Sigríður og Sjallar utan svæðis Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar 4. desember 2020 14:31 Sinn er siðurinn í hverju landi þegar kemur að skyldum og skyldurækni í þeim störfum sem fólk, konur og karlar taka að sér í einhverskonar samfélagsþjónustu. Þau okkar sem starfa í almannaþjónustu og/eða í opinberri þjónustu eru þá oftar ekki bundin í þá klafa lagalega að þurfa bregðast við þeim erindum sem að þeim er beint. Þá annað hvort með því að svara erindum í síma eða á tölvutæku formi. Þetta vitum við öll og gerum ráð fyrir þegar við leitum til þeirrar sem bæði þiggja laun frá okkar sameiginlegum sjóðum og þeim sem inna af hendi verkefni fyrir okkar samfélag. Það á ekki við Alþingismenn, a.m.k ekki þingmenn Sjálfstæðisflokks, já eða yfirstjórn þess flokk sem fengu nærri 200 milljónir úr sameiginlegum sjóðum okkar, okkar sem greiðum skatta hér á landi, til reksturs þess sama flokks árið 2019. Þar er einfaldlega ekki svarað eða einfaldlega utan þjónustusvæðís. Í mínu tilfelli sendi ég kurteisislegt, skýrt og einfalt erindi á 1. þingmann Reykjavíkur suðurs og um leið formann Utanríkismálanefndar sem er ein af þessum fastanefndum Alþingis og tekur á málefnum er varðar utanríkismál og samskipti við erlend ríki. Nú er erindið ekki helsta málið, í mínu tilfelli spurði ég um viðbrögð téðrar nefndar og fomann þess vegna beinna afskipta sendimanns erlends ríkis af einstaka fjölmiðlum hér á landi. Mínar athugasemdir beinast nú að því hvernig við, almenningur eigi að geta treyst þeim flokkum sem fara með lögin okkar, fjöregg okkar samfélags og í mínu tilfelli stýra samskiptum við erlendar þjóðir, ef einn sendir fyrirspurn og fær engin svör, ekkert, punktur og basta. Ég reyndi nokkrar leiðir til að fá mínu máli framgengt en ekki einu sinni háttvirtur þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks, Birgir Ármannsson kaus að svara ekki þegar erindu mínu var beint til hans, né heldur allir þeir aðstoðarmenn sem þiggja laun frá okkur öllum til að styðja við kjörna þingmenn sama flokks og Sigríðar Andersen tilheyrir. Ekki einu sinni frá þeim sem stýra í Valhöll. Svartholið er algert þegar kemur að þessari einföldu fyrirspurn a.m.k. Má vera að fyrirspurnin sé óþægileg, hver veit? Hinsvegar verður að velta fyrir sér hvernig flokkur sem hefur setið í ríkistjórnum í yfir 70% af lýðveldistímanum og hefur kallað sig flokk margra stétta, ætlist til að fá traustið til að stýra málum þegar almenningur fær engin svör? Það er ekki kannski ekki von um að traust samfélagsins til starfa Alþingis sé svo lágt sem raun ber vitni ef stærsti og einn af elstu stjórnamálaflokkum landsins kýs að haga sér á þennan veg. Því má færa rök fyrir því að sami flokkur, Sjálfsstæðisflokkurinn sé orðið dálítið ríki í ríkinu, líti á sig merkilegri en hann í raun er. Sigríður Andersen, Birgir og þau hin sem skipa þennan flokk á Alþingi verða einfaldleg að breyta hugarfari sínu til sinna starfa ef þetta er viðkvæðið. Þau buðu sig fram til að vinna fyrir okkur öll. Alþingi var ekki útbúið fyrir þá sem töldu sig meir en aðrir. Koma svo þingmenn Sjálfsstæðisflokks, koma sér í þjónustusamband og tengja við allan almenning! Höfundur er rekstarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Utanríkismál Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Sinn er siðurinn í hverju landi þegar kemur að skyldum og skyldurækni í þeim störfum sem fólk, konur og karlar taka að sér í einhverskonar samfélagsþjónustu. Þau okkar sem starfa í almannaþjónustu og/eða í opinberri þjónustu eru þá oftar ekki bundin í þá klafa lagalega að þurfa bregðast við þeim erindum sem að þeim er beint. Þá annað hvort með því að svara erindum í síma eða á tölvutæku formi. Þetta vitum við öll og gerum ráð fyrir þegar við leitum til þeirrar sem bæði þiggja laun frá okkar sameiginlegum sjóðum og þeim sem inna af hendi verkefni fyrir okkar samfélag. Það á ekki við Alþingismenn, a.m.k ekki þingmenn Sjálfstæðisflokks, já eða yfirstjórn þess flokk sem fengu nærri 200 milljónir úr sameiginlegum sjóðum okkar, okkar sem greiðum skatta hér á landi, til reksturs þess sama flokks árið 2019. Þar er einfaldlega ekki svarað eða einfaldlega utan þjónustusvæðís. Í mínu tilfelli sendi ég kurteisislegt, skýrt og einfalt erindi á 1. þingmann Reykjavíkur suðurs og um leið formann Utanríkismálanefndar sem er ein af þessum fastanefndum Alþingis og tekur á málefnum er varðar utanríkismál og samskipti við erlend ríki. Nú er erindið ekki helsta málið, í mínu tilfelli spurði ég um viðbrögð téðrar nefndar og fomann þess vegna beinna afskipta sendimanns erlends ríkis af einstaka fjölmiðlum hér á landi. Mínar athugasemdir beinast nú að því hvernig við, almenningur eigi að geta treyst þeim flokkum sem fara með lögin okkar, fjöregg okkar samfélags og í mínu tilfelli stýra samskiptum við erlendar þjóðir, ef einn sendir fyrirspurn og fær engin svör, ekkert, punktur og basta. Ég reyndi nokkrar leiðir til að fá mínu máli framgengt en ekki einu sinni háttvirtur þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks, Birgir Ármannsson kaus að svara ekki þegar erindu mínu var beint til hans, né heldur allir þeir aðstoðarmenn sem þiggja laun frá okkur öllum til að styðja við kjörna þingmenn sama flokks og Sigríðar Andersen tilheyrir. Ekki einu sinni frá þeim sem stýra í Valhöll. Svartholið er algert þegar kemur að þessari einföldu fyrirspurn a.m.k. Má vera að fyrirspurnin sé óþægileg, hver veit? Hinsvegar verður að velta fyrir sér hvernig flokkur sem hefur setið í ríkistjórnum í yfir 70% af lýðveldistímanum og hefur kallað sig flokk margra stétta, ætlist til að fá traustið til að stýra málum þegar almenningur fær engin svör? Það er ekki kannski ekki von um að traust samfélagsins til starfa Alþingis sé svo lágt sem raun ber vitni ef stærsti og einn af elstu stjórnamálaflokkum landsins kýs að haga sér á þennan veg. Því má færa rök fyrir því að sami flokkur, Sjálfsstæðisflokkurinn sé orðið dálítið ríki í ríkinu, líti á sig merkilegri en hann í raun er. Sigríður Andersen, Birgir og þau hin sem skipa þennan flokk á Alþingi verða einfaldleg að breyta hugarfari sínu til sinna starfa ef þetta er viðkvæðið. Þau buðu sig fram til að vinna fyrir okkur öll. Alþingi var ekki útbúið fyrir þá sem töldu sig meir en aðrir. Koma svo þingmenn Sjálfsstæðisflokks, koma sér í þjónustusamband og tengja við allan almenning! Höfundur er rekstarfræðingur.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar