Telur fálkadauða mega rekja til rjúpnaleysis Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. nóvember 2020 08:26 Dauði fálkinn við andapollinn hjá Sundlaug Akureyrar. Margrét Sóley Matthíasdóttir Sex dauðir eða deyjandi fálkar hafa fundist hér á landi í nóvember. Þrír ungar og þrír fullorðnir. Tveir þeirra hafa fundist á Akureyri. Fuglafræðingur telur góðar líkur á því að rjúpnaleysi sé um að kenna. Frétta- og mannlífsvefurinn Akureyri.net hefur fjallað um fálkadauðann undanfarið. Ólafur Karl Nielsen fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands segir að yfirleitt þegar fálkar finnist dauðir sé um unga að ræða. Óvenjulegt sé að stálpaðir fálkar finnist dauðir. Hinir fullorðnu fálkar fundust annars vegar á Akureyri, tveir þeirra, og hins vegar í útjaðri byggðar á Seyðisfirði. Ólafur segir helstu tilgátu sína þá að rjúpnaleysi sé um að kenna. „Þá leita fuglarnir fanga á svæðum þar sem þeir eru ekki vanir að athafna sig. Fuglinn sem fannst á Ólafsvík [sem var ungi] var illa brotinn eftir að hafa flogið á girðingu og honum varð að lóga. Þar hafði smáfuglum verið gefið og hann virðist hafa ætlað að veiða sér til matar; þegar fálkinn veiðir kemur er oft á mikilli ferð til að koma bráðinni á óvart en þarna þekkti hann ekki aðstæður og flaug á girðingu,“ segir Ólafur við Akureyri.net. Hámaði í sig hettumáv Fuglar á andapollinum á Akureyri hafi dregið fálkann sem fannst dauður við pollinn þangað. Líklega hafi hann flogið á girðingu. „Girðingar og línur reynast fálkanum oft hættulegar þegar hann stundar sína loftfimleika inni í bæjum. Aðal bráð fálkans er rjúpa en þeir taka allt frá þúfutittlingum upp í grágæsir. Og þegar mjög hart er í ári fara þeir í hræ, ekki bara fugla heldur líka kinda og þess háttar.“ Fálki gerði sig heimankominn í Fossvoginum á dögunum og auk hraustlega til matar síns. Hettumávur varð á vegi fálkans sem var hinn rólegasti á matarborðinu í garði Þórdísar Bragadóttur. Hann var hins vegar svo þungur á sér eftir veisluna að hann komst ekki á flug. Kallað var á fuglavin hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og stóð til að fálkinn fengi inni í Húsdýragarðinum yfir nótt. Akureyri Dýr Rjúpa Fuglar Tengdar fréttir Hálfétinn fálki fannst við miðbæ Akureyrar Dauður, hálfétinn fálki fannst skammt frá líkamsræktarstöðinni World Class við miðbæ Akureyrar í fyrradag. Náttúrufræðingur telur líklegt að hræætur hafi gætt sér á hræinu. 25. nóvember 2020 23:10 Fálki hámaði í sig hettumáv á palli í Fossvogi Þórdís Bragadóttir, íbúi í Fossvogi, vissi ekki alveg hvaðan á sig stóð veðrið í gær þegar fálki birtist á pallinum heima hjá henni og fór að háma í sig ungan hettumáv sem þar lá dauður. 12. nóvember 2020 09:56 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Sjá meira
Frétta- og mannlífsvefurinn Akureyri.net hefur fjallað um fálkadauðann undanfarið. Ólafur Karl Nielsen fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands segir að yfirleitt þegar fálkar finnist dauðir sé um unga að ræða. Óvenjulegt sé að stálpaðir fálkar finnist dauðir. Hinir fullorðnu fálkar fundust annars vegar á Akureyri, tveir þeirra, og hins vegar í útjaðri byggðar á Seyðisfirði. Ólafur segir helstu tilgátu sína þá að rjúpnaleysi sé um að kenna. „Þá leita fuglarnir fanga á svæðum þar sem þeir eru ekki vanir að athafna sig. Fuglinn sem fannst á Ólafsvík [sem var ungi] var illa brotinn eftir að hafa flogið á girðingu og honum varð að lóga. Þar hafði smáfuglum verið gefið og hann virðist hafa ætlað að veiða sér til matar; þegar fálkinn veiðir kemur er oft á mikilli ferð til að koma bráðinni á óvart en þarna þekkti hann ekki aðstæður og flaug á girðingu,“ segir Ólafur við Akureyri.net. Hámaði í sig hettumáv Fuglar á andapollinum á Akureyri hafi dregið fálkann sem fannst dauður við pollinn þangað. Líklega hafi hann flogið á girðingu. „Girðingar og línur reynast fálkanum oft hættulegar þegar hann stundar sína loftfimleika inni í bæjum. Aðal bráð fálkans er rjúpa en þeir taka allt frá þúfutittlingum upp í grágæsir. Og þegar mjög hart er í ári fara þeir í hræ, ekki bara fugla heldur líka kinda og þess háttar.“ Fálki gerði sig heimankominn í Fossvoginum á dögunum og auk hraustlega til matar síns. Hettumávur varð á vegi fálkans sem var hinn rólegasti á matarborðinu í garði Þórdísar Bragadóttur. Hann var hins vegar svo þungur á sér eftir veisluna að hann komst ekki á flug. Kallað var á fuglavin hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og stóð til að fálkinn fengi inni í Húsdýragarðinum yfir nótt.
Akureyri Dýr Rjúpa Fuglar Tengdar fréttir Hálfétinn fálki fannst við miðbæ Akureyrar Dauður, hálfétinn fálki fannst skammt frá líkamsræktarstöðinni World Class við miðbæ Akureyrar í fyrradag. Náttúrufræðingur telur líklegt að hræætur hafi gætt sér á hræinu. 25. nóvember 2020 23:10 Fálki hámaði í sig hettumáv á palli í Fossvogi Þórdís Bragadóttir, íbúi í Fossvogi, vissi ekki alveg hvaðan á sig stóð veðrið í gær þegar fálki birtist á pallinum heima hjá henni og fór að háma í sig ungan hettumáv sem þar lá dauður. 12. nóvember 2020 09:56 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Sjá meira
Hálfétinn fálki fannst við miðbæ Akureyrar Dauður, hálfétinn fálki fannst skammt frá líkamsræktarstöðinni World Class við miðbæ Akureyrar í fyrradag. Náttúrufræðingur telur líklegt að hræætur hafi gætt sér á hræinu. 25. nóvember 2020 23:10
Fálki hámaði í sig hettumáv á palli í Fossvogi Þórdís Bragadóttir, íbúi í Fossvogi, vissi ekki alveg hvaðan á sig stóð veðrið í gær þegar fálki birtist á pallinum heima hjá henni og fór að háma í sig ungan hettumáv sem þar lá dauður. 12. nóvember 2020 09:56