Lífið

Svona heldur þú þér í formi heima

Stefán Árni Pálsson skrifar
Nippard fer ítarlega yfir það hvernig hægt sé að halda sér í formi heima fyrir. 
Nippard fer ítarlega yfir það hvernig hægt sé að halda sér í formi heima fyrir. 

Samkomubann tók gildi um allt land á miðnætti í gærkvöldi og verður við lýði næstu fjórar vikur. Er því ætlað að hamla frekari útbreiðslu kórónuveirunnar í íslensku samfélagi.

Bannið tekur til skipulagðra viðburða þar sem fleiri en 100 manns koma saman. Þetta á til dæmis við um tónleika, ráðstefnur, skemmtanir, íþróttaviðburði og kirkjuathafnir. Sömuleiðis þurfa allir aðrir staðir – svo sem verslanir, líkamsræktarstöðvar, vinnustaðir og veitingastaðir – að tryggja að ekki séu fleiri en 100 manns inni í sama rými á hverjum tíma.

Mörg hundruð Íslendingar eru farnir í sóttkví eða vinna að heiman. Það getur verið flókið að hreyfa sig ef þú ert fastur heima við og telja samt sem áður sérfræðingar að hreyfing sé gríðarlega mikilvæg í ástandi eins og heimsbyggðin stendur frammi fyrir um þessar mundir.

Líkamsræktar YouTube-stjarnan Jeff Nippard hefur nú tekið saman allskyns hreyfingar sem auðvelt er að framkvæma heima hjá sér, til þess að halda sér við.

Á nokkrum klukkustundum hafa mörg hundruð þúsund manns horft á myndbandið og augljóslega eftirspurn eftir slíkum ráðum en hér að neðan má sjá myndbandið þar sem Nippard fer ítarlega yfir allar hreyfingar og einnig kemur hann inn á gott matarræði sem sniðugt væri að fylgja á þessum fordæmalausum tímum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×