Telja ekki hagsmuni barna að eineltismál séu rekin í fjölmiðlum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. nóvember 2020 12:48 Garðaskóli í Garðabæ. Garðaskóli Bæjarstjóri í Garðabæ segir að í undantekningartilfellum dugi ekki aðgerðaráætlanir í eineltismálum til að leysa mál sem komi upp. Mál sem varði samskiptavandamál geti verið sérstaklega erfið þegar börn eigi í hlut. Þá hafi börn ekki hag af því að slík mál séu rakin í fjölmiðlum. Ríkisútvarpið greindi frá málinu um helgina sem snýr að ungri stúlku í Garðabæ. Foreldrar hennar urðu þess áskynja að henni liði ekki vel í Hofstaðaskóla sem er fyrir nemendur í 1. til 7. bekk. Eftir flutning yfir í Garðaskóla, sem er fyrir nemendur í efstu bekkjum grunnskóla, var svo komið að foreldrar ákváðu að halda henni heima. Hún er nú í heimakennslu og tekur engan þátt í félagsstörfum. Foreldrar barnsins segjast ráðþrota vegna skorts á svörum frá skólanum og bæjaryfirvöldum. Engin bein samskipti við foreldra Foreldrar barnsins segja um eineltismál að ræða á meðan skólayfirvöld vísi til samskiptavanda. RÚV sagði frá því að tilfinningaþrunginn fundur foreldra með skólayfirvöldum hefði farið fram hafi foreldrum verið meinað að hafa samband í tölvupósti eða síma. Öll samskipti fari fram í gegnum millilið. Mennta- og menningarmálaráðuneytið sendi bréf til bæjarstjóra Garðabæjar í nóvember og lýsti yfir áhyggjum á því að málið væri komið í þennan farvegi. Ekki samrýmdist lögum að loka á samskipti við foreldra. Þá væri óeðlilegt að málinu hefði verið lokað í júní án þess að fullnægjandi árangur hefði náðst. Lögbundin skylda hvíli á Garðabæ að takast á við vandann. Segir starfsmenn vinna faglega að lausn Jóhann Skagfjörð Magnússon, skólastjóri Garðaskóla, hefur ekki viljað tjá sig um málið þar sem það varði málefni einstakra nemenda. Bæjarstjóri í Garðabæ sendir frá sér tilkynningu í dag þar sem hann svarar gagnrýni á almennum nótum. „Bæði sveitarfélagið og grunnskólar þess leggja ríka áherslu á þá skyldu sína að tryggja á öllum tímum velferð, vellíðan og öryggi allra nemenda í skólanum. Starfsmenn grunnskólanna og sveitarfélagsins leggja sig þannig fram í störfum sínum og vinna faglega að lausn allra þeirra mála sem upp koma í skólasamfélaginu,“ segir Gunnar Einarsson bæjarstjóri. „Í Garðabæ eru slík mál unnin í samræmi við viðeigandi aðgerðaráætlanir, sem sæta sífelldri endurskoðun. Vinnu eftir slíkum áætlunum er ætlað að tryggja faglega og vandaða málsmeðferð með það að leiðarljósi að ná fram farsælli lausn og tryggja hagsmuni þeirra barna sem í hlut eiga.“ Í undantekningartilfellum dugi það hins vegar því miður ekki til. Málið í vinnslu í ráðuneytinu „Mál er varða samskipti og samskiptavandamál eru sérstaklega erfið og vandmeðfarin, sér í lagi þegar börn eiga í hlut. Eðli slíkra mála er að á þeim geta verið margar hliðar og sæta stöðugri úrvinnslu starfsmanna og annarra fagaðila þar til að viðunandi lausn fæst.“ Þannig hafi starfsmenn grunnskólans og sveitarfélagsins lagt mikla vinnu í að leita leiða til að leysa umrætt mál á öllum stigum þess, og leitað ráðgjafar utanaðkomandi fagaðila, m.a. fagráðs eineltismála. Málið sé og hafi verið í stöðugri vinnslu, m.a. með aðkomu mennta- og menningarmálaráðuneytisins. „Að öðru leyti vísar sveitarfélagið til þess að það getur ekki tjáð sig opinberlega um einstök mál sem til meðferðar eru og mun því ekki taka þátt frekari fjölmiðlaumfjöllun eða annarri umræðu um málið. Af hálfu Garðabæjar er þó rétt að taka fram að sveitarfélagið telur það ekki hagsmuni þeirra barna sem í hlut eiga, að mál sem þetta sé rekið í fjölmiðlum.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu stóð að stúlkan hefði hætt í Hofstaðaskóla en það var ekki rétt. Garðabær Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Réttindi barna Tengdar fréttir Björgvin Páll ósáttur með eineltisumræðu: „Fólk er hreinlega tilbúið að taka 10 ára börn af lífi“ Björgvin Páll Gústavsson landsliðsmaður í handbolta segir það gjörsamlega galið að fólk skuli hafa skipt sér í fylkingar í umræðu um eineltismál í grunnskólum. 25. október 2020 23:34 Brosir hringinn eftir skilaboð frá þeim sem hann dýrkar og dáir mest 24. október 2020 22:46 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Ríkisútvarpið greindi frá málinu um helgina sem snýr að ungri stúlku í Garðabæ. Foreldrar hennar urðu þess áskynja að henni liði ekki vel í Hofstaðaskóla sem er fyrir nemendur í 1. til 7. bekk. Eftir flutning yfir í Garðaskóla, sem er fyrir nemendur í efstu bekkjum grunnskóla, var svo komið að foreldrar ákváðu að halda henni heima. Hún er nú í heimakennslu og tekur engan þátt í félagsstörfum. Foreldrar barnsins segjast ráðþrota vegna skorts á svörum frá skólanum og bæjaryfirvöldum. Engin bein samskipti við foreldra Foreldrar barnsins segja um eineltismál að ræða á meðan skólayfirvöld vísi til samskiptavanda. RÚV sagði frá því að tilfinningaþrunginn fundur foreldra með skólayfirvöldum hefði farið fram hafi foreldrum verið meinað að hafa samband í tölvupósti eða síma. Öll samskipti fari fram í gegnum millilið. Mennta- og menningarmálaráðuneytið sendi bréf til bæjarstjóra Garðabæjar í nóvember og lýsti yfir áhyggjum á því að málið væri komið í þennan farvegi. Ekki samrýmdist lögum að loka á samskipti við foreldra. Þá væri óeðlilegt að málinu hefði verið lokað í júní án þess að fullnægjandi árangur hefði náðst. Lögbundin skylda hvíli á Garðabæ að takast á við vandann. Segir starfsmenn vinna faglega að lausn Jóhann Skagfjörð Magnússon, skólastjóri Garðaskóla, hefur ekki viljað tjá sig um málið þar sem það varði málefni einstakra nemenda. Bæjarstjóri í Garðabæ sendir frá sér tilkynningu í dag þar sem hann svarar gagnrýni á almennum nótum. „Bæði sveitarfélagið og grunnskólar þess leggja ríka áherslu á þá skyldu sína að tryggja á öllum tímum velferð, vellíðan og öryggi allra nemenda í skólanum. Starfsmenn grunnskólanna og sveitarfélagsins leggja sig þannig fram í störfum sínum og vinna faglega að lausn allra þeirra mála sem upp koma í skólasamfélaginu,“ segir Gunnar Einarsson bæjarstjóri. „Í Garðabæ eru slík mál unnin í samræmi við viðeigandi aðgerðaráætlanir, sem sæta sífelldri endurskoðun. Vinnu eftir slíkum áætlunum er ætlað að tryggja faglega og vandaða málsmeðferð með það að leiðarljósi að ná fram farsælli lausn og tryggja hagsmuni þeirra barna sem í hlut eiga.“ Í undantekningartilfellum dugi það hins vegar því miður ekki til. Málið í vinnslu í ráðuneytinu „Mál er varða samskipti og samskiptavandamál eru sérstaklega erfið og vandmeðfarin, sér í lagi þegar börn eiga í hlut. Eðli slíkra mála er að á þeim geta verið margar hliðar og sæta stöðugri úrvinnslu starfsmanna og annarra fagaðila þar til að viðunandi lausn fæst.“ Þannig hafi starfsmenn grunnskólans og sveitarfélagsins lagt mikla vinnu í að leita leiða til að leysa umrætt mál á öllum stigum þess, og leitað ráðgjafar utanaðkomandi fagaðila, m.a. fagráðs eineltismála. Málið sé og hafi verið í stöðugri vinnslu, m.a. með aðkomu mennta- og menningarmálaráðuneytisins. „Að öðru leyti vísar sveitarfélagið til þess að það getur ekki tjáð sig opinberlega um einstök mál sem til meðferðar eru og mun því ekki taka þátt frekari fjölmiðlaumfjöllun eða annarri umræðu um málið. Af hálfu Garðabæjar er þó rétt að taka fram að sveitarfélagið telur það ekki hagsmuni þeirra barna sem í hlut eiga, að mál sem þetta sé rekið í fjölmiðlum.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu stóð að stúlkan hefði hætt í Hofstaðaskóla en það var ekki rétt.
Garðabær Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Réttindi barna Tengdar fréttir Björgvin Páll ósáttur með eineltisumræðu: „Fólk er hreinlega tilbúið að taka 10 ára börn af lífi“ Björgvin Páll Gústavsson landsliðsmaður í handbolta segir það gjörsamlega galið að fólk skuli hafa skipt sér í fylkingar í umræðu um eineltismál í grunnskólum. 25. október 2020 23:34 Brosir hringinn eftir skilaboð frá þeim sem hann dýrkar og dáir mest 24. október 2020 22:46 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Björgvin Páll ósáttur með eineltisumræðu: „Fólk er hreinlega tilbúið að taka 10 ára börn af lífi“ Björgvin Páll Gústavsson landsliðsmaður í handbolta segir það gjörsamlega galið að fólk skuli hafa skipt sér í fylkingar í umræðu um eineltismál í grunnskólum. 25. október 2020 23:34