Varpa sökinni á Ísrael og heita hefndum Samúel Karl Ólason skrifar 28. nóvember 2020 07:40 Hér má sjá bílinn sem sprengdur var í loft upp til að stöðva bíl Fakhrizadeh. AP/Fars Hassan Rouhani, forseti Írans, hefur sakað Ísrael um að ráða Mohsen Fakhrizadeh, helsta kjarnorkuvísindamann Íran af dögum. Fakhrizadeh var hermaður auk þess að vera vísindamaður og var talinn yfirmaður leynilegrar kjarnorkuvopnaáætlunar Írans. Hann var skotinn til bana í umsátri skammt frá Tehran, höfuðborg Írans. Fjölmiðlar þar í landi segja að árásin hafi byrjað á því að gamall pallbíll hafi verið sprengdur í loft og ökumaður Fakhrizadeh þannig þvingaður til að stöðva bíl vísindamannsins. Þá hafi minnst fimm árásarmenn skotið á bílinn. Í yfirlýsingu frá Rouhani, sem vitnað var í í ríkissjónvarpi Írans, sakar Rouhani Ísrael um morðið og segir að dauði hans muni ekki hægja á ætlunum ríkisins. Aðrir ráðamenn, eins og utanríkisráðherra Írans, höfðu áður sakað Ísrael um árásina og hafa heitið hefndum. Mohsen Fakhrizadeh situr hér hægra megin á myndinni, sem gefin var út af skrifstofu Ayatollah Ali Khamenei, leiðtoga Írans. Ekki er vitað hverjir hinir tveir mennirnir eru.AP/Skrifstofa leiðtoga Írans New York Times hefur eftir heimildarmönnum sínum í Bandaríkjunum að Ísrael hafi í raun staðið á bakvið árásina en að óvíst sé hvort Bandaríkjamenn hafi vitað af henni fyrirfram. Í kjölfar árásarinnar sögðu fjölmiðlar vestanhafs frá því að flugmóðurskipið USS Nimitz hefði verið sent aftur til Persaflóa. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna segir að skipið verði notað varðandi flutning hermanna frá Afganistan og Írak og það sé við hæfi að auka getu Bandaríkjanna á svæðinu samhliða heimflutningi hermanna. Nærri því ár er liðið frá því að herforinginn Qassem Soleimani, sem stýrði aðgerðum hers Írans utan landamæra ríkisins, var felldur í loftárás Bandaríkjanna í Írak. Íranir brugðust við þeirri árás með því að skjóta eldflaugum að herstöð Bandaríkjanna í Írak. Ráðamenn í Íran heita því fram að kjarnorukáætlun þeirra sé í friðsamlegum tilgangi og var formleg kjarnorkuvopnaáætlun ríkisins lögð niður árið 2003. Ísraelsmenn og Bandaríkjamenn segja þó að vinnan hafi haldið áfram í laumi eftir það og árið 2018 nefndi Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael Fakhrizadeh sérstaklega í því samhengi. Íran Ísrael Bandaríkin Mest lesið Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Fleiri fréttir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Sjá meira
Hann var skotinn til bana í umsátri skammt frá Tehran, höfuðborg Írans. Fjölmiðlar þar í landi segja að árásin hafi byrjað á því að gamall pallbíll hafi verið sprengdur í loft og ökumaður Fakhrizadeh þannig þvingaður til að stöðva bíl vísindamannsins. Þá hafi minnst fimm árásarmenn skotið á bílinn. Í yfirlýsingu frá Rouhani, sem vitnað var í í ríkissjónvarpi Írans, sakar Rouhani Ísrael um morðið og segir að dauði hans muni ekki hægja á ætlunum ríkisins. Aðrir ráðamenn, eins og utanríkisráðherra Írans, höfðu áður sakað Ísrael um árásina og hafa heitið hefndum. Mohsen Fakhrizadeh situr hér hægra megin á myndinni, sem gefin var út af skrifstofu Ayatollah Ali Khamenei, leiðtoga Írans. Ekki er vitað hverjir hinir tveir mennirnir eru.AP/Skrifstofa leiðtoga Írans New York Times hefur eftir heimildarmönnum sínum í Bandaríkjunum að Ísrael hafi í raun staðið á bakvið árásina en að óvíst sé hvort Bandaríkjamenn hafi vitað af henni fyrirfram. Í kjölfar árásarinnar sögðu fjölmiðlar vestanhafs frá því að flugmóðurskipið USS Nimitz hefði verið sent aftur til Persaflóa. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna segir að skipið verði notað varðandi flutning hermanna frá Afganistan og Írak og það sé við hæfi að auka getu Bandaríkjanna á svæðinu samhliða heimflutningi hermanna. Nærri því ár er liðið frá því að herforinginn Qassem Soleimani, sem stýrði aðgerðum hers Írans utan landamæra ríkisins, var felldur í loftárás Bandaríkjanna í Írak. Íranir brugðust við þeirri árás með því að skjóta eldflaugum að herstöð Bandaríkjanna í Írak. Ráðamenn í Íran heita því fram að kjarnorukáætlun þeirra sé í friðsamlegum tilgangi og var formleg kjarnorkuvopnaáætlun ríkisins lögð niður árið 2003. Ísraelsmenn og Bandaríkjamenn segja þó að vinnan hafi haldið áfram í laumi eftir það og árið 2018 nefndi Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael Fakhrizadeh sérstaklega í því samhengi.
Íran Ísrael Bandaríkin Mest lesið Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Fleiri fréttir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Sjá meira