Rannsóknir á heimskautaísnum í hættu Kjartan Kjartansson skrifar 30. nóvember 2020 15:27 CryoSat-2, evrópska gervitunglið, ári áður en því var skotið á loft árið 2010. Vísir/EPA Útlit er fyrir að gervihnattamælingar á þykkt íssins og norður- og suðurheimskautinu leggist af um nokkra ára skeið á meðan nýrrar kynslóðar gervitungla er beðið. Útlit er fyrir að gervihnattamælingar á þykkt íssins og norður- og suðurheimskautinu leggist af um nokkra ára skeið á meðan nýrrar kynslóðar gervitungla er beðið. Vísindamenn hafa varað Evrópusambandið og Geimstofnun Evrópu við áhrifunum sem það gæti haft á vöktun með loftslagsbreytingum á heimskautunum. Tvö gervitungl, evrópska geimfarið CryoSat-2 og bandaríski IceSat-2-gervihnötturinn, hafa borið hitann og þungann af rannsóknum á ísbreiðunum á norður- og suðurheimskautinu. Þau svífa yfir bæði heimskautin og eru búin hæðarmælum sem geta numið þykkt íssins. Þannig hafa þau varpað ljósi á hop hafíssins á norðurskautinu og hvernig jöklar á báðum hvelum þynnast vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. CryoSat-2 er þegar komið fram yfir þann tíma sem gert var ráð fyrir að gervitunglið yrði í notkun. Því var skotið á loft árið 2010 og átti leiðangur þess upphaflega að standa yfir í þrjú og hálft ár. Vonir standa til að farið endist til ársins 2024 en eyðing rafhlöðu þess og eldsneytisleki þýðir að líftími þess verður ekki mikið lengri. IceSat-2 átti að lifa í þrjú ár þegar honum var skotið á loft árið 2018 en vonast var til að farið gæti starfað í allt að áratug. Breska ríkisútvarpið BBC segir nær öruggt að gervitunglin tvö muni hafa sungið sitt síðasta áður en arftökum þeirra verður skotið á loft. Þannig megi vænta nokkurra ára eyðu í mælingum á heimskautaísnum. Samfella í mælingum er talin afar mikilvæg við rannsóknir á langtímabreytingum á loftslagi. Í bréfi sem hópur vísindamanna hafa skrifað framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og Geimstofnun Evrópu (ESA) er varað við afleiðingum þess að mælingarnar falli niður tímabundið. Útlit er fyrir að ekkert gervitungl fylgist með heimskautunum með hæðarmælum í tvö til fimm ár. Langtímamæliraðir um ísbreiðurnar og þykkt íssins verði þannig rofnar. Loftslagslíkön muni líða fyrir það. ESA ætlar ekki að skjóta arftaka CryoSat-2 á loft fyrr en 2027 eða 2028 eða jafnvel síðar þar sem Cristal-gervihnötturinn hefur ekki enn verið fjármagnaður að fullu. Stofnunin segir BBC að unnið sé að því hörðum höndum að gera Cristal tilbúinn eins fljótt og auðið verður. Í millitíðinni leggja vísindamennirnir til lausnir til að brúa bilið í mælingum á ísbreiðunum. Þar líta þeir til Ísbrúarinnar, verkefnis sem bandaríska geimvísindastofnunin NASA stóð fyrir frá því að fyrsta IceSat gervitunglið var tekið úr notkun árið 2010 þar til IceSat-2 fór á loft fyrir tveimur árum. Þar var notast við flugvélar með hæðarmæli sem flugu yfir norður- og suðurheimskautið og söfnuðu takmörkuðum mælingum sem hjálpuðu til við að fylla upp í átta ára langa eyðuna í gervihnattamælingunum. Loftslagsmál Vísindi Tækni Geimurinn Evrópusambandið Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira
Útlit er fyrir að gervihnattamælingar á þykkt íssins og norður- og suðurheimskautinu leggist af um nokkra ára skeið á meðan nýrrar kynslóðar gervitungla er beðið. Vísindamenn hafa varað Evrópusambandið og Geimstofnun Evrópu við áhrifunum sem það gæti haft á vöktun með loftslagsbreytingum á heimskautunum. Tvö gervitungl, evrópska geimfarið CryoSat-2 og bandaríski IceSat-2-gervihnötturinn, hafa borið hitann og þungann af rannsóknum á ísbreiðunum á norður- og suðurheimskautinu. Þau svífa yfir bæði heimskautin og eru búin hæðarmælum sem geta numið þykkt íssins. Þannig hafa þau varpað ljósi á hop hafíssins á norðurskautinu og hvernig jöklar á báðum hvelum þynnast vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. CryoSat-2 er þegar komið fram yfir þann tíma sem gert var ráð fyrir að gervitunglið yrði í notkun. Því var skotið á loft árið 2010 og átti leiðangur þess upphaflega að standa yfir í þrjú og hálft ár. Vonir standa til að farið endist til ársins 2024 en eyðing rafhlöðu þess og eldsneytisleki þýðir að líftími þess verður ekki mikið lengri. IceSat-2 átti að lifa í þrjú ár þegar honum var skotið á loft árið 2018 en vonast var til að farið gæti starfað í allt að áratug. Breska ríkisútvarpið BBC segir nær öruggt að gervitunglin tvö muni hafa sungið sitt síðasta áður en arftökum þeirra verður skotið á loft. Þannig megi vænta nokkurra ára eyðu í mælingum á heimskautaísnum. Samfella í mælingum er talin afar mikilvæg við rannsóknir á langtímabreytingum á loftslagi. Í bréfi sem hópur vísindamanna hafa skrifað framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og Geimstofnun Evrópu (ESA) er varað við afleiðingum þess að mælingarnar falli niður tímabundið. Útlit er fyrir að ekkert gervitungl fylgist með heimskautunum með hæðarmælum í tvö til fimm ár. Langtímamæliraðir um ísbreiðurnar og þykkt íssins verði þannig rofnar. Loftslagslíkön muni líða fyrir það. ESA ætlar ekki að skjóta arftaka CryoSat-2 á loft fyrr en 2027 eða 2028 eða jafnvel síðar þar sem Cristal-gervihnötturinn hefur ekki enn verið fjármagnaður að fullu. Stofnunin segir BBC að unnið sé að því hörðum höndum að gera Cristal tilbúinn eins fljótt og auðið verður. Í millitíðinni leggja vísindamennirnir til lausnir til að brúa bilið í mælingum á ísbreiðunum. Þar líta þeir til Ísbrúarinnar, verkefnis sem bandaríska geimvísindastofnunin NASA stóð fyrir frá því að fyrsta IceSat gervitunglið var tekið úr notkun árið 2010 þar til IceSat-2 fór á loft fyrir tveimur árum. Þar var notast við flugvélar með hæðarmæli sem flugu yfir norður- og suðurheimskautið og söfnuðu takmörkuðum mælingum sem hjálpuðu til við að fylla upp í átta ára langa eyðuna í gervihnattamælingunum.
Loftslagsmál Vísindi Tækni Geimurinn Evrópusambandið Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira