Viðskipti innlent

Arion banki fækkar tíma­bundið opnum úti­búum

Atli Ísleifsson skrifar
Arion banki lokar tímabundið útibúum sínum í Kringlunni og Borgartúni.
Arion banki lokar tímabundið útibúum sínum í Kringlunni og Borgartúni. Vísir/Vilhelm

Arion banki hefur ákveðið að fækka tímabundið opnum útibúum sínum á höfuðborgarsvæðinu sem varúðarráðstöfun vegna útbreiðslu kórónuveirunnar.

Í tilkynningu á vef bankans segir að þrjú af fimm útibúum bankans á höfuðborgarsvæðinu verði opin hverju sinni.

„Viðskiptavinum á höfuðborgarsvæðinu sem þurfa að sækja þjónustu í útibúi er því bent á útibú Arion banka á Bíldshöfða í Reykjavík, í Smáranum í Kópavogi og stafrænt útibú við Hagatorg.

Útibú Arion banka í Borgartúni 18 og í Kringlunni verða lokuð tímabundið en sjálfsafgreiðsluvélar útibúanna verða áfram opnar og bjóða bæði upp á úttektir og innlagnir auk fjölda annarra aðgerða,“ segir í tilkynningunni.

Arion banki, Landsbankinn og Íslandsbankinn greindu í gær frá því að viðskiptavinum sem sjá fram á erfiðleika við að standa skil á afborgunum íbúðarlána vegna faraldursins geti sótt um greiðsluhlé á afborgunum.


Tengdar fréttir

Bankarnir bregðast við á­standinu

Stóru bankarnir munu bjóða viðskiptavinum sínum að gera hlé á afborgunum íbúðalána til að auðvelda þeim að takast á við áskoranir í tengslum við útbreiðslu kórónuveirunnar.

Bankarnir veita ívilnanir og lífeyrissjóðir hvattir að gera það líka

Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn bjóða viðskiptavinum sem sjá fram á erfiðleika að gera hlé á afborgunum vegna kórónuveirufaraldursins. Formaður Landssamtaka lífeyrissjóða hvetur sjóðina til að gera það sama. Hún segir að búist sé við hrynu uppsagna næstu mánaðamót og þá geti margir þurft að nýta sér slík úrræði






Fleiri fréttir

Sjá meira


×