Kjartan segir í samtali við Vísi ekki alveg tímabært að greina frá næsta áfangastað. Það komi í ljós á næstu dögum.
„Ég er mjög þakklátur fyrir allan minn tíma hjá þessu frábæra fyrirtæki. Þetta hefur verið ævintýri frá upphafi en mér fannst kominn tími á að skipta um umhverfi og breyta til.“
Kjartan hefur starfað hjá félaginu frá árinu 2000 en hann sat í framkvæmdastjórn Sýnar frá árinu 2000. Áður var Kjartan framkvæmdastjóri hjá Íslandssíma sem varð svo Og Vodafone árið 2003 með sameingu við Tal og Halló Frjáls fjarskipti.
Þá var Kjartan landsliðsmaður Íslands í borðtennis á árum áður.
Í tilkynningunni eru Kjartani færðar þakkir fyrir mikilvægt framlag til uppbyggingar og stjórnunar tæknireksturs félagsins og óskað velfarnaðar í framtíðar verkefnum.
Vísir er í eigu Sýnar.