Píparinn sem skrúfaði ekki fyrir vatnið?! Hjálmar Jónsson skrifar 26. nóvember 2020 16:01 Með fyrirsögninni móðga ég sjálfsagt alla pípara þessa lands og ég bið þá fyrir fram afsökunar. Ég á nefnilega pípara að vini, sem hefur bjargað mér og fleirum mér tengdum í gegnum tíðina. Það hefur komið fyrir að hann hefur stokkið fyrirvaralaust úr verki og ekki einu sinni haft tíma til að kasta á mig kveðju. Þá hefur borið svo við að krani hefur sprungið einhvers staðar og þá er ekki til setunnar boðið. Að sjálfsögðu byrjar hann á því að skrúfa fyrir vatnið áður en hann fer í að þurrka upp bleytuna, en ekki hvað! Getur það verið að hjá Almannavörnum og íslenskum sóttvarnayfirvöldum sé því öðru vísi farið? Það var nefnilega upplýst núna áðan á upplýsingafundi Almannavarna og Landlæknis, 26.11.20, að um 4% þeirra sem til landsins koma afþakki að fara í tvöfalda skimun og velji 14 daga sóttkví í staðinn. Og NB 4% í þessu samhengi er risavaxin tala, 0,4% væri of mikið. Það eru sum sé 40 af hverjum 1.000 sem koma óskimaðir til landsins. Ef það eru 10 þúsund farþegar sem komið hafa til landsins frá því aðgerðirnar hófust er fjöldinn 400 manns og 2.000 manns ef 50 þúsund farþegar hafa komið til landsins. Nú veit ég ekki töluna, en förum milliveginn og miðum við 25 þúsund farþega. Þá hafa 1.000 manns komið óskimaðir til landsins á sama tíma og faraldurinn hefur verið í veldisvexti víða í löndunum í kringum okkur. Og, ótrúlegt en satt, á upplýsingafundinum kom einnig fram að félagsleg einkenni þessa hóps hafa ekkert verið skoðuð og liggja ekki fyrir?!!! Ef þetta fólk er, til dæmis, einbúar sem ekki eiga fjölskyldu hvernig aflar það sér matar í 14 daga? Eða ef þetta er einkum ungt fólk, sem veikist minna og er margt hvert einkennalítið eða einkennalaust? Virðir það 14 daga sóttkví, ef það finnur lítil eða engin einkenni? Ef þessar upplýsingar liggja ekki fyrir er engin leið að vita heldur hvaða áhrif ákvörðun heilbrigðisráðherra um að gera skimun gjaldfrjálsa hefur. Mín spá er sú að áhrifin verði lítil sem engin. Það er nokkuð augljóst að það er eitthvað annað en 7.000 króna gjald sem veldur því að fólk velur sóttkví frekar en skimun. Hvernig má það vera að þetta hafi ekki verið skoðað á sama tíma og öllu eðlilegu lífi hér innanlands eru settar sífellt þrengri skorður? Og hver hefur efni á að fara í 14 daga sóttkví og vera frá vinnu allan þann tíma fremur en að fara í 5 daga sóttkví og tvöfalda skimun. Í barnaskap mínum hélt ég að stór þáttur í sóttvörnum væri að skoða félagslegan bakgrunn fólks? Er það ekki lykilatriði þegar til dæmis kynsjúkdómar eru annars vegar? En barnaskapur minn er svo sem vel þekktur; fram að bankahruni taldi ég að bankastjórar væru ekki áhættufíklar. Ég held að svörin við þessum spurningum séu nokkuð augljós. Staða faraldursins er grafalvarleg. Eftir tölur síðustu þriggja daga er augljóst að þrátt fyrir hertar aðgerðir og gríðarlega skerðingu á lífsgæðum alls almennings er faraldurinn í vexti, sennilega örum vexti. Það er augljóst þegar horft er til þess hversu margir eru utan sóttkvíar. Í aðdraganda jóla er óðs manns æði að slaka á, svo einfalt er það. Ef vel ætti að vera þyrfti að herða aðgerðir og sennilega loka verslunarmiðstöðvum, miðað við þær upplýsingar sem komu fram á fundinum í morgun, og öðrum þeim verslunum sem ekki eru með nauðsynjar. Það eru leiðir sem nágrannalönd okkar hafa þurft að fara. Við erum því miður í þeirri stöðu að þurfa áfram að ausa bátinn, land ekki í augsýn og stefnan tekin á haf út! Höfundur er blaðamaður sem hefur of lengi verið í fríi frá blaðamennsku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Jónsson Tengdar fréttir Sísýfos - Nokkrar spurningar til sóttvarnarlæknis Hjálmar Jónsson vill fá svör frá sóttvarnalækni við ákveðnum spurningum. 25. nóvember 2020 20:31 Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Með fyrirsögninni móðga ég sjálfsagt alla pípara þessa lands og ég bið þá fyrir fram afsökunar. Ég á nefnilega pípara að vini, sem hefur bjargað mér og fleirum mér tengdum í gegnum tíðina. Það hefur komið fyrir að hann hefur stokkið fyrirvaralaust úr verki og ekki einu sinni haft tíma til að kasta á mig kveðju. Þá hefur borið svo við að krani hefur sprungið einhvers staðar og þá er ekki til setunnar boðið. Að sjálfsögðu byrjar hann á því að skrúfa fyrir vatnið áður en hann fer í að þurrka upp bleytuna, en ekki hvað! Getur það verið að hjá Almannavörnum og íslenskum sóttvarnayfirvöldum sé því öðru vísi farið? Það var nefnilega upplýst núna áðan á upplýsingafundi Almannavarna og Landlæknis, 26.11.20, að um 4% þeirra sem til landsins koma afþakki að fara í tvöfalda skimun og velji 14 daga sóttkví í staðinn. Og NB 4% í þessu samhengi er risavaxin tala, 0,4% væri of mikið. Það eru sum sé 40 af hverjum 1.000 sem koma óskimaðir til landsins. Ef það eru 10 þúsund farþegar sem komið hafa til landsins frá því aðgerðirnar hófust er fjöldinn 400 manns og 2.000 manns ef 50 þúsund farþegar hafa komið til landsins. Nú veit ég ekki töluna, en förum milliveginn og miðum við 25 þúsund farþega. Þá hafa 1.000 manns komið óskimaðir til landsins á sama tíma og faraldurinn hefur verið í veldisvexti víða í löndunum í kringum okkur. Og, ótrúlegt en satt, á upplýsingafundinum kom einnig fram að félagsleg einkenni þessa hóps hafa ekkert verið skoðuð og liggja ekki fyrir?!!! Ef þetta fólk er, til dæmis, einbúar sem ekki eiga fjölskyldu hvernig aflar það sér matar í 14 daga? Eða ef þetta er einkum ungt fólk, sem veikist minna og er margt hvert einkennalítið eða einkennalaust? Virðir það 14 daga sóttkví, ef það finnur lítil eða engin einkenni? Ef þessar upplýsingar liggja ekki fyrir er engin leið að vita heldur hvaða áhrif ákvörðun heilbrigðisráðherra um að gera skimun gjaldfrjálsa hefur. Mín spá er sú að áhrifin verði lítil sem engin. Það er nokkuð augljóst að það er eitthvað annað en 7.000 króna gjald sem veldur því að fólk velur sóttkví frekar en skimun. Hvernig má það vera að þetta hafi ekki verið skoðað á sama tíma og öllu eðlilegu lífi hér innanlands eru settar sífellt þrengri skorður? Og hver hefur efni á að fara í 14 daga sóttkví og vera frá vinnu allan þann tíma fremur en að fara í 5 daga sóttkví og tvöfalda skimun. Í barnaskap mínum hélt ég að stór þáttur í sóttvörnum væri að skoða félagslegan bakgrunn fólks? Er það ekki lykilatriði þegar til dæmis kynsjúkdómar eru annars vegar? En barnaskapur minn er svo sem vel þekktur; fram að bankahruni taldi ég að bankastjórar væru ekki áhættufíklar. Ég held að svörin við þessum spurningum séu nokkuð augljós. Staða faraldursins er grafalvarleg. Eftir tölur síðustu þriggja daga er augljóst að þrátt fyrir hertar aðgerðir og gríðarlega skerðingu á lífsgæðum alls almennings er faraldurinn í vexti, sennilega örum vexti. Það er augljóst þegar horft er til þess hversu margir eru utan sóttkvíar. Í aðdraganda jóla er óðs manns æði að slaka á, svo einfalt er það. Ef vel ætti að vera þyrfti að herða aðgerðir og sennilega loka verslunarmiðstöðvum, miðað við þær upplýsingar sem komu fram á fundinum í morgun, og öðrum þeim verslunum sem ekki eru með nauðsynjar. Það eru leiðir sem nágrannalönd okkar hafa þurft að fara. Við erum því miður í þeirri stöðu að þurfa áfram að ausa bátinn, land ekki í augsýn og stefnan tekin á haf út! Höfundur er blaðamaður sem hefur of lengi verið í fríi frá blaðamennsku.
Sísýfos - Nokkrar spurningar til sóttvarnarlæknis Hjálmar Jónsson vill fá svör frá sóttvarnalækni við ákveðnum spurningum. 25. nóvember 2020 20:31
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun