Kórónuveiran varpaði ljósi á muninn milli Biden og Sanders Samúel Karl Ólason skrifar 16. mars 2020 10:08 Biden er í mun betri stöðu en Sanders og þykir hann nánast búinn að tryggja sér tilnefningu Demókrataflokksins. AP/Evan Vucci Þeir Joe Biden og Bernie Sanders héldu í nótt fyrstu kappræðurnar í forvali Demókrataflokksins þar sem einungis tveir frambjóðendur tóku þátt. Þrátt fyrir að einungis þrjár vikur séu frá síðustu kappræðum hefur staðan breyst til muna síðan þá. Biden er nú með nokkuð forskot á Sanders í forvalinu og þykist nánast öruggt að hann muni hljóta tilnefninguna. Það var því til mikils að vinna hjá Sanders í nótt og gerði hann ítrekaðar tilraunir til að aðgreina sig frá Biden og gagnrýna varaforsetann fyrrverandi fyrir störf hans í gegnum tíðina en hann var áður öldungadeildarþingmaður. Kappræðurnar byrjuðu á því að dágóðum tíma var varið í umræðu um kórónuveiruna og varpaði sú umræða ljósi á mismunandi sjónarhorn frambjóðendanna. Biden, sem studdi björgun fjármálafyrirtækja árið 2008, sagði mögulegt að slíkra aðgerða væri þörf á nýjan leik vegna heimsfaraldursins. Sanders, sem var andsnúinn björgun fjármálafyrirtækja í hruninu og er mikill gagnrýnandi fjármálafyrirtækja, lagði til að leggja skatt á auðjöfra í staðinn. watch on YouTube Báðir voru þeir þó sammála um að Donald Trump, núverandi forseti, hefði staðið sig illa varðandi kórónuveirunar. „Það fyrsta sem við þurfum að gera, er að þagga í þessum forseta,“ sagði Sanders. Hann sagði Trump grafa undan vísindamönnum og sérfræðingum sem væru að reyna að hjálpa fólki. Trump hefur verið gagnrýndur fyrir slíkt á undanförnum dögum. Að öðru leyti var Trump lítið nefndur í kappræðunum. Sanders sneri umræðunni um kórónuveiruna fljótlega í umræðu um heilbrigðiskerfi og sagði Bandaríkin þurfa á breytingum að halda. Hann sagðist muna berjast fyrir því að allir Bandaríkjamenn fengju aðgang að heilbrigðiskerfinu. Biden sagði þó að slíkt myndi ekki breyta stöðunni. Benti hann á að Ítalía væri með slíkt heilbrigðiskerfi og það hefði ekki hjálpað þeim. watch on YouTube Sanders kom nokkrum góðum skotum á Biden þegar hann gagnrýndi hann fyrir ýmis atkvæði hans á undanförnum áratugum. Eins og það að Biden hafi greitt atkvæði með innrásinni í Írak 2003 og ýmislegt annað. Þá sagðist Biden ætla að velja konu sem varaforsetaefni og Sanders sagðist líklega ætla að gera það einnig. Sjá einnig: Biden vill konu sem varaforsetaefni Greinendur og sérfræðingar eru heilt yfir þeirrar skoðunar að Biden hafi komið betur út úr kappræðunum en Sanders. Hann hafi í raun ekki komið jafn vel út úr kappræðum í langan tíma en það hafi að miklu leiti verið vegna þess að væntingarnar hafi ekki verið mjög háar. Skoðanakannanir sýna að Biden er með nokkurt forskot í næstu ríkjum þar sem forvalið fer fram. Á morgun greiða Demókratar í fjórum ríkjum atkvæði í forvalinu. Arizona, Flórída, Illinois og Ohio. Biden er með afgerandi forskot í öllum ríkjunum, miðað við skoðanakannanir og þá sérstaklega í Flórída, þar sem flestir landsfundarfulltrúar eru í boði. Samkvæmt tölfræðimiðlinum FiveThirtyEight mælist Biden með 65,2 prósenta fylgi í Flórída og Sanders með 24 prósent. Tulsi Gabbard, sem er enn í framboði, einhverra hluta vegna, mælist með 1,1 prósent. Það eru því allar líkur á því að forskot Biden muni aukast á morgun og varpa frekari skugga á framtíð framboðs Sanders. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Eldur í bifreið og útihúsgögnum Innlent Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Erlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Fleiri fréttir Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Sjá meira
Þeir Joe Biden og Bernie Sanders héldu í nótt fyrstu kappræðurnar í forvali Demókrataflokksins þar sem einungis tveir frambjóðendur tóku þátt. Þrátt fyrir að einungis þrjár vikur séu frá síðustu kappræðum hefur staðan breyst til muna síðan þá. Biden er nú með nokkuð forskot á Sanders í forvalinu og þykist nánast öruggt að hann muni hljóta tilnefninguna. Það var því til mikils að vinna hjá Sanders í nótt og gerði hann ítrekaðar tilraunir til að aðgreina sig frá Biden og gagnrýna varaforsetann fyrrverandi fyrir störf hans í gegnum tíðina en hann var áður öldungadeildarþingmaður. Kappræðurnar byrjuðu á því að dágóðum tíma var varið í umræðu um kórónuveiruna og varpaði sú umræða ljósi á mismunandi sjónarhorn frambjóðendanna. Biden, sem studdi björgun fjármálafyrirtækja árið 2008, sagði mögulegt að slíkra aðgerða væri þörf á nýjan leik vegna heimsfaraldursins. Sanders, sem var andsnúinn björgun fjármálafyrirtækja í hruninu og er mikill gagnrýnandi fjármálafyrirtækja, lagði til að leggja skatt á auðjöfra í staðinn. watch on YouTube Báðir voru þeir þó sammála um að Donald Trump, núverandi forseti, hefði staðið sig illa varðandi kórónuveirunar. „Það fyrsta sem við þurfum að gera, er að þagga í þessum forseta,“ sagði Sanders. Hann sagði Trump grafa undan vísindamönnum og sérfræðingum sem væru að reyna að hjálpa fólki. Trump hefur verið gagnrýndur fyrir slíkt á undanförnum dögum. Að öðru leyti var Trump lítið nefndur í kappræðunum. Sanders sneri umræðunni um kórónuveiruna fljótlega í umræðu um heilbrigðiskerfi og sagði Bandaríkin þurfa á breytingum að halda. Hann sagðist muna berjast fyrir því að allir Bandaríkjamenn fengju aðgang að heilbrigðiskerfinu. Biden sagði þó að slíkt myndi ekki breyta stöðunni. Benti hann á að Ítalía væri með slíkt heilbrigðiskerfi og það hefði ekki hjálpað þeim. watch on YouTube Sanders kom nokkrum góðum skotum á Biden þegar hann gagnrýndi hann fyrir ýmis atkvæði hans á undanförnum áratugum. Eins og það að Biden hafi greitt atkvæði með innrásinni í Írak 2003 og ýmislegt annað. Þá sagðist Biden ætla að velja konu sem varaforsetaefni og Sanders sagðist líklega ætla að gera það einnig. Sjá einnig: Biden vill konu sem varaforsetaefni Greinendur og sérfræðingar eru heilt yfir þeirrar skoðunar að Biden hafi komið betur út úr kappræðunum en Sanders. Hann hafi í raun ekki komið jafn vel út úr kappræðum í langan tíma en það hafi að miklu leiti verið vegna þess að væntingarnar hafi ekki verið mjög háar. Skoðanakannanir sýna að Biden er með nokkurt forskot í næstu ríkjum þar sem forvalið fer fram. Á morgun greiða Demókratar í fjórum ríkjum atkvæði í forvalinu. Arizona, Flórída, Illinois og Ohio. Biden er með afgerandi forskot í öllum ríkjunum, miðað við skoðanakannanir og þá sérstaklega í Flórída, þar sem flestir landsfundarfulltrúar eru í boði. Samkvæmt tölfræðimiðlinum FiveThirtyEight mælist Biden með 65,2 prósenta fylgi í Flórída og Sanders með 24 prósent. Tulsi Gabbard, sem er enn í framboði, einhverra hluta vegna, mælist með 1,1 prósent. Það eru því allar líkur á því að forskot Biden muni aukast á morgun og varpa frekari skugga á framtíð framboðs Sanders.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Eldur í bifreið og útihúsgögnum Innlent Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Erlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Fleiri fréttir Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Sjá meira