Íslenskt eða hvað? Daði Geir Samúelsson og Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifa 4. desember 2020 08:30 Við erum að verða of sein á æfingu. Það er búið að vera brjálað að gera í vinnunni og þegar við áttum okkur á því að það eru 20 mín í æfingu stökkvum við af stað. En þegar við erum að bruna af stað byrjar garnirnar að gaula en matartíminn fór eitthvað fram hjá okkur. Við hoppum í búð á leiðinni. Daði grípur próteindrykk, gulrætur og skyr og Jóhanna dós af sódavatni og samloku. Við teljum okkur bæði meðvituð um okkar mat og viljum kaupa íslenskt og gripum því vörur sem voru kirfilegar merktar á íslensku. Svo er haldið á æfingu og maturinn hámaður í sig á leiðinni. Að æfingu lokinni förum við að skoða umbúðirnar af nestinu sem við höfðum hesthúsað í okkur á núll einni þá kom ýmislegt í ljós. Eða kannski réttara sagt kom ekki í ljós. Það var nefnilega ekkert skýrt hvort um íslenska vöru væri um að ræða. Umbúðirnar voru allar á íslensku en það kom alls ekki alls staðar fram hvaðan megin innihaldið væri. Jú gulræturnar voru vel merktar að um íslenska ræktun væri að ræða enda eru á Íslandi gerðar kröfur um upprunamerkingar á matjurtum, nautgripakjöti, kjöti af svínum, sauðfé, geitum, alifuglum og á hunangi. Aðrar matvörur þurfa því ekki að tilgreina uppruna á aðal hráefnum eða framleiðslustað. Þá hófst rannsóknar leiðangurinn um uppruna varanna sem var ekki endilega mjög skýr. Skyrið reyndist íslenskt úr íslenskri mjólk og framleitt hér á landi. Próteindrykkurinn sem var við hliðina á skyrinu í kælinum, merktur íslenskum slagorðum í bak og fyrir reyndist hins vegar framleiddur erlendis og sömu sögu var að segja um sódavatnið. Samlokuna var hins vegar ógerningur að greina. Á öllum vörum voru mismunandi merkingar og sumar hverjar ekki mjög skýrar. Er ásættanlegt að leggja þurfi upp í slíka greiningarvinnu til að fá réttmætar upplýsingar um vöru sem maður ætlar að leggja sér til munns? Af hverju er ekki kveðið skýrt á um uppruna og framleiðslustað á umbúðum? Í janúar 2014 skrifuðu Samtök atvinnulífsins, Bændasamtök Íslands og Neytendasamtökin undir sáttmála um upprunamerkingar matvæla. Enn í dag er að finna brotalöm á upplýsingum til neytenda er varða uppruna matvæla. Í könnun sem var gerð sama ár kom fram að rúmlega tveir þriðju landsmanna teldu það óásættanlegt að upprunalands hráefnis sé ekki getið á umbúðum unninna matvæla. Könnunin sýndi einnig að áhersla Íslendinga á upprunamerkingar hafði aukist umtalsvert frá fyrri könnunum. Því miður eru margir enn að einblína á hvernig þeir geta komist hjá því að upplýsa neytendur um réttan uppruna og láta þannig reyna á ýmis lýsingarorð sem geta verið villandi. Ásamt notkun umbúða eða merkja sem líkjast þeim sem eru á vörum sem neytendur bera traust til. Þá ber framleiðendum heldur ekki skylda til að upplýsa neytendur ef framleiðslulandi eða innihaldi er breytt, þannig geta neytendur lagt traust á vöru úr íslenskum hráefnum sem síðan er breytt án sérstakra tilkynninga þar um. Þegar kemur að upprunamerkingum eru margir hagaðilar sem njóta þess ef að þær merkingar eru réttar og skýrar. Skýr framsetning á uppruna matvæla eykur traust neytenda til framleiðenda, vinnsluaðila og söluaðila. Því ber að fagna frumkvæði þeirra sem hafa merkt vörur skilmerkilega með uppruna matvæla þegar að slíkt er ekki endilega bundið í lög og reglur. Á sambandsþingi ungra framsóknarmann sem haldið var í október var samþykkt ályktun þar sem krafa var gerð um að matvæli og drykkjarvörur sem seldar eru á Íslandi skuli vera með öruggri og skýrri upprunamerkingu. Upprunamerkingar eru hagsmunamál allra Íslendinga sem stuðlar að innlendir verðmætasköpun. Þegar þú velur íslenska vöru og þjónustu skilar það sér aftur til þín. Svo við tökum undir það góða slagorð: íslenskt láttu það ganga. Daði Geir Samúelsson, verkfræðingur og í stjórn SUF, Sambands ungra Framsóknarmanna. Jóhanna María Sigmundsdóttir, verkefnastjóri og í varastjórn SUF, Sambands ungra Framsóknarmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Neytendur Jóhanna María Sigmundsdóttir Mest lesið Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Nokkur orð um leikminjar Halldór Halldórsson Bakþankar Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Við erum að verða of sein á æfingu. Það er búið að vera brjálað að gera í vinnunni og þegar við áttum okkur á því að það eru 20 mín í æfingu stökkvum við af stað. En þegar við erum að bruna af stað byrjar garnirnar að gaula en matartíminn fór eitthvað fram hjá okkur. Við hoppum í búð á leiðinni. Daði grípur próteindrykk, gulrætur og skyr og Jóhanna dós af sódavatni og samloku. Við teljum okkur bæði meðvituð um okkar mat og viljum kaupa íslenskt og gripum því vörur sem voru kirfilegar merktar á íslensku. Svo er haldið á æfingu og maturinn hámaður í sig á leiðinni. Að æfingu lokinni förum við að skoða umbúðirnar af nestinu sem við höfðum hesthúsað í okkur á núll einni þá kom ýmislegt í ljós. Eða kannski réttara sagt kom ekki í ljós. Það var nefnilega ekkert skýrt hvort um íslenska vöru væri um að ræða. Umbúðirnar voru allar á íslensku en það kom alls ekki alls staðar fram hvaðan megin innihaldið væri. Jú gulræturnar voru vel merktar að um íslenska ræktun væri að ræða enda eru á Íslandi gerðar kröfur um upprunamerkingar á matjurtum, nautgripakjöti, kjöti af svínum, sauðfé, geitum, alifuglum og á hunangi. Aðrar matvörur þurfa því ekki að tilgreina uppruna á aðal hráefnum eða framleiðslustað. Þá hófst rannsóknar leiðangurinn um uppruna varanna sem var ekki endilega mjög skýr. Skyrið reyndist íslenskt úr íslenskri mjólk og framleitt hér á landi. Próteindrykkurinn sem var við hliðina á skyrinu í kælinum, merktur íslenskum slagorðum í bak og fyrir reyndist hins vegar framleiddur erlendis og sömu sögu var að segja um sódavatnið. Samlokuna var hins vegar ógerningur að greina. Á öllum vörum voru mismunandi merkingar og sumar hverjar ekki mjög skýrar. Er ásættanlegt að leggja þurfi upp í slíka greiningarvinnu til að fá réttmætar upplýsingar um vöru sem maður ætlar að leggja sér til munns? Af hverju er ekki kveðið skýrt á um uppruna og framleiðslustað á umbúðum? Í janúar 2014 skrifuðu Samtök atvinnulífsins, Bændasamtök Íslands og Neytendasamtökin undir sáttmála um upprunamerkingar matvæla. Enn í dag er að finna brotalöm á upplýsingum til neytenda er varða uppruna matvæla. Í könnun sem var gerð sama ár kom fram að rúmlega tveir þriðju landsmanna teldu það óásættanlegt að upprunalands hráefnis sé ekki getið á umbúðum unninna matvæla. Könnunin sýndi einnig að áhersla Íslendinga á upprunamerkingar hafði aukist umtalsvert frá fyrri könnunum. Því miður eru margir enn að einblína á hvernig þeir geta komist hjá því að upplýsa neytendur um réttan uppruna og láta þannig reyna á ýmis lýsingarorð sem geta verið villandi. Ásamt notkun umbúða eða merkja sem líkjast þeim sem eru á vörum sem neytendur bera traust til. Þá ber framleiðendum heldur ekki skylda til að upplýsa neytendur ef framleiðslulandi eða innihaldi er breytt, þannig geta neytendur lagt traust á vöru úr íslenskum hráefnum sem síðan er breytt án sérstakra tilkynninga þar um. Þegar kemur að upprunamerkingum eru margir hagaðilar sem njóta þess ef að þær merkingar eru réttar og skýrar. Skýr framsetning á uppruna matvæla eykur traust neytenda til framleiðenda, vinnsluaðila og söluaðila. Því ber að fagna frumkvæði þeirra sem hafa merkt vörur skilmerkilega með uppruna matvæla þegar að slíkt er ekki endilega bundið í lög og reglur. Á sambandsþingi ungra framsóknarmann sem haldið var í október var samþykkt ályktun þar sem krafa var gerð um að matvæli og drykkjarvörur sem seldar eru á Íslandi skuli vera með öruggri og skýrri upprunamerkingu. Upprunamerkingar eru hagsmunamál allra Íslendinga sem stuðlar að innlendir verðmætasköpun. Þegar þú velur íslenska vöru og þjónustu skilar það sér aftur til þín. Svo við tökum undir það góða slagorð: íslenskt láttu það ganga. Daði Geir Samúelsson, verkfræðingur og í stjórn SUF, Sambands ungra Framsóknarmanna. Jóhanna María Sigmundsdóttir, verkefnastjóri og í varastjórn SUF, Sambands ungra Framsóknarmanna.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun