Tugir einstaklinga smitaðir af Covid-19 eftir „swing“-ráðstefnu í New Orleans Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. desember 2020 10:33 Ráðstefnan var haldin í miðjum nóvember þrátt fyrir að smitum færi þá fjölgandi í Louisiana. Getty/Chris Graythen 41 einstaklingur hefur greinst með Covid-19 eftir að hafa sótt svokallaða „swing“-ráðstefnu í New Orleans í Louisiana í Bandaríkjunum. Yfirvöld segja ráðstefnuna hafa verið viðburð sem stuðlaði að „ofurdreifingu“ kórónuveirunnar sem veldur Covid-19. Ráðstefnan, sem gengur undir nafninu Naughty in N‘awlins eða „Óþekk í N‘awlins“, er haldin árlega í New Orleans. Í ár sóttu um 250 gestir ráðstefnuna, sem er mun minni fjöldi en í fyrra þegar þeir voru um 2000 talsins. Ákveðið var að halda ráðstefnuna um miðjan nóvember síðastliðinn þrátt fyrir að smitum færi fjölgandi í Louisiana á þeim tíma. Fjallað er um málið á vef Guardian þar sem segir að einn af ráðstefnugestum hafi verið lagður inn á spítala alvarlega veikur með Covid-19. Bob Hannaford, skipuleggjandi ráðstefnunnar, segir að ef hann gæti farið aftur í tímann myndi hann sleppa því að halda ráðstefnuna. „Ég myndi ekki endurtaka þetta ef ég vissi þá það sem ég veit núna. Þetta liggur þungt á mér og mun liggja þungt á mér þar til allir hafa náð sér að fullu,“ skrifar Hannaford í bloggfærslu um málið. Hann segir að þátttakendur á ráðstefnunni hafi verið hvattir til að virða fjarlægðarmörk og að samskiptadagbækur hafi verið haldnar. Þegar farið var að ræða við fólk eftir að smit greindust í tengslum við ráðstefnuna kom í ljós að þátttakendur hefðu passað sig vel fyrstu tvo dagana, aðeins verr þriðja daginn en svo á þeim fjórða, sem jafnframt var síðasti dagurinn, hafi þeir orðið kærulausir. „Fólk sagði „Fuck it, þetta er síðasti dagurinn okkar“ og mörg viðurkenndu að slök viðleitni þeirra [til að virða sóttvarnareglur] á þessu síðasta degi sé líklegast ástæðan fyrir að þau smituðust,“ segir Hannaford. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Kynlíf Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Erlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Erlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Fleiri fréttir Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Sjá meira
Ráðstefnan, sem gengur undir nafninu Naughty in N‘awlins eða „Óþekk í N‘awlins“, er haldin árlega í New Orleans. Í ár sóttu um 250 gestir ráðstefnuna, sem er mun minni fjöldi en í fyrra þegar þeir voru um 2000 talsins. Ákveðið var að halda ráðstefnuna um miðjan nóvember síðastliðinn þrátt fyrir að smitum færi fjölgandi í Louisiana á þeim tíma. Fjallað er um málið á vef Guardian þar sem segir að einn af ráðstefnugestum hafi verið lagður inn á spítala alvarlega veikur með Covid-19. Bob Hannaford, skipuleggjandi ráðstefnunnar, segir að ef hann gæti farið aftur í tímann myndi hann sleppa því að halda ráðstefnuna. „Ég myndi ekki endurtaka þetta ef ég vissi þá það sem ég veit núna. Þetta liggur þungt á mér og mun liggja þungt á mér þar til allir hafa náð sér að fullu,“ skrifar Hannaford í bloggfærslu um málið. Hann segir að þátttakendur á ráðstefnunni hafi verið hvattir til að virða fjarlægðarmörk og að samskiptadagbækur hafi verið haldnar. Þegar farið var að ræða við fólk eftir að smit greindust í tengslum við ráðstefnuna kom í ljós að þátttakendur hefðu passað sig vel fyrstu tvo dagana, aðeins verr þriðja daginn en svo á þeim fjórða, sem jafnframt var síðasti dagurinn, hafi þeir orðið kærulausir. „Fólk sagði „Fuck it, þetta er síðasti dagurinn okkar“ og mörg viðurkenndu að slök viðleitni þeirra [til að virða sóttvarnareglur] á þessu síðasta degi sé líklegast ástæðan fyrir að þau smituðust,“ segir Hannaford.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Kynlíf Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Erlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Erlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Fleiri fréttir Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Sjá meira