Kórónuveiran varpaði ljósi á muninn milli Biden og Sanders Samúel Karl Ólason skrifar 16. mars 2020 10:08 Biden er í mun betri stöðu en Sanders og þykir hann nánast búinn að tryggja sér tilnefningu Demókrataflokksins. AP/Evan Vucci Þeir Joe Biden og Bernie Sanders héldu í nótt fyrstu kappræðurnar í forvali Demókrataflokksins þar sem einungis tveir frambjóðendur tóku þátt. Þrátt fyrir að einungis þrjár vikur séu frá síðustu kappræðum hefur staðan breyst til muna síðan þá. Biden er nú með nokkuð forskot á Sanders í forvalinu og þykist nánast öruggt að hann muni hljóta tilnefninguna. Það var því til mikils að vinna hjá Sanders í nótt og gerði hann ítrekaðar tilraunir til að aðgreina sig frá Biden og gagnrýna varaforsetann fyrrverandi fyrir störf hans í gegnum tíðina en hann var áður öldungadeildarþingmaður. Kappræðurnar byrjuðu á því að dágóðum tíma var varið í umræðu um kórónuveiruna og varpaði sú umræða ljósi á mismunandi sjónarhorn frambjóðendanna. Biden, sem studdi björgun fjármálafyrirtækja árið 2008, sagði mögulegt að slíkra aðgerða væri þörf á nýjan leik vegna heimsfaraldursins. Sanders, sem var andsnúinn björgun fjármálafyrirtækja í hruninu og er mikill gagnrýnandi fjármálafyrirtækja, lagði til að leggja skatt á auðjöfra í staðinn. watch on YouTube Báðir voru þeir þó sammála um að Donald Trump, núverandi forseti, hefði staðið sig illa varðandi kórónuveirunar. „Það fyrsta sem við þurfum að gera, er að þagga í þessum forseta,“ sagði Sanders. Hann sagði Trump grafa undan vísindamönnum og sérfræðingum sem væru að reyna að hjálpa fólki. Trump hefur verið gagnrýndur fyrir slíkt á undanförnum dögum. Að öðru leyti var Trump lítið nefndur í kappræðunum. Sanders sneri umræðunni um kórónuveiruna fljótlega í umræðu um heilbrigðiskerfi og sagði Bandaríkin þurfa á breytingum að halda. Hann sagðist muna berjast fyrir því að allir Bandaríkjamenn fengju aðgang að heilbrigðiskerfinu. Biden sagði þó að slíkt myndi ekki breyta stöðunni. Benti hann á að Ítalía væri með slíkt heilbrigðiskerfi og það hefði ekki hjálpað þeim. watch on YouTube Sanders kom nokkrum góðum skotum á Biden þegar hann gagnrýndi hann fyrir ýmis atkvæði hans á undanförnum áratugum. Eins og það að Biden hafi greitt atkvæði með innrásinni í Írak 2003 og ýmislegt annað. Þá sagðist Biden ætla að velja konu sem varaforsetaefni og Sanders sagðist líklega ætla að gera það einnig. Sjá einnig: Biden vill konu sem varaforsetaefni Greinendur og sérfræðingar eru heilt yfir þeirrar skoðunar að Biden hafi komið betur út úr kappræðunum en Sanders. Hann hafi í raun ekki komið jafn vel út úr kappræðum í langan tíma en það hafi að miklu leiti verið vegna þess að væntingarnar hafi ekki verið mjög háar. Skoðanakannanir sýna að Biden er með nokkurt forskot í næstu ríkjum þar sem forvalið fer fram. Á morgun greiða Demókratar í fjórum ríkjum atkvæði í forvalinu. Arizona, Flórída, Illinois og Ohio. Biden er með afgerandi forskot í öllum ríkjunum, miðað við skoðanakannanir og þá sérstaklega í Flórída, þar sem flestir landsfundarfulltrúar eru í boði. Samkvæmt tölfræðimiðlinum FiveThirtyEight mælist Biden með 65,2 prósenta fylgi í Flórída og Sanders með 24 prósent. Tulsi Gabbard, sem er enn í framboði, einhverra hluta vegna, mælist með 1,1 prósent. Það eru því allar líkur á því að forskot Biden muni aukast á morgun og varpa frekari skugga á framtíð framboðs Sanders. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Þeir Joe Biden og Bernie Sanders héldu í nótt fyrstu kappræðurnar í forvali Demókrataflokksins þar sem einungis tveir frambjóðendur tóku þátt. Þrátt fyrir að einungis þrjár vikur séu frá síðustu kappræðum hefur staðan breyst til muna síðan þá. Biden er nú með nokkuð forskot á Sanders í forvalinu og þykist nánast öruggt að hann muni hljóta tilnefninguna. Það var því til mikils að vinna hjá Sanders í nótt og gerði hann ítrekaðar tilraunir til að aðgreina sig frá Biden og gagnrýna varaforsetann fyrrverandi fyrir störf hans í gegnum tíðina en hann var áður öldungadeildarþingmaður. Kappræðurnar byrjuðu á því að dágóðum tíma var varið í umræðu um kórónuveiruna og varpaði sú umræða ljósi á mismunandi sjónarhorn frambjóðendanna. Biden, sem studdi björgun fjármálafyrirtækja árið 2008, sagði mögulegt að slíkra aðgerða væri þörf á nýjan leik vegna heimsfaraldursins. Sanders, sem var andsnúinn björgun fjármálafyrirtækja í hruninu og er mikill gagnrýnandi fjármálafyrirtækja, lagði til að leggja skatt á auðjöfra í staðinn. watch on YouTube Báðir voru þeir þó sammála um að Donald Trump, núverandi forseti, hefði staðið sig illa varðandi kórónuveirunar. „Það fyrsta sem við þurfum að gera, er að þagga í þessum forseta,“ sagði Sanders. Hann sagði Trump grafa undan vísindamönnum og sérfræðingum sem væru að reyna að hjálpa fólki. Trump hefur verið gagnrýndur fyrir slíkt á undanförnum dögum. Að öðru leyti var Trump lítið nefndur í kappræðunum. Sanders sneri umræðunni um kórónuveiruna fljótlega í umræðu um heilbrigðiskerfi og sagði Bandaríkin þurfa á breytingum að halda. Hann sagðist muna berjast fyrir því að allir Bandaríkjamenn fengju aðgang að heilbrigðiskerfinu. Biden sagði þó að slíkt myndi ekki breyta stöðunni. Benti hann á að Ítalía væri með slíkt heilbrigðiskerfi og það hefði ekki hjálpað þeim. watch on YouTube Sanders kom nokkrum góðum skotum á Biden þegar hann gagnrýndi hann fyrir ýmis atkvæði hans á undanförnum áratugum. Eins og það að Biden hafi greitt atkvæði með innrásinni í Írak 2003 og ýmislegt annað. Þá sagðist Biden ætla að velja konu sem varaforsetaefni og Sanders sagðist líklega ætla að gera það einnig. Sjá einnig: Biden vill konu sem varaforsetaefni Greinendur og sérfræðingar eru heilt yfir þeirrar skoðunar að Biden hafi komið betur út úr kappræðunum en Sanders. Hann hafi í raun ekki komið jafn vel út úr kappræðum í langan tíma en það hafi að miklu leiti verið vegna þess að væntingarnar hafi ekki verið mjög háar. Skoðanakannanir sýna að Biden er með nokkurt forskot í næstu ríkjum þar sem forvalið fer fram. Á morgun greiða Demókratar í fjórum ríkjum atkvæði í forvalinu. Arizona, Flórída, Illinois og Ohio. Biden er með afgerandi forskot í öllum ríkjunum, miðað við skoðanakannanir og þá sérstaklega í Flórída, þar sem flestir landsfundarfulltrúar eru í boði. Samkvæmt tölfræðimiðlinum FiveThirtyEight mælist Biden með 65,2 prósenta fylgi í Flórída og Sanders með 24 prósent. Tulsi Gabbard, sem er enn í framboði, einhverra hluta vegna, mælist með 1,1 prósent. Það eru því allar líkur á því að forskot Biden muni aukast á morgun og varpa frekari skugga á framtíð framboðs Sanders.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira