Brotaþolar geti fylgst með máli sínu í stafrænni gátt Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. nóvember 2020 21:13 Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri. Vísir/Vilhelm Unnið er að uppsetningu rafrænnar gáttar þar sem þolendum kynferðisbrota verður gert kleift að fylgjast með framgangi mála sinna þannig að þeir geti fylgst með því hvar mál þeirra er statt í ferlinu. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri sagði frá þessu í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Tilefni viðtalsins voru fréttir af dómi Landsréttar sem mildaði dóm héraðsdóms í nauðgunarmáli í skilorðsbundinn dóm vegna verulegs dráttar á meðferð málsins. „Nú er þetta auðvitað þannig að við heyrum bara af málum sem fá ekki farsæla lausn, það er aðallega fjallað um þau mál sem að tefjast úr hófi og við náttúrlega erum alltaf að reyna að bæta þjónustuna,“ sagði Sigríður, spurð hvort hún hafi áhyggjur af tíðum fréttum af slíkum málum, það er þegar dómar eru jafnvel mildaðir þar sem meðferð mála hefur tekið óhóflega langan tíma. Reynt sé í sífellu að bæta þjónustuna eftir ýmsum leiðum. „Nýta okkur stafræna þjónustu, til dæmis núna er hægt að fara með gæsluvarðhaldsmál alla leið inn í héraðsdóm bara í svokallaðri réttarvörslugátt þar sem að aldrei þarf að prenta út eða að ljósrita eða neitt slíkt, heldur eru ferli miklu skírari,“ segir Sigríður. Mælaborðið skipti sköpum „Svo höfum við verið að vinna með svona mælaborð þannig að við eigum alltaf að sjá hvað er mikið af málum í hverri deild,“ bætir hún við. Þannig sé til dæmis hægt að fylgjast með ef mál eru lögð til hliðar, til að mynda á meðan beðið er eftir niðurstöðum úr rannsókn eða öðrum gögnum, þannig að málin gleymist ekki eða bíði of lengi. „Við eigum að hafa alltaf í rauninni fyrir framan okkur nákvæmlega hver staðan er á hverjum tíma og líka hvað hver eining ræður við af málum. Þannig að þá er jafnvel hægt að fjölga í einstakri deild eða eitthvað þess háttar. Við gerðum þetta sérstaklega með kynferðisbrotadeild lrh og þar var sérstaklega farið yfir það,“ segir Sigríður. Hún hafi ekki upplýsingar um það hversu stórt hlutfall mála það er sem dragast úr hófi fram. „Auðvitað er það bara mjög bagalegt þegar mál tefjast og þá er það dómstólanna auðvitað að leggja mat á það hvort að það verði þá sakborningi í hag,“ segir Sigríður. Aðspurð kvaðst hún ekki getað tjáð sig um einstök mál en segist taka undir það að fimm ár væru allt of langur tími, frá því að brot er kært og þar til dæmt er í máli, líkt og átti við í fyrrnefndu tilfelli. Sigríður tekur þó fram að tafir geti orðið af ýmsum ástæðum. Hún ítrekar að lögreglan leitist í sífellu við að bæta þjónustuna. „Núna er verið að vinna sérstaka gátt fyrir þolendur kynferðisbrota þar sem að þeir geta farið inn og skoðað hvar málið þeirra er statt og það sé samanburður við önnur mál, um hvað má búast við að þetta geti tekið langan tíma svo það séu nokkurn veginn raunhæfar væntingar,“ útskýrir Sigríður. Hún bindi vonir við að í framtíðinni verði sambærileg þjónusta í boði vegna annarra tegunda brota þannig að bæði þolendur og sakborningar geti fylgst með framvindu þeirra mála er þau varðar. „Við erum að reyna að mæta fólki þannig að þau sjái hvað þetta tekur langan tíma.“ Hún bendir á að rannsóknir geti í eðli sínu tekið langan tíma, málum þurfi að forgangsraða sem geti bitnað á hraða við vinnslu annarra mála og að mannafla innan lögreglunnar þurfi að nýta með sem skilvirkustum hætti. Allir leggist á eitt við að reyna að flýta málum og vinna þau hratt og vel. „Í fullkomnum heimi værum við með fleiri menn og höfum svo sem óskað eftir því í mörg ár. En það hefur verið veitt auknu fé í lögreglu, við höfum fengið minni aðhaldskröfu en aðrir og svo á tímabili var það bara einfaldlega þannig að það var ekki einu sinni framboð á lögreglufólki,“ segir Sigríður. Enn sé verið að vinda ofan af því. Lögreglumál Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri sagði frá þessu í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Tilefni viðtalsins voru fréttir af dómi Landsréttar sem mildaði dóm héraðsdóms í nauðgunarmáli í skilorðsbundinn dóm vegna verulegs dráttar á meðferð málsins. „Nú er þetta auðvitað þannig að við heyrum bara af málum sem fá ekki farsæla lausn, það er aðallega fjallað um þau mál sem að tefjast úr hófi og við náttúrlega erum alltaf að reyna að bæta þjónustuna,“ sagði Sigríður, spurð hvort hún hafi áhyggjur af tíðum fréttum af slíkum málum, það er þegar dómar eru jafnvel mildaðir þar sem meðferð mála hefur tekið óhóflega langan tíma. Reynt sé í sífellu að bæta þjónustuna eftir ýmsum leiðum. „Nýta okkur stafræna þjónustu, til dæmis núna er hægt að fara með gæsluvarðhaldsmál alla leið inn í héraðsdóm bara í svokallaðri réttarvörslugátt þar sem að aldrei þarf að prenta út eða að ljósrita eða neitt slíkt, heldur eru ferli miklu skírari,“ segir Sigríður. Mælaborðið skipti sköpum „Svo höfum við verið að vinna með svona mælaborð þannig að við eigum alltaf að sjá hvað er mikið af málum í hverri deild,“ bætir hún við. Þannig sé til dæmis hægt að fylgjast með ef mál eru lögð til hliðar, til að mynda á meðan beðið er eftir niðurstöðum úr rannsókn eða öðrum gögnum, þannig að málin gleymist ekki eða bíði of lengi. „Við eigum að hafa alltaf í rauninni fyrir framan okkur nákvæmlega hver staðan er á hverjum tíma og líka hvað hver eining ræður við af málum. Þannig að þá er jafnvel hægt að fjölga í einstakri deild eða eitthvað þess háttar. Við gerðum þetta sérstaklega með kynferðisbrotadeild lrh og þar var sérstaklega farið yfir það,“ segir Sigríður. Hún hafi ekki upplýsingar um það hversu stórt hlutfall mála það er sem dragast úr hófi fram. „Auðvitað er það bara mjög bagalegt þegar mál tefjast og þá er það dómstólanna auðvitað að leggja mat á það hvort að það verði þá sakborningi í hag,“ segir Sigríður. Aðspurð kvaðst hún ekki getað tjáð sig um einstök mál en segist taka undir það að fimm ár væru allt of langur tími, frá því að brot er kært og þar til dæmt er í máli, líkt og átti við í fyrrnefndu tilfelli. Sigríður tekur þó fram að tafir geti orðið af ýmsum ástæðum. Hún ítrekar að lögreglan leitist í sífellu við að bæta þjónustuna. „Núna er verið að vinna sérstaka gátt fyrir þolendur kynferðisbrota þar sem að þeir geta farið inn og skoðað hvar málið þeirra er statt og það sé samanburður við önnur mál, um hvað má búast við að þetta geti tekið langan tíma svo það séu nokkurn veginn raunhæfar væntingar,“ útskýrir Sigríður. Hún bindi vonir við að í framtíðinni verði sambærileg þjónusta í boði vegna annarra tegunda brota þannig að bæði þolendur og sakborningar geti fylgst með framvindu þeirra mála er þau varðar. „Við erum að reyna að mæta fólki þannig að þau sjái hvað þetta tekur langan tíma.“ Hún bendir á að rannsóknir geti í eðli sínu tekið langan tíma, málum þurfi að forgangsraða sem geti bitnað á hraða við vinnslu annarra mála og að mannafla innan lögreglunnar þurfi að nýta með sem skilvirkustum hætti. Allir leggist á eitt við að reyna að flýta málum og vinna þau hratt og vel. „Í fullkomnum heimi værum við með fleiri menn og höfum svo sem óskað eftir því í mörg ár. En það hefur verið veitt auknu fé í lögreglu, við höfum fengið minni aðhaldskröfu en aðrir og svo á tímabili var það bara einfaldlega þannig að það var ekki einu sinni framboð á lögreglufólki,“ segir Sigríður. Enn sé verið að vinda ofan af því.
Lögreglumál Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira