Kim sagður reiður og óskynsamur Samúel Karl Ólason skrifar 27. nóvember 2020 12:53 Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu. AP/KCNA Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, er sagður vera reiður þessa dagana og hafa tekið óskynsamar ákvarðanir. Hann er sagður undir miklum þrýstingi vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar og versnandi stöðu hagkerfis landsins. Þetta er meðal þess sem kom fram í upplýsingum sem leyniþjónusta Suður-Kóreu veitti þingmönnum í dag. Meðal þess sem kom fram á fundinum, samkvæmt þingmönnum sem sóttu fundinn og hafa rætt við fjölmiðla, er að Kim hefur látið taka minnst tvo menn að lífi á undanförnum mánuðum. Einn þeirra var kom að gjaldmiðlaviðskiptum Norður-Kóreu og var víst tekinn af lífi þar sem Kim kenndi honum um versnandi gengi. Hinn er sagður hafa verið landamæravörður og var tekinn af lífi fyrir að fylgja ekki eftir ströngum reglum um sóttvarnir varðandi innflutning. Kim er einnig sagður hafa bannað fiskveiðar og saltvinnslu af ótta við að sjórinn beri kórónuveiruna. Fjölmiðlar hafa ekki getað sannreynt frásagnir þingmanna af fundinum í dag, þar sem erfitt er að gera slíkt varðandi einræðisríkið. Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa staðhæft að ekkert Covid-19 smit hafi greinst þar í landi, né komið upp. Það draga sérfræðingar þó verulega í efa. Kóreumenn hafa lagt mikið púður í sóttvarnir á undanförnum mánuðum en faraldur Covid-19 þar í landi gæti haft alvarlegar afleiðingar. Í fyrsta lagi er heilbrigðiskerfi Norður-Kóreu ekki talið upp á marga fiska og þá að miklu leyti vegna skorts á lyfjum og öðrum nauðsynjum. Þá eru almenn heilsa íbúa einræðisríkisins ekki talin mjög góð fyrir. Hagkerfi Norður-Kóreu gengur að miklu leyti á viðskiptum við Kína en Kim lét svo gott sem loka landamærum ríkjanna við upphaf faraldursins. Varað var við því að ef einhverjir færu yfir landamærin í leyfisleysi yrðu þeir skotnir á færi. Þá neituðu yfirvöld í Norður-Kóreu að taka við matvælaaðstoð frá Kína af ótta við að hrísgrjónin bæru veiruna. Washington Post segir að í Suður-Kóreu sé áætlað að viðskipti Norður-Kóreu og Kína hafi dregist saman um 73 prósent á öðrum ársfjórðungi þessa árs, borið saman við sama ársfjórðung í fyrra. Auk landamæralokunarinnar hafa viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir vegna kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlunar Norður-Kóreu, komið niður á hagkerfi ríkisins. Í ræðu sem hann hélt í október bað Kim íbúa afsökunar á þeim harðindum sem þau hafa gengið í gegnum. Þingmenn í Suður-Kóreu segja einnig að Kim hafi skipað erindrekum sínum erlendis að ögra ekki Bandaríkjunum. Kóreumenn hafa ekkert tjáð sig um sigur Joe Bidens í forsetakosningunum í upphafi mánaðarins en sérfræðingar óttast að Kim muni hefja eldflaugatilraunir á nýjan leik og jafnvel gera tilraun með kjarnorkuvopn eftir að Biden tekur við völdum í janúar. Norður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Suður-Kórea Bandaríkin Tengdar fréttir Kim Jong Un sendi Donald Trump „ástarbréf“ Í leynilegu bréfi sem Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, sendi Donald Trump Bandaríkjaforseta í desember 2018 líkir hann sambandi þeirra félaga við blómstrandi Hollywood-ástarsamband. 1. október 2020 18:40 Saka Rússa og Kóreumenn um að reyna að stela gögnum um bóluefni Tölvuþrjótar á vegum yfirvalda í Rússlandi og Norður-Kóreu hafa reynt að stela mikilvægum gögnum frá lyfjafyrirtækjum og öðrum sem koma að mikilvægri þróun bóluefna. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Microsoft þar sem fram kemur að flestar árásirnar hafi ekki heppnast. 13. nóvember 2020 15:40 Dularfullir draugabátar og ólöglegar veiðar Hundruðum norðurkóreskra fiskibáta hefur skolað á strendur Japans undanfarin ár. Beinagrindur dáinna sjómanna eru eini farmurinn. 15. september 2020 09:00 Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Yfirgnæfandi líkur á óveðri á kjördag og líklegt að vegir teppist Veður Fleiri fréttir Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kom fram í upplýsingum sem leyniþjónusta Suður-Kóreu veitti þingmönnum í dag. Meðal þess sem kom fram á fundinum, samkvæmt þingmönnum sem sóttu fundinn og hafa rætt við fjölmiðla, er að Kim hefur látið taka minnst tvo menn að lífi á undanförnum mánuðum. Einn þeirra var kom að gjaldmiðlaviðskiptum Norður-Kóreu og var víst tekinn af lífi þar sem Kim kenndi honum um versnandi gengi. Hinn er sagður hafa verið landamæravörður og var tekinn af lífi fyrir að fylgja ekki eftir ströngum reglum um sóttvarnir varðandi innflutning. Kim er einnig sagður hafa bannað fiskveiðar og saltvinnslu af ótta við að sjórinn beri kórónuveiruna. Fjölmiðlar hafa ekki getað sannreynt frásagnir þingmanna af fundinum í dag, þar sem erfitt er að gera slíkt varðandi einræðisríkið. Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa staðhæft að ekkert Covid-19 smit hafi greinst þar í landi, né komið upp. Það draga sérfræðingar þó verulega í efa. Kóreumenn hafa lagt mikið púður í sóttvarnir á undanförnum mánuðum en faraldur Covid-19 þar í landi gæti haft alvarlegar afleiðingar. Í fyrsta lagi er heilbrigðiskerfi Norður-Kóreu ekki talið upp á marga fiska og þá að miklu leyti vegna skorts á lyfjum og öðrum nauðsynjum. Þá eru almenn heilsa íbúa einræðisríkisins ekki talin mjög góð fyrir. Hagkerfi Norður-Kóreu gengur að miklu leyti á viðskiptum við Kína en Kim lét svo gott sem loka landamærum ríkjanna við upphaf faraldursins. Varað var við því að ef einhverjir færu yfir landamærin í leyfisleysi yrðu þeir skotnir á færi. Þá neituðu yfirvöld í Norður-Kóreu að taka við matvælaaðstoð frá Kína af ótta við að hrísgrjónin bæru veiruna. Washington Post segir að í Suður-Kóreu sé áætlað að viðskipti Norður-Kóreu og Kína hafi dregist saman um 73 prósent á öðrum ársfjórðungi þessa árs, borið saman við sama ársfjórðung í fyrra. Auk landamæralokunarinnar hafa viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir vegna kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlunar Norður-Kóreu, komið niður á hagkerfi ríkisins. Í ræðu sem hann hélt í október bað Kim íbúa afsökunar á þeim harðindum sem þau hafa gengið í gegnum. Þingmenn í Suður-Kóreu segja einnig að Kim hafi skipað erindrekum sínum erlendis að ögra ekki Bandaríkjunum. Kóreumenn hafa ekkert tjáð sig um sigur Joe Bidens í forsetakosningunum í upphafi mánaðarins en sérfræðingar óttast að Kim muni hefja eldflaugatilraunir á nýjan leik og jafnvel gera tilraun með kjarnorkuvopn eftir að Biden tekur við völdum í janúar.
Norður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Suður-Kórea Bandaríkin Tengdar fréttir Kim Jong Un sendi Donald Trump „ástarbréf“ Í leynilegu bréfi sem Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, sendi Donald Trump Bandaríkjaforseta í desember 2018 líkir hann sambandi þeirra félaga við blómstrandi Hollywood-ástarsamband. 1. október 2020 18:40 Saka Rússa og Kóreumenn um að reyna að stela gögnum um bóluefni Tölvuþrjótar á vegum yfirvalda í Rússlandi og Norður-Kóreu hafa reynt að stela mikilvægum gögnum frá lyfjafyrirtækjum og öðrum sem koma að mikilvægri þróun bóluefna. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Microsoft þar sem fram kemur að flestar árásirnar hafi ekki heppnast. 13. nóvember 2020 15:40 Dularfullir draugabátar og ólöglegar veiðar Hundruðum norðurkóreskra fiskibáta hefur skolað á strendur Japans undanfarin ár. Beinagrindur dáinna sjómanna eru eini farmurinn. 15. september 2020 09:00 Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Yfirgnæfandi líkur á óveðri á kjördag og líklegt að vegir teppist Veður Fleiri fréttir Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Sjá meira
Kim Jong Un sendi Donald Trump „ástarbréf“ Í leynilegu bréfi sem Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, sendi Donald Trump Bandaríkjaforseta í desember 2018 líkir hann sambandi þeirra félaga við blómstrandi Hollywood-ástarsamband. 1. október 2020 18:40
Saka Rússa og Kóreumenn um að reyna að stela gögnum um bóluefni Tölvuþrjótar á vegum yfirvalda í Rússlandi og Norður-Kóreu hafa reynt að stela mikilvægum gögnum frá lyfjafyrirtækjum og öðrum sem koma að mikilvægri þróun bóluefna. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Microsoft þar sem fram kemur að flestar árásirnar hafi ekki heppnast. 13. nóvember 2020 15:40
Dularfullir draugabátar og ólöglegar veiðar Hundruðum norðurkóreskra fiskibáta hefur skolað á strendur Japans undanfarin ár. Beinagrindur dáinna sjómanna eru eini farmurinn. 15. september 2020 09:00