Hanna getur ekki verið með sínum nánustu yfir hátíðirnar en allir fá góða jólagjöf Stefán Árni Pálsson skrifar 4. desember 2020 16:30 Mynd/Cat Gundry Beck Íslensk-sænska tónlistarkonan Hanna Mia Brekkan sendir frá sér jólaplötu í dag sem ber nafnið Winter Songs. Þar flytur hún lög eftir konur í folk-tónlistarbúningi. Ásamt Hönnu Miu, leikur enski tónlistarmaðurinn Tom Hannay á hljóðfæri á plötunni. Þá er platan hljóðblönduð af hinum færeyska Sakaris Emil Joensen, sem hún kynntist þegar þau voru bæði í námi við tónlistardeild Listaháskóla Íslands. Persónuleg gjöf Hanna Mia er ein þeirra fjölmörgu sem ekki geta verið með ættingjum sínum um jólin vegna heimsfaraldursins, en fjölskylda hennar er búsett í Svíþjóð. Hún ákvað því að setja saman plötuna sem einskonar jólagjöf til sinna nánustu. Lokalag plötunnar, Nu Tändas Tusen Juleljus, er til að mynda sænskt jólalag sem er eftirlætis jólalag ömmu Hönnu Miu. „Amma mín, Marianne Jonstam, er 92 ára og býr í Enköping í Svíþjóð. Ég hringdi í hana og spurði hana hvað væri uppáhalds lagið hennar,“ segir Hanna. Hanna Mia tengist laginu einnig í gegnum systur sína, Emily Reise, en hún er einnig búsett á Íslandi og þær syngja saman á upptökunni. Þær hafa sungið lagið saman síðan þær voru litlar stelpur og því við hæfi að þær leiði saman hesta sína hér. „Þetta er lag sem við sungum alltaf í Svíþjóð, síðasta dag fyrir jólafrí.“ Starfar með Airbnb Hanna Mia hefur gefið út nokkrar plötur en þetta er fyrsta jólaplatan. Líkt og aðrir tónlistarmenn hefur hún þurft að finna nýjar leiðir til að nálgast listina en hún hefur síðustu mánuði meðal annars staðið fyrir reglulegum streymistónleikum í tengslum við Airbnb, auk þess að halda smærri tónleika fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Hún á listina ekki langt að sækja en hún er dóttir Helgu Brekkan, kvikmyndagerðarkonu og Mats Jonstam sem er leikstjóri og dagskrárgerðarmaður hjá Sænska ríkissjónvarpinu. Foreldrar hennar eru skilin og því heldur hún jólin á milli tveggja, og stundum þriggja landa. Hún segir jólahaldið fjölbreytilegt milli ára. Alþjóðleg æskujól Hún lýsir sínum eftirlætis jólaminningum frá sameiginlegu húsi stórfjölskyldunnar í Svíþjóð þar sem amma hennar hefur haldið jól síðustu 92 ár. „Hún kemur alltaf og fær vonandi að halda jólin aftur þetta árið,“ segir hún. „Þegar ég var krakki voru alltaf bestu jólin þar. Þá kom fjölskyldan saman og við héldum klassísk sænsk jól. Allir að borða saman jólaskinkuna, kjötbollur og litlar pylsur,“ segir Hanna og hlær. Hún segir að íslensku jólin hafi líka verið yndisleg, á heimili íslensku afa og ömmu. „Á Íslandi um jólin var alltaf mikil tónlist hjá afa og ömmu,“ segir Hanna en íslensku afi og amma voru læknahjónin Ásmundur og Ólöf Helga Brekkan. Jól Tónlist Svíþjóð Mest lesið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Setur „Hafnarfjarðarhreysið“ á sölu eftir endurbætur Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Fleiri fréttir Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Sjá meira
Ásamt Hönnu Miu, leikur enski tónlistarmaðurinn Tom Hannay á hljóðfæri á plötunni. Þá er platan hljóðblönduð af hinum færeyska Sakaris Emil Joensen, sem hún kynntist þegar þau voru bæði í námi við tónlistardeild Listaháskóla Íslands. Persónuleg gjöf Hanna Mia er ein þeirra fjölmörgu sem ekki geta verið með ættingjum sínum um jólin vegna heimsfaraldursins, en fjölskylda hennar er búsett í Svíþjóð. Hún ákvað því að setja saman plötuna sem einskonar jólagjöf til sinna nánustu. Lokalag plötunnar, Nu Tändas Tusen Juleljus, er til að mynda sænskt jólalag sem er eftirlætis jólalag ömmu Hönnu Miu. „Amma mín, Marianne Jonstam, er 92 ára og býr í Enköping í Svíþjóð. Ég hringdi í hana og spurði hana hvað væri uppáhalds lagið hennar,“ segir Hanna. Hanna Mia tengist laginu einnig í gegnum systur sína, Emily Reise, en hún er einnig búsett á Íslandi og þær syngja saman á upptökunni. Þær hafa sungið lagið saman síðan þær voru litlar stelpur og því við hæfi að þær leiði saman hesta sína hér. „Þetta er lag sem við sungum alltaf í Svíþjóð, síðasta dag fyrir jólafrí.“ Starfar með Airbnb Hanna Mia hefur gefið út nokkrar plötur en þetta er fyrsta jólaplatan. Líkt og aðrir tónlistarmenn hefur hún þurft að finna nýjar leiðir til að nálgast listina en hún hefur síðustu mánuði meðal annars staðið fyrir reglulegum streymistónleikum í tengslum við Airbnb, auk þess að halda smærri tónleika fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Hún á listina ekki langt að sækja en hún er dóttir Helgu Brekkan, kvikmyndagerðarkonu og Mats Jonstam sem er leikstjóri og dagskrárgerðarmaður hjá Sænska ríkissjónvarpinu. Foreldrar hennar eru skilin og því heldur hún jólin á milli tveggja, og stundum þriggja landa. Hún segir jólahaldið fjölbreytilegt milli ára. Alþjóðleg æskujól Hún lýsir sínum eftirlætis jólaminningum frá sameiginlegu húsi stórfjölskyldunnar í Svíþjóð þar sem amma hennar hefur haldið jól síðustu 92 ár. „Hún kemur alltaf og fær vonandi að halda jólin aftur þetta árið,“ segir hún. „Þegar ég var krakki voru alltaf bestu jólin þar. Þá kom fjölskyldan saman og við héldum klassísk sænsk jól. Allir að borða saman jólaskinkuna, kjötbollur og litlar pylsur,“ segir Hanna og hlær. Hún segir að íslensku jólin hafi líka verið yndisleg, á heimili íslensku afa og ömmu. „Á Íslandi um jólin var alltaf mikil tónlist hjá afa og ömmu,“ segir Hanna en íslensku afi og amma voru læknahjónin Ásmundur og Ólöf Helga Brekkan.
Jól Tónlist Svíþjóð Mest lesið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Setur „Hafnarfjarðarhreysið“ á sölu eftir endurbætur Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Fleiri fréttir Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Sjá meira