Þægilegt hjá Tottenham í kvöld 26. nóvember 2020 22:05 Leikmenn Tottenham fagna einu af fjórum mörkum sínum í kvöld. EPA-EFE/Clive Rose / POOL Tottenham Hotspur er kominn með annan fótinn í 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar eftir að spila hinn fullkomna leik í kvöld. Liðið lagði Ludogorets 4-0 á heimavelli og hefur þar með unnið þrjá af fjórum leikjum sínum í keppninni. Ekki nóg með það heldur átti liðið alls 22 skot í leiknum gegn 0 hjá gestunum. Reikna má með að José Mourinho verði glaður á samfélagsmiðlum næstu daga. 22 shots to 0 pic.twitter.com/xglbEmVjWu— B/R Football (@brfootball) November 26, 2020 Carlos Vinicius skoraði fyrsta mark leiksins á 16. mínútu og bætti svo öðru marki sínu sem og Tottenham við á 34. mínútu leiksins. Það hefur glatt stuðningsfólk Tottenham að sjá Dele Alli leggja síðara markið upp. Staðan 2-0 í hálfleik og segja má að Tottenham hafi látið kné fylgja kviði í þeim síðari. Harry Winks bætti við þriðja marki liðsins þegar rúmur klukkutími var liðinn og Lucas Moura því fjórða á 73. mínútu. Staðan orðin 4-0 og reyndust það lokatölur. Evrópudeild UEFA Fótbolti
Tottenham Hotspur er kominn með annan fótinn í 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar eftir að spila hinn fullkomna leik í kvöld. Liðið lagði Ludogorets 4-0 á heimavelli og hefur þar með unnið þrjá af fjórum leikjum sínum í keppninni. Ekki nóg með það heldur átti liðið alls 22 skot í leiknum gegn 0 hjá gestunum. Reikna má með að José Mourinho verði glaður á samfélagsmiðlum næstu daga. 22 shots to 0 pic.twitter.com/xglbEmVjWu— B/R Football (@brfootball) November 26, 2020 Carlos Vinicius skoraði fyrsta mark leiksins á 16. mínútu og bætti svo öðru marki sínu sem og Tottenham við á 34. mínútu leiksins. Það hefur glatt stuðningsfólk Tottenham að sjá Dele Alli leggja síðara markið upp. Staðan 2-0 í hálfleik og segja má að Tottenham hafi látið kné fylgja kviði í þeim síðari. Harry Winks bætti við þriðja marki liðsins þegar rúmur klukkutími var liðinn og Lucas Moura því fjórða á 73. mínútu. Staðan orðin 4-0 og reyndust það lokatölur.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti