Fjölmiðlafrumvarp og breytingar á lögum um RÚV meðal frumvarpa sem dreift var á Alþingi í dag Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. nóvember 2020 23:25 Lilja Alfreðsdóttir á Alþingi. Vísir/Vilhelm Nýtt frumvarp mennta- og menningarmálaráðherra um stuðning við einkarekna fjölmiðla var birt á vef Alþingis í kvöld. Auk fjölda annarra frumvarpa sem dreift var á Alþingi í dag, hefur sömuleiðis verið birt frumvarp um breytingar á lögum um Ríkisútvarpið sem varða upplýsingarétt almennings um tiltekin atriði er varða starfsmenn Ríkisútvarpsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu er nýja frumvarpið um stuðning við einkarekna fjölmiðla samið í samvinnu með fulltrúum allra stjórnarflokkanna, Vinstri Grænna og Sjálfstæðisflokks auk Framsóknarflokks, ólíkt því sem átti við um fyrra frumvarp um sama efni, þar sem fulltrúar VG og Sjálfstæðisflokks komu ekki að vinnunni. Samhliða stendur yfir frekari vinna í þágu minni- og staðbundna fjölmiðla sem kynnt verður á næstunni. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins munu þó gera nokkra fyrirvara við frumvarpið. Umfang og fjöldi umsókna um styrk frá ríkinu vegna fjölmiðlareksturs á einkamarkaði mun ráða því hvernig stuðningur dreifist endanlega milli fjölmiðla samkvæmt frumvarpinu. Gert er ráð fyrir að stuðningurinn verði í formi styrkja sem miðist við allt að 25% af stuðningshæfum rekstarakostnaði viðkomandi fjölmiðils og getur stuðningur til hvers umsækjenda ekki orðið hærri en sem nemur fjórðungi af fjárveitingu til verkefnisins. Gert er ráð fyrir að árlegur kostnaður ríkissjóðs vegna þessa verði um 400 milljónir á ári. Fari heildarfjárhæð samþykktra umsókna um stuðningshæfan rekstrarkostnað umfram fjárveitingar til verkefnisins, skerðist stuðningur til allra fjölmiðla sem sækja um styrk í jöfnum hlutföllum. Þannig verði úthlutun styrkja háttað með sambærilegum hætti og gert var samkvæmt bráðabirgðaákvæði sem stuðst var við í tengslum við sérstakan stuðning við einkarekna fjölmiðla, sem samþykktur var með lögum í sumar sem hluti af aðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna áhrifa af völdum kórónuveirufaraldursins. „Úthlutun á grundvelli reglugerðarinnar gaf góða raun, og því var ákveðið að taka mið af henni við útfærslu á varanlegu úrræði sem mundi mæta rekstrarvanda einkarekinna fjölmiðla,“ segir í greinargerð með nýja frumvarpinu. Fór ekki í samráðsgátt Markmið frumvarpsins er að veita einkareknum fjölmiðlum stuðning í formi endurgreiðslu á hluta kostnaðar sem fellur til við að afla og miðla fréttum, fréttatengdu efni og umfjöllun um samfélagsleg málefni hér á landi og þurfa þeir fjölmiðlar sem eiga rétt á styrk að uppfylla ýmis skilyrði. „Nokkrar athugasemdir bárust frá hagaðilum vegna úthlutunar á sérstökum stuðningi til einkarekinna fjölmiðla vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Meðal annars var gerð athugasemd við þröng skilyrði reglugerðar mennta- og menningarmálaráðherra, og þá var einnig gerð athugasemd við það skilyrði að fjölmiðli bæri að hafa efnistök sín fjölbreytt. Þá hefur einnig komið fram í samtölum við framkvæmdastjóra fjölmiðlanefndar að flókið hafi verið að meta hvort efnistök fjölmiðils væru sannanlega fjölbreytt og hefðu breiða skírskotun,“ segir í greinargerðinni. Tekið hafi verið mið af athugasemdum sem fram hafi komið við úthlutun styrkja í tengslum við aðgerðir vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins. Ekki hafi aftur á móti gefist ráðrúm til að kynna frumvarpið í samráðsgátt stjórnvalda þar sem lagt er til að breytingarnar sem frumvarpið kveður á um taki gildi innan skamms tíma. Gert er ráð fyrir að lögin taki gildi um áramótin en nauðsynlegt er að samþykki ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, liggi fyrir áður en þau koma til framkvæmda. Tregða við birtingu lista yfir umsækjendur um stöðu útvarpsstjóra kveikjan að RÚV-frumvarpinu Um frumvarpið sem varðar breytingar á lögum um Ríkisútvarpið segir í greinargerð að það feli í sér „skýrari upplýsingarétt almennings er varðar málefni Ríkisútvarpsins og tekur af skarið um að réttur almennings nær til upplýsinga um málefni starfsmanna Ríkisútvarpsins líkt og um starfsmenn stjórnvalda í skilningi upplýsingalaga. Er það til þess fallið að auka gagnsæi í starfsemi Ríkisútvarpsins. Frumvarpið hefur ekki sérstök áhrif að öðru leyti á stjórnsýslu ríkisins, enda er ekki um grundvallarbreytingu að ræða.“ Tilefni frumvarpsins er athugasemd umboðsmanns Alþingis til mennta- og menningarmálaráðherra þar sem umboðsmaður gerði margvíslegar athugasemdir í framhaldi af úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál „þar sem staðfest var ákvörðun Ríkisútvarpsins ohf. um að synja beiðni kvartanda um aðgang að upplýsingum um umsækjendur um starf útvarpsstjóra hjá félaginu.“ Samkvæmt greinargerð með frumvarpinu er það til þess fallið „að auka gagnsæi í starfsemi Ríkisútvarpsins. Frumvarpið hefur ekki sérstök áhrif að öðru leyti á stjórnsýslu ríkisins, enda er ekki um grundvallarbreytingu að ræða,“ Fjölmiðlar Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Fleiri fréttir Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Sjá meira
Samkvæmt heimildum fréttastofu er nýja frumvarpið um stuðning við einkarekna fjölmiðla samið í samvinnu með fulltrúum allra stjórnarflokkanna, Vinstri Grænna og Sjálfstæðisflokks auk Framsóknarflokks, ólíkt því sem átti við um fyrra frumvarp um sama efni, þar sem fulltrúar VG og Sjálfstæðisflokks komu ekki að vinnunni. Samhliða stendur yfir frekari vinna í þágu minni- og staðbundna fjölmiðla sem kynnt verður á næstunni. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins munu þó gera nokkra fyrirvara við frumvarpið. Umfang og fjöldi umsókna um styrk frá ríkinu vegna fjölmiðlareksturs á einkamarkaði mun ráða því hvernig stuðningur dreifist endanlega milli fjölmiðla samkvæmt frumvarpinu. Gert er ráð fyrir að stuðningurinn verði í formi styrkja sem miðist við allt að 25% af stuðningshæfum rekstarakostnaði viðkomandi fjölmiðils og getur stuðningur til hvers umsækjenda ekki orðið hærri en sem nemur fjórðungi af fjárveitingu til verkefnisins. Gert er ráð fyrir að árlegur kostnaður ríkissjóðs vegna þessa verði um 400 milljónir á ári. Fari heildarfjárhæð samþykktra umsókna um stuðningshæfan rekstrarkostnað umfram fjárveitingar til verkefnisins, skerðist stuðningur til allra fjölmiðla sem sækja um styrk í jöfnum hlutföllum. Þannig verði úthlutun styrkja háttað með sambærilegum hætti og gert var samkvæmt bráðabirgðaákvæði sem stuðst var við í tengslum við sérstakan stuðning við einkarekna fjölmiðla, sem samþykktur var með lögum í sumar sem hluti af aðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna áhrifa af völdum kórónuveirufaraldursins. „Úthlutun á grundvelli reglugerðarinnar gaf góða raun, og því var ákveðið að taka mið af henni við útfærslu á varanlegu úrræði sem mundi mæta rekstrarvanda einkarekinna fjölmiðla,“ segir í greinargerð með nýja frumvarpinu. Fór ekki í samráðsgátt Markmið frumvarpsins er að veita einkareknum fjölmiðlum stuðning í formi endurgreiðslu á hluta kostnaðar sem fellur til við að afla og miðla fréttum, fréttatengdu efni og umfjöllun um samfélagsleg málefni hér á landi og þurfa þeir fjölmiðlar sem eiga rétt á styrk að uppfylla ýmis skilyrði. „Nokkrar athugasemdir bárust frá hagaðilum vegna úthlutunar á sérstökum stuðningi til einkarekinna fjölmiðla vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Meðal annars var gerð athugasemd við þröng skilyrði reglugerðar mennta- og menningarmálaráðherra, og þá var einnig gerð athugasemd við það skilyrði að fjölmiðli bæri að hafa efnistök sín fjölbreytt. Þá hefur einnig komið fram í samtölum við framkvæmdastjóra fjölmiðlanefndar að flókið hafi verið að meta hvort efnistök fjölmiðils væru sannanlega fjölbreytt og hefðu breiða skírskotun,“ segir í greinargerðinni. Tekið hafi verið mið af athugasemdum sem fram hafi komið við úthlutun styrkja í tengslum við aðgerðir vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins. Ekki hafi aftur á móti gefist ráðrúm til að kynna frumvarpið í samráðsgátt stjórnvalda þar sem lagt er til að breytingarnar sem frumvarpið kveður á um taki gildi innan skamms tíma. Gert er ráð fyrir að lögin taki gildi um áramótin en nauðsynlegt er að samþykki ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, liggi fyrir áður en þau koma til framkvæmda. Tregða við birtingu lista yfir umsækjendur um stöðu útvarpsstjóra kveikjan að RÚV-frumvarpinu Um frumvarpið sem varðar breytingar á lögum um Ríkisútvarpið segir í greinargerð að það feli í sér „skýrari upplýsingarétt almennings er varðar málefni Ríkisútvarpsins og tekur af skarið um að réttur almennings nær til upplýsinga um málefni starfsmanna Ríkisútvarpsins líkt og um starfsmenn stjórnvalda í skilningi upplýsingalaga. Er það til þess fallið að auka gagnsæi í starfsemi Ríkisútvarpsins. Frumvarpið hefur ekki sérstök áhrif að öðru leyti á stjórnsýslu ríkisins, enda er ekki um grundvallarbreytingu að ræða.“ Tilefni frumvarpsins er athugasemd umboðsmanns Alþingis til mennta- og menningarmálaráðherra þar sem umboðsmaður gerði margvíslegar athugasemdir í framhaldi af úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál „þar sem staðfest var ákvörðun Ríkisútvarpsins ohf. um að synja beiðni kvartanda um aðgang að upplýsingum um umsækjendur um starf útvarpsstjóra hjá félaginu.“ Samkvæmt greinargerð með frumvarpinu er það til þess fallið „að auka gagnsæi í starfsemi Ríkisútvarpsins. Frumvarpið hefur ekki sérstök áhrif að öðru leyti á stjórnsýslu ríkisins, enda er ekki um grundvallarbreytingu að ræða,“
Fjölmiðlar Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Fleiri fréttir Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Sjá meira