„Um leið og ég lendi fæ ég símtal frá bræðrum mínum um að hann sé farinn“ Stefán Árni Pálsson skrifar 29. nóvember 2020 10:00 Sigmar Vilhjálmsson er gestur vikunnar í Einkalífinu. vísir/vilhelm Sigmar sló fyrst í gegn í þáttunum 70 mínútur á Popp Tíví um aldamótin og hefur síðan þá verið þjóðþekktur einstaklingur hér á landi. Í dag á hann nokkra veitingastaði og hefur gert það gott á því sviði. Sigmar Vilhjálmsson er gestur vikunnar í Einkalífinu. Sigmar missti pabba sinn fyrir tæplega ári síðan en þá féll Vilhjálmur Einarsson frá þann 28. desember. Vilhjálmur var fyrstur Íslendinga til að vinna til verðlauna á Ólympíuleikunum í Melbourne 1956 og var 5 sinnum kjörinn íþróttamaður ársins. Hann fékk silfur á leikunum. „Aðdragandinn var í rauninni eitt ár því árið áður var hann fluttur með sjúkraflugi frá Egilsstöðum og var frekar illa haldinn þegar hann kemur til Reykjavíkur,“ segir Sigmar og heldur áfram. „Honum var eiginlega vart hugað líf þá. Síðan nær hann sér upp úr því og við höfðum alveg ár með honum sem var frábært. Þetta ár var samt klárlega árið sem maður var að búa sig undir að þetta væri lokaspretturinn.“ Um síðustu jól heimsótti Simmi föður sinn á sjúkrahúsið. „Það er í rauninni síðasta kvöldið þar sem hann talar, situr uppi og við náum að óska honum gleðilegra jóla og ná ágætis samtali við hann. Eftir það fer hann í dá. Ég var þarna að fara á öðrum í jólum með miðjusoninn minn á handboltamót í Svíþjóð og var svona eitthvað að efast um það hvort ég ætti að fara. Á ákvað að fara og það var síðan um leið og ég lendi fæ ég símtal frá bræðrum mínum um að hann sé farinn. Þá kom upp sú spurning hvort það ætti að reyna halda honum lifandi þangað til að ég kæmi til baka á gamlárs. Af því að ég fékk þennan tíma með honum á aðfangadag þá fannst mér það engan veginn við hæfi,“ segir Sigmar og bætir við að faðir hans hefði sjálfur aldrei viljað það, að vera haldið á lífi í vélum. Sigmar segir að það hafi verið erfitt að skipuleggja svona stóra jarðarför en álagið hafi dreifst vel á þá bræður, en þeir eru sex talsins. „Ég hef ekki enn haft tíma til að lesa minningargreinarnar. Morgunblaðið tók þær allar saman fyrir mig og ég á þær í bundinni bók sem ég ætla einhvern tímann að gefa mér tíma til að lesa. Ég hef svona að einhverju leyti ýtt því frá mér að fara yfir þá bók.“ Í þættinum hér að ofan ræðir Simmi Vill um upphafið á fjölmiðlaferli sínum, veitingabransann og það hvernig er að reka veitingastaði í miðju Covid, um fráfall föður hans seint á síðasta ári, þristamúsina frægu, framtíðina og svo margt fleira. Einkalífið Mest lesið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Menning Einar og Milla skírðu drenginn Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Lífið Fleiri fréttir Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Sjá meira
Sigmar missti pabba sinn fyrir tæplega ári síðan en þá féll Vilhjálmur Einarsson frá þann 28. desember. Vilhjálmur var fyrstur Íslendinga til að vinna til verðlauna á Ólympíuleikunum í Melbourne 1956 og var 5 sinnum kjörinn íþróttamaður ársins. Hann fékk silfur á leikunum. „Aðdragandinn var í rauninni eitt ár því árið áður var hann fluttur með sjúkraflugi frá Egilsstöðum og var frekar illa haldinn þegar hann kemur til Reykjavíkur,“ segir Sigmar og heldur áfram. „Honum var eiginlega vart hugað líf þá. Síðan nær hann sér upp úr því og við höfðum alveg ár með honum sem var frábært. Þetta ár var samt klárlega árið sem maður var að búa sig undir að þetta væri lokaspretturinn.“ Um síðustu jól heimsótti Simmi föður sinn á sjúkrahúsið. „Það er í rauninni síðasta kvöldið þar sem hann talar, situr uppi og við náum að óska honum gleðilegra jóla og ná ágætis samtali við hann. Eftir það fer hann í dá. Ég var þarna að fara á öðrum í jólum með miðjusoninn minn á handboltamót í Svíþjóð og var svona eitthvað að efast um það hvort ég ætti að fara. Á ákvað að fara og það var síðan um leið og ég lendi fæ ég símtal frá bræðrum mínum um að hann sé farinn. Þá kom upp sú spurning hvort það ætti að reyna halda honum lifandi þangað til að ég kæmi til baka á gamlárs. Af því að ég fékk þennan tíma með honum á aðfangadag þá fannst mér það engan veginn við hæfi,“ segir Sigmar og bætir við að faðir hans hefði sjálfur aldrei viljað það, að vera haldið á lífi í vélum. Sigmar segir að það hafi verið erfitt að skipuleggja svona stóra jarðarför en álagið hafi dreifst vel á þá bræður, en þeir eru sex talsins. „Ég hef ekki enn haft tíma til að lesa minningargreinarnar. Morgunblaðið tók þær allar saman fyrir mig og ég á þær í bundinni bók sem ég ætla einhvern tímann að gefa mér tíma til að lesa. Ég hef svona að einhverju leyti ýtt því frá mér að fara yfir þá bók.“ Í þættinum hér að ofan ræðir Simmi Vill um upphafið á fjölmiðlaferli sínum, veitingabransann og það hvernig er að reka veitingastaði í miðju Covid, um fráfall föður hans seint á síðasta ári, þristamúsina frægu, framtíðina og svo margt fleira.
Einkalífið Mest lesið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Menning Einar og Milla skírðu drenginn Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Lífið Fleiri fréttir Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Sjá meira