Vill skýra langtímaáætlun um sóttvarnir til loka faraldursins Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. nóvember 2020 09:24 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Vísir/vilhelm Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins kallar eftir því að stjórnvöld setji fram skýra langtímaáætlun um hvernig haga eigi sóttvörnum til enda kórónuveirufaraldursins. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins kallar eftir því að stjórnvöld setji fram skýra langtímaáætlun um hvernig haga eigi sóttvörnum til enda kórónuveirufaraldursins. Ekki mætti líta fram hjá öðrum þáttum en sóttvörnum, til dæmis metatvinnuleysi. Rætt var við Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins í Fréttablaðinu í morgun þar sem hann setti fram þessa afstöðu samtakanna. Hann ræddi málið einnig í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Allt breytist með tilkomu bóluefnis Hann sagði að samfélagið hefði lært mjög mikið á þessum mánuðum sem liðnir eru síðan faraldurinn hófst í vor. Nú skilji landsmenn betur hvernig þeir eigi að hegða sér – og með væntanlegri tilkomu bóluefnis sé tilefni til að marka skýrari stefnu. „Annars vegar til að vernda sjálf okkur og vernda aðra sem eru viðkvæmir. Þannig að það hefur mikið áunnist í þessum efnum. Samhliða þessu hefur verið slegið í og úr, það hafa komið þessar bylgjur þar sem í raun allar takmarkanir hafa verið hertar mjög mikið og haft mikil áhrif á líf okkar allra,“ sagði Halldór. „Ég hins vegar segir núna að með tilkomu þessa bóluefnis þá breytist í raun allt. Við getum leyft okkur að hætta að horfa á þetta sem spretthlaup þar sem við erum í sífellu að bregðast við einhverjum atburðum með skammtímaaðgerðum og núna met ég það sem svo að það sé rétti tíminn til að setja langtímaplan, allt til enda faraldursins, um hvernig við ætlum að haga sóttvörnum og bregðast við þessari veiru.“ Halldór kallaði þannig eftir því að stjórnvöld stigi fram með þetta „langtímaplan“ – og sagðist jafnframt vita til þess að hugað hefði verið að þessu á vettvangi stjórnvalda. „Og það muni draga verulega úr óvissu sem leggur lamandi hönd, ekki bara á atvinnulífið, heldur líf okkar allra og barnanna.“ Ekki megi stinga höfðinu í sandinn Halldór lagði áherslu á að þessi málflutningur hans væri ekki gagnrýni á sóttvarnayfirvöld, sem honum þætti hafa staðið sig mjög vel. Hann teldi hins vegar kominn tími til að stjórnvöld og sóttvarnayfirvöld gæfu út skýr viðmið sem allir skildu. „Og ef að smit fara upp fyrir einhver ákveðin mörk, þá gerist eitthvað. Það er að segja, annars vegar verði höftum létt eða þau þyngd,“ sagði Halldór. Þannig þyrfti skýra og tímasetta áætlun um afléttingu afmarkana. Liðkun og hömlur þurfi einnig að vera tengdar við töluleg viðmið, til dæmis nýgengi smits, og enn fremur þyrftu sóttvarnaráðstafanir að vera innbyrðis samkvæmar. „Spurningin er ekki hvort við eigum að vera með sóttvarnir, þær verða númer eitt, tvö og þrjú. Hins vegar er spurningin, þurfum við að lama allt samfélagið og vera í krísuástandi þar til að við höfum náð hjarðónæmi með bólusetningu? Mitt mat er nei og ég held að margir geti tekið undir það að skýr skilaboð frá stjórnvöldum, allt til enda faraldursins, væri verulega til bóta á þessum tíma.“ Ekki mætti stinga höfðinu í sandinn og líta fram hjá öðrum þáttum en sóttvörnum, til dæmis metatvinnuleysi. „Það að það verði um 30 þúsund atvinnulausir nú um áramótin er skelfileg staða. Það er samdóma álit Samtaka atvinnulífsins og Vinnumálastofnunarað því miður verða hver mánaðamót á næstu mánuðum mjög þung.“ Þegar er í bígerð nýtt litakóðakerfi almannavarna, sem auka á þennan fyrirsjáanleika sem Samtök atvinnulífsins kalla eftir. Litakóðakerfið verður líklega kynnt til sögunnar á morgun, að því er fram kemur í frétt Mbl. Kerfið á gefa til kynna hvaða sóttvarnareglur eru í gildi hverju sinni og á að sýna hver næstu skref verða ef hert eða slakað verður á aðgerðum. Með því á að auka fyrirsjáanleikann vegna faraldursins. Viðtalið við Halldór Benjamín má hlusta á í heild hér ofar í fréttinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Bítið Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins kallar eftir því að stjórnvöld setji fram skýra langtímaáætlun um hvernig haga eigi sóttvörnum til enda kórónuveirufaraldursins. Ekki mætti líta fram hjá öðrum þáttum en sóttvörnum, til dæmis metatvinnuleysi. Rætt var við Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins í Fréttablaðinu í morgun þar sem hann setti fram þessa afstöðu samtakanna. Hann ræddi málið einnig í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Allt breytist með tilkomu bóluefnis Hann sagði að samfélagið hefði lært mjög mikið á þessum mánuðum sem liðnir eru síðan faraldurinn hófst í vor. Nú skilji landsmenn betur hvernig þeir eigi að hegða sér – og með væntanlegri tilkomu bóluefnis sé tilefni til að marka skýrari stefnu. „Annars vegar til að vernda sjálf okkur og vernda aðra sem eru viðkvæmir. Þannig að það hefur mikið áunnist í þessum efnum. Samhliða þessu hefur verið slegið í og úr, það hafa komið þessar bylgjur þar sem í raun allar takmarkanir hafa verið hertar mjög mikið og haft mikil áhrif á líf okkar allra,“ sagði Halldór. „Ég hins vegar segir núna að með tilkomu þessa bóluefnis þá breytist í raun allt. Við getum leyft okkur að hætta að horfa á þetta sem spretthlaup þar sem við erum í sífellu að bregðast við einhverjum atburðum með skammtímaaðgerðum og núna met ég það sem svo að það sé rétti tíminn til að setja langtímaplan, allt til enda faraldursins, um hvernig við ætlum að haga sóttvörnum og bregðast við þessari veiru.“ Halldór kallaði þannig eftir því að stjórnvöld stigi fram með þetta „langtímaplan“ – og sagðist jafnframt vita til þess að hugað hefði verið að þessu á vettvangi stjórnvalda. „Og það muni draga verulega úr óvissu sem leggur lamandi hönd, ekki bara á atvinnulífið, heldur líf okkar allra og barnanna.“ Ekki megi stinga höfðinu í sandinn Halldór lagði áherslu á að þessi málflutningur hans væri ekki gagnrýni á sóttvarnayfirvöld, sem honum þætti hafa staðið sig mjög vel. Hann teldi hins vegar kominn tími til að stjórnvöld og sóttvarnayfirvöld gæfu út skýr viðmið sem allir skildu. „Og ef að smit fara upp fyrir einhver ákveðin mörk, þá gerist eitthvað. Það er að segja, annars vegar verði höftum létt eða þau þyngd,“ sagði Halldór. Þannig þyrfti skýra og tímasetta áætlun um afléttingu afmarkana. Liðkun og hömlur þurfi einnig að vera tengdar við töluleg viðmið, til dæmis nýgengi smits, og enn fremur þyrftu sóttvarnaráðstafanir að vera innbyrðis samkvæmar. „Spurningin er ekki hvort við eigum að vera með sóttvarnir, þær verða númer eitt, tvö og þrjú. Hins vegar er spurningin, þurfum við að lama allt samfélagið og vera í krísuástandi þar til að við höfum náð hjarðónæmi með bólusetningu? Mitt mat er nei og ég held að margir geti tekið undir það að skýr skilaboð frá stjórnvöldum, allt til enda faraldursins, væri verulega til bóta á þessum tíma.“ Ekki mætti stinga höfðinu í sandinn og líta fram hjá öðrum þáttum en sóttvörnum, til dæmis metatvinnuleysi. „Það að það verði um 30 þúsund atvinnulausir nú um áramótin er skelfileg staða. Það er samdóma álit Samtaka atvinnulífsins og Vinnumálastofnunarað því miður verða hver mánaðamót á næstu mánuðum mjög þung.“ Þegar er í bígerð nýtt litakóðakerfi almannavarna, sem auka á þennan fyrirsjáanleika sem Samtök atvinnulífsins kalla eftir. Litakóðakerfið verður líklega kynnt til sögunnar á morgun, að því er fram kemur í frétt Mbl. Kerfið á gefa til kynna hvaða sóttvarnareglur eru í gildi hverju sinni og á að sýna hver næstu skref verða ef hert eða slakað verður á aðgerðum. Með því á að auka fyrirsjáanleikann vegna faraldursins. Viðtalið við Halldór Benjamín má hlusta á í heild hér ofar í fréttinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Bítið Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira