljótt beðin um að loka henni aftur því það kemur svo rosalega kalt inn,“ sagði Aldís Arna Tryggvadóttir, íbúi á Hvanneyri. Kalt en fallegt Hefur þú fundið fyrir svona kulda áður? „Aldrei nokkurn tíman. Þetta er það allra kaldasta en það er líka um leið alveg rosalega fallegt úti,“ segir Aldís Arna og sýnir frá umhverfinu líkt og sjá má í myndskeiðinu. Aldís Arna segir einungis hægt að vera utandyra í stutta stund áður en kuldinn verður óbærilegur. „Þrjár mínútur,“ segir Aldís og skellir upp úr og bætir því við að sjö mínútna útivera væri nærri lagi. Í höfuðborginni hefur einnig verið kalt og voru borgarbúar beðnir um að spara heita vatnið um helgina. Samkvæmt tilkynningu frá Veitum hefur vel gengið að veita heitu varni en þar sem álag verður áfram mikið á hitaveituna fram á sunnudagskvöld er fólk hvatt til að fara sparlega með heita vatnið. Aldís hvetur fólk til að hafa það huggulegt innandyra í frostinu. „Hita kakó, baka kökur, skreyta og gera allt sem maður getur inni með krökkunum. Setja góða jólatónlist á, syngja og tralla,“ segir Aldís. Veður Borgarbyggð Tengdar fréttir Bætir í kuldakastið eftir því sem líður á daginn fyrir norðan Fastlega má gera ráð fyrir því að það kólni enn frekar á Norðausturlandi eftir því sem líður á daginn. Lægsti hitastig á láglendi sem mælst hefur í dag var á Hvanneyri. Vel hefur gengið að veita heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu. 5. desember 2020 14:00 Frost á bilinu þrjú til sextán stig í dag Það verður nokkuð kalt í veðri í dag, en frostið verður yfirleitt á bilinu þrjú til sextán stig, kaldast í innsveitum norðanlands. 5. desember 2020 07:39 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Talsverðu kuldakasti var spáð nú um helgina og finna landsmenn nú flestir fyrir því. Mesta frost sem mælst hefur á landinu í dag var á Dyngjujökli þar sem veðurstöð Veðurstofunnar mældi mínus 23,8 gráður. Töluverður kuldi hefur verið á Hvanneyri í dag og segist íbúi þar aldrei hafa fundið fyrir viðlíka kulda. „Úff þetta er eins og að búa í Rússlandi eða á Norðurpólnum. Maður fer varla út og ég finn bara bifhárin frjósa þegar ég labba út þannig við pössum okkur að vera sem minnst úti og ef við vogum okkur að opna hurðina þá erum við mjög fljótt beðin um að loka henni aftur því það kemur svo rosalega kalt inn,“ sagði Aldís Arna Tryggvadóttir, íbúi á Hvanneyri. Kalt en fallegt Hefur þú fundið fyrir svona kulda áður? „Aldrei nokkurn tíman. Þetta er það allra kaldasta en það er líka um leið alveg rosalega fallegt úti,“ segir Aldís Arna og sýnir frá umhverfinu líkt og sjá má í myndskeiðinu. Aldís Arna segir einungis hægt að vera utandyra í stutta stund áður en kuldinn verður óbærilegur. „Þrjár mínútur,“ segir Aldís og skellir upp úr og bætir því við að sjö mínútna útivera væri nærri lagi. Í höfuðborginni hefur einnig verið kalt og voru borgarbúar beðnir um að spara heita vatnið um helgina. Samkvæmt tilkynningu frá Veitum hefur vel gengið að veita heitu varni en þar sem álag verður áfram mikið á hitaveituna fram á sunnudagskvöld er fólk hvatt til að fara sparlega með heita vatnið. Aldís hvetur fólk til að hafa það huggulegt innandyra í frostinu. „Hita kakó, baka kökur, skreyta og gera allt sem maður getur inni með krökkunum. Setja góða jólatónlist á, syngja og tralla,“ segir Aldís.
Veður Borgarbyggð Tengdar fréttir Bætir í kuldakastið eftir því sem líður á daginn fyrir norðan Fastlega má gera ráð fyrir því að það kólni enn frekar á Norðausturlandi eftir því sem líður á daginn. Lægsti hitastig á láglendi sem mælst hefur í dag var á Hvanneyri. Vel hefur gengið að veita heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu. 5. desember 2020 14:00 Frost á bilinu þrjú til sextán stig í dag Það verður nokkuð kalt í veðri í dag, en frostið verður yfirleitt á bilinu þrjú til sextán stig, kaldast í innsveitum norðanlands. 5. desember 2020 07:39 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Bætir í kuldakastið eftir því sem líður á daginn fyrir norðan Fastlega má gera ráð fyrir því að það kólni enn frekar á Norðausturlandi eftir því sem líður á daginn. Lægsti hitastig á láglendi sem mælst hefur í dag var á Hvanneyri. Vel hefur gengið að veita heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu. 5. desember 2020 14:00
Frost á bilinu þrjú til sextán stig í dag Það verður nokkuð kalt í veðri í dag, en frostið verður yfirleitt á bilinu þrjú til sextán stig, kaldast í innsveitum norðanlands. 5. desember 2020 07:39