Tvítugir að tapa milljónum í íþróttaveðmálum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 3. desember 2020 20:03 Alma hefur sérstakar áhyggjur af ungum karlmönnum á aldrinum 18-25 ára sem spila póker og taka þátt í íþróttaveðmálum á netinu. getty/hirurg Miklar áhyggjur eru af íþróttaveðmálum ungra karlmanna. Dæmi eru um að tvítugir menn tapi mörgum milljónum á netinu. Engin sérhæfð spilafíklameðferð er í boði á Íslandi. Afar lítið er til af rannsóknum um spilafíkn en rannsókn sem gerð var fyrir fimmtán árum sýnir að 62% sextán til átján ára nemenda í framhaldsskólum höfðu spilað peningaspil síðasta árið. Þá voru spilakassar vinsælasta peningaspilið, en næst komu skafmiðar og svo veðmál á netinu, íþróttveðmál og póker. Alma Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn, segir allt benda til þess að hlutfallið sé mun hærra í dag, nýjar erlendar rannsóknir sýni að 91% krakka á þessum aldri hafi prófað fjárhættuspil „Og það sem kom á óvart er að meðalaldur ungmenna sem þróa með sér spilafíkn er 10 ára. Þau byrja 10 ára gömul að leggja undir peninga í fjárhættuspili.“ Alma segir Ísland á eftir varðandi rannsóknir á spilafíkn, meðferð við henni og forvarnir.vísir/egill Alma segist hafa verulegar áhyggjur af íþróttaveðmálum. „Þetta er svo gríðarlegar upphæðir sem ungir krakkar eru að tapa. Ég fæ á borð hjá mér stráka 21-23 ára sem eru búnir að takpa 5-15 milljónum.“ Engin sérhæfð meðferð fyrir spilafíkla Alma segir mörg dæmi um að fjölskyldur greiði skuldina, jafnvel í tví- eða þrígang, áður en stigið er niður fæti og sagt að viðkomandi þurfi að fá aðstoð við vanda sínum. En hún er ekki auðfengin. „Því miður eru nánast engin úrræði og virðist ekki vera um neinar sérhæfða spilafíklameðferð að ræða. Þar erum við aftur á eftir.“ Alma ber þó von um meðferðarúrræði, auknar forvarnir og fræðslu eftir að SÁÁ dróg sig út úr rekstrinum á spilakössum og eru því ekki báðum megin við borðið lengur. Það hafi verið flókið að vera í samstarfi við hagsmunaaðila. Einnig fagnar hún aukinni umræðu. Það sé verið að tala um hlutina eins og þeir eru. „Það urðu ákveðin þáttaskil í okkar baráttu í þessum Kompásþætti þar sem þessir þrír einstaklingar stigu fram undir nafni og í mynd. Það segir okkur að skömmin er að minnka og vonandi getum við farið að kortleggja spilafíkn á Íslandi,“ segir Alma Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn. Kompás Fíkn Fjárhættuspil Tengdar fréttir Spilafíkn er alvarlegur vandi meðal fólks með þroskahömlun Allmargir úr hópi fólks með þroskahömlun eiga við spilafíkn að stríða og eyða oft síðustu aurunum af örorkulífeyrinum í spilakassa. Verkefnastjóri hjá Þroskahjálp segir skorta fræðslu og sérhæfða fíknimeðferð fyrir hópinn. 2. desember 2020 20:31 Spilakassar verði svartur blettur á okkar sögu Formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn segir að í fyrsta skipti frá árinu 1994 fái spilafíklar frelsi frá spilakössum vegna samkomubannsins. 2. desember 2020 12:52 „Bið til guðs að þeir opni ekki aftur“ Flestir spilafíklar eru með fíkn í spilakassa. Þeir hafa verið lokaðir í samkomubanni. Heitasta ósk þriggja viðmælenda Kompáss er að kassarnir verði ekki opnaðir aftur. 1. desember 2020 07:01 Mest lesið Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Afar lítið er til af rannsóknum um spilafíkn en rannsókn sem gerð var fyrir fimmtán árum sýnir að 62% sextán til átján ára nemenda í framhaldsskólum höfðu spilað peningaspil síðasta árið. Þá voru spilakassar vinsælasta peningaspilið, en næst komu skafmiðar og svo veðmál á netinu, íþróttveðmál og póker. Alma Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn, segir allt benda til þess að hlutfallið sé mun hærra í dag, nýjar erlendar rannsóknir sýni að 91% krakka á þessum aldri hafi prófað fjárhættuspil „Og það sem kom á óvart er að meðalaldur ungmenna sem þróa með sér spilafíkn er 10 ára. Þau byrja 10 ára gömul að leggja undir peninga í fjárhættuspili.“ Alma segir Ísland á eftir varðandi rannsóknir á spilafíkn, meðferð við henni og forvarnir.vísir/egill Alma segist hafa verulegar áhyggjur af íþróttaveðmálum. „Þetta er svo gríðarlegar upphæðir sem ungir krakkar eru að tapa. Ég fæ á borð hjá mér stráka 21-23 ára sem eru búnir að takpa 5-15 milljónum.“ Engin sérhæfð meðferð fyrir spilafíkla Alma segir mörg dæmi um að fjölskyldur greiði skuldina, jafnvel í tví- eða þrígang, áður en stigið er niður fæti og sagt að viðkomandi þurfi að fá aðstoð við vanda sínum. En hún er ekki auðfengin. „Því miður eru nánast engin úrræði og virðist ekki vera um neinar sérhæfða spilafíklameðferð að ræða. Þar erum við aftur á eftir.“ Alma ber þó von um meðferðarúrræði, auknar forvarnir og fræðslu eftir að SÁÁ dróg sig út úr rekstrinum á spilakössum og eru því ekki báðum megin við borðið lengur. Það hafi verið flókið að vera í samstarfi við hagsmunaaðila. Einnig fagnar hún aukinni umræðu. Það sé verið að tala um hlutina eins og þeir eru. „Það urðu ákveðin þáttaskil í okkar baráttu í þessum Kompásþætti þar sem þessir þrír einstaklingar stigu fram undir nafni og í mynd. Það segir okkur að skömmin er að minnka og vonandi getum við farið að kortleggja spilafíkn á Íslandi,“ segir Alma Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn.
Kompás Fíkn Fjárhættuspil Tengdar fréttir Spilafíkn er alvarlegur vandi meðal fólks með þroskahömlun Allmargir úr hópi fólks með þroskahömlun eiga við spilafíkn að stríða og eyða oft síðustu aurunum af örorkulífeyrinum í spilakassa. Verkefnastjóri hjá Þroskahjálp segir skorta fræðslu og sérhæfða fíknimeðferð fyrir hópinn. 2. desember 2020 20:31 Spilakassar verði svartur blettur á okkar sögu Formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn segir að í fyrsta skipti frá árinu 1994 fái spilafíklar frelsi frá spilakössum vegna samkomubannsins. 2. desember 2020 12:52 „Bið til guðs að þeir opni ekki aftur“ Flestir spilafíklar eru með fíkn í spilakassa. Þeir hafa verið lokaðir í samkomubanni. Heitasta ósk þriggja viðmælenda Kompáss er að kassarnir verði ekki opnaðir aftur. 1. desember 2020 07:01 Mest lesið Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Spilafíkn er alvarlegur vandi meðal fólks með þroskahömlun Allmargir úr hópi fólks með þroskahömlun eiga við spilafíkn að stríða og eyða oft síðustu aurunum af örorkulífeyrinum í spilakassa. Verkefnastjóri hjá Þroskahjálp segir skorta fræðslu og sérhæfða fíknimeðferð fyrir hópinn. 2. desember 2020 20:31
Spilakassar verði svartur blettur á okkar sögu Formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn segir að í fyrsta skipti frá árinu 1994 fái spilafíklar frelsi frá spilakössum vegna samkomubannsins. 2. desember 2020 12:52
„Bið til guðs að þeir opni ekki aftur“ Flestir spilafíklar eru með fíkn í spilakassa. Þeir hafa verið lokaðir í samkomubanni. Heitasta ósk þriggja viðmælenda Kompáss er að kassarnir verði ekki opnaðir aftur. 1. desember 2020 07:01