Komdu með uppá hólinn Bergrún Tinna Magnúsdóttir skrifar 30. nóvember 2020 07:30 Elsku Vatnshóll, nú á að fara að þrengja að þér. Þú hefur gefið mér svo mikið í gegnum árin. Hér renndi ég mér á ofsahraða af efstu brún, niður hólinn og yfir allt túnið fyrir neðan. Stóru strákarnir voru á stýrissleðum og bjuggu til stökkpall. Ég safnaði í mig kjarki til að renna mér beint fram af brúninni. Í dag, veturinn 2020 á þessum krefjandi tímum samkomutakmarkana, upplifði elsta dóttir mín það sama og naut þess að renna sér aftur og aftur og aftur. Mikið sem við erum heppin með hólinn og svæðið umhverfis hann. En hér stendur til að reisa blokkir og taka frá okkur þessa dýrmætu perlu. Hverjum datt það í hug? Hraðasta og besta óskipulagða skíðabrekka Reykjavíkurborgar verður tekin frá okkur. Grafan gæti komið á morgun eða hinn. Hvað fær dóttir mín marga daga í viðbót til að njóta sín hér? Elsku samborgarar, ég hvet ykkur til að rölta upp á hólinn og upplifa þessa einstöku náttúruperlu í síðasta sinn. Tíminn er að renna út. Að rölta um svæðið og upp á hólinn gefur þeim sem þess leitar innri frið og hugarró. Hvort heldur sem er í köldu vetrarloftinu eða á blíðum sumardegi. Að komast úr þéttri byggðinni og sjá fjöllin, sjóinn og umhverfið allt í kring er ómetanlegt. Að finna barnið í sjálfum sér, HLAUPA? SYNGJA? DANSA? HORFA? ANDA. Ein/einn upp á hól og öðlast innri frið og ró. Með börnunum, fara í kapp, fara í leik og endurupplifa barnslegu gleðina. Borgarstjórnin heldur fyrir eyrun og neitar að hlusta á íbúa hverfisins. Takk fyrir mig Dagur, þetta er komið gott. Höfundur er móðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skipulag Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Skoðun Að stela framtíðinni Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjöleignarhús og vátryggingar Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Ert þú áhorfandi ofbeldis? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Það er dýrt að reka ríkissjóð alltaf á yfirdrætti Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Opinber ómöguleiki Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Gervigreindin mun gjörbylta öllum samfélögum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferðarlögin tíu ára Einar Örn Thorlacius skrifar Skoðun Er þetta sanngjarnt? Sigríður Clausen skrifar Skoðun Niðurskurðurinn sem enginn bað um Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í borginni Björg Eva Erlendsdóttir,Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Slæm stjórnsýsla heilbrigðismála - dauðans alvara Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Sjá meira
Elsku Vatnshóll, nú á að fara að þrengja að þér. Þú hefur gefið mér svo mikið í gegnum árin. Hér renndi ég mér á ofsahraða af efstu brún, niður hólinn og yfir allt túnið fyrir neðan. Stóru strákarnir voru á stýrissleðum og bjuggu til stökkpall. Ég safnaði í mig kjarki til að renna mér beint fram af brúninni. Í dag, veturinn 2020 á þessum krefjandi tímum samkomutakmarkana, upplifði elsta dóttir mín það sama og naut þess að renna sér aftur og aftur og aftur. Mikið sem við erum heppin með hólinn og svæðið umhverfis hann. En hér stendur til að reisa blokkir og taka frá okkur þessa dýrmætu perlu. Hverjum datt það í hug? Hraðasta og besta óskipulagða skíðabrekka Reykjavíkurborgar verður tekin frá okkur. Grafan gæti komið á morgun eða hinn. Hvað fær dóttir mín marga daga í viðbót til að njóta sín hér? Elsku samborgarar, ég hvet ykkur til að rölta upp á hólinn og upplifa þessa einstöku náttúruperlu í síðasta sinn. Tíminn er að renna út. Að rölta um svæðið og upp á hólinn gefur þeim sem þess leitar innri frið og hugarró. Hvort heldur sem er í köldu vetrarloftinu eða á blíðum sumardegi. Að komast úr þéttri byggðinni og sjá fjöllin, sjóinn og umhverfið allt í kring er ómetanlegt. Að finna barnið í sjálfum sér, HLAUPA? SYNGJA? DANSA? HORFA? ANDA. Ein/einn upp á hól og öðlast innri frið og ró. Með börnunum, fara í kapp, fara í leik og endurupplifa barnslegu gleðina. Borgarstjórnin heldur fyrir eyrun og neitar að hlusta á íbúa hverfisins. Takk fyrir mig Dagur, þetta er komið gott. Höfundur er móðir.
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar