Við segjum frá þessu í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 og ræðum við Ragnheiði Erlendsdóttur framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu um skipulag bólusetningar.
Þá fjöllum við um dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í dag en ríkissjóður gæti þurft að greiða lántakendum hjá Íbúðalánasjóði tugi milljarða eftir að uppgreiðslugjald sjóðsins var dæmt ólögmætt.
Við ræðum við Sigríði Jóhannsdóttur formann Jólaaðstoðar á Akureyri en um þriðjungi fleiri hafa leitað til hjálparsamtaka áAkureyri fyrir komandi jól en í fyrra. Yngra fólk sækir meira í aðstoð en áður.
Þá lítum við við í skólastofu í Langholtsskóla þar sem æfingatækjum hefur verið komið fyrir með það í huga að bæta námsárangur barnanna.