Hersir Aron nýr aðstoðarmaður Bjarna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. nóvember 2020 13:21 Hersir Aron Ólafsson hefur undanfarið starfað sem lögfræðingur og regluvörður Ölmu íbúðafélags hf., en áður starfaði hann hjá LOGOS lögmannsþjónustu. Vísir Hersir Aron Ólafsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra. Þetta kemur fram á vefsíðu Stjórnarráðsins. Hersir Aron fyllir í skarð Svanhildar Hólm sem hætti á dögunum sem aðstoðarmaður til að taka við starfi framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs Íslands. Hersir Aron Ólafsson er skráður sem aðstoðarmaður ráðherra á vefsíðu Stjórnarráðsins. Hersir Aron er lögfræðingur að mennt frá Háskóla Íslands hvar hann vann til verðlauna fyrir námsárangur sinn. Honum hefur brugðið fyrir í auglýsingum háskólans fyrir laganám. Hann starfaði sem blaðamaður hjá Morgunblaðinu, síðar á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar auk þess að vera einn þáttastjórnenda Íslands í dag. Hersir Aron verður annar tveggja aðstoðarmanna Bjarna en auk þess er Páll Ásgeir Guðmundsson aðstoðarmaður hans. Bjarni Benediktsson á tröppum Ráðherrabústaðarins í Tjarnargötu.Vísir/Vilhelm Hersir Aron hefur vakið athygli fyrir pistlaskrif sín þar sem hann hefur meðal annars skrifað um forsjárhyggju, tíst dómsmálaráðherra um áfengissölu innanlands, frelsið og dauðarefsingar. Sömuleiðis fyrir skrif um þá sem berjast fyrir nýrri stjórnarskrá og framgöngu þeirra. Ráðuneytið hefur eftir að frétt Vísis birtist sent frá sér tilkynningu um ráðninguna. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra hefur ráðið Hersi Aron Ólafsson sem aðstoðarmann sinn. Hersir er stúdent frá Verzlunarskóla Íslands og hefur lokið BA-og meistaraprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands, auk prófs í verðbréfaviðskiptum. Undanfarið hefur Hersir starfað sem lögfræðingur og regluvörður Ölmu íbúðafélags hf., en áður starfaði hann hjá LOGOS lögmannsþjónustu, sem fréttamaður og þáttastjórnandi í Íslandi í dag á Stöð 2 og sem blaðamaður hjá Árvakri. Hersir hefur jafnframt verið virkur í félagsstörfum og meðal annars setið í stjórn bókaútgáfunnar Codex, gegnt starfi varaformanns Orators, félags laganema, og þjálfað ræðulið Verzlunarskóla Íslands. Sambýliskona Hersis er Rósa Kristinsdóttir, yfirlögfræðingur Akta sjóða hf. Vistaskipti Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Hersir Aron fyllir í skarð Svanhildar Hólm sem hætti á dögunum sem aðstoðarmaður til að taka við starfi framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs Íslands. Hersir Aron Ólafsson er skráður sem aðstoðarmaður ráðherra á vefsíðu Stjórnarráðsins. Hersir Aron er lögfræðingur að mennt frá Háskóla Íslands hvar hann vann til verðlauna fyrir námsárangur sinn. Honum hefur brugðið fyrir í auglýsingum háskólans fyrir laganám. Hann starfaði sem blaðamaður hjá Morgunblaðinu, síðar á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar auk þess að vera einn þáttastjórnenda Íslands í dag. Hersir Aron verður annar tveggja aðstoðarmanna Bjarna en auk þess er Páll Ásgeir Guðmundsson aðstoðarmaður hans. Bjarni Benediktsson á tröppum Ráðherrabústaðarins í Tjarnargötu.Vísir/Vilhelm Hersir Aron hefur vakið athygli fyrir pistlaskrif sín þar sem hann hefur meðal annars skrifað um forsjárhyggju, tíst dómsmálaráðherra um áfengissölu innanlands, frelsið og dauðarefsingar. Sömuleiðis fyrir skrif um þá sem berjast fyrir nýrri stjórnarskrá og framgöngu þeirra. Ráðuneytið hefur eftir að frétt Vísis birtist sent frá sér tilkynningu um ráðninguna. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra hefur ráðið Hersi Aron Ólafsson sem aðstoðarmann sinn. Hersir er stúdent frá Verzlunarskóla Íslands og hefur lokið BA-og meistaraprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands, auk prófs í verðbréfaviðskiptum. Undanfarið hefur Hersir starfað sem lögfræðingur og regluvörður Ölmu íbúðafélags hf., en áður starfaði hann hjá LOGOS lögmannsþjónustu, sem fréttamaður og þáttastjórnandi í Íslandi í dag á Stöð 2 og sem blaðamaður hjá Árvakri. Hersir hefur jafnframt verið virkur í félagsstörfum og meðal annars setið í stjórn bókaútgáfunnar Codex, gegnt starfi varaformanns Orators, félags laganema, og þjálfað ræðulið Verzlunarskóla Íslands. Sambýliskona Hersis er Rósa Kristinsdóttir, yfirlögfræðingur Akta sjóða hf.
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra hefur ráðið Hersi Aron Ólafsson sem aðstoðarmann sinn. Hersir er stúdent frá Verzlunarskóla Íslands og hefur lokið BA-og meistaraprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands, auk prófs í verðbréfaviðskiptum. Undanfarið hefur Hersir starfað sem lögfræðingur og regluvörður Ölmu íbúðafélags hf., en áður starfaði hann hjá LOGOS lögmannsþjónustu, sem fréttamaður og þáttastjórnandi í Íslandi í dag á Stöð 2 og sem blaðamaður hjá Árvakri. Hersir hefur jafnframt verið virkur í félagsstörfum og meðal annars setið í stjórn bókaútgáfunnar Codex, gegnt starfi varaformanns Orators, félags laganema, og þjálfað ræðulið Verzlunarskóla Íslands. Sambýliskona Hersis er Rósa Kristinsdóttir, yfirlögfræðingur Akta sjóða hf.
Vistaskipti Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira