Segir framtíð landsins hafa gleymst í faraldrinum Birgir Olgeirsson skrifar 25. nóvember 2020 20:31 Valgerður Sigfinnsdóttir, Evrópumeistari í hópfimleikum, og Olga Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Gerplu. Vísir/Arnar Miklar áhyggjur eru af brottfalli ungmenna á meðan íþróttastarf er bannað vegna sóttvarna. Framkvæmdastjóri Gerplu segir ungmenni landsins úti í kuldann í þessum faraldri. Börn á leik- og grunnskólaaldri fengu að æfa íþróttir á ný í síðustu viku. Ungmenni á menntaskólaaldri voru ekki svo heppin. Íþróttafélögin óttast varanlegan skaða á þessum aldurshópi. Í Gerplu eru um 2000 iðkendur og eru þar uppi áhyggjur af brottfalli og þunglyndi þeirra sem eru 16 ára og eldri. „Einhvern veginn finnst mér of langt gengið gagnvart þessari kynslóð. Þau eru algjörlega týnd alls staðar. Þau fá ekki að fara í skóla og þau fá ekki að fara í íþróttir og þau mega ekki hittast. Mér finnst þau algjörlega úti í kuldanum. Þetta er viðkvæmur aldur, þetta er framtíð landsins. Ég held að afleiðingarnar af þessu eigi ekki eftir að koma að fullu í ljós fyrr en seinna meir,“ segir Olga Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Gerplu. Afrekshópur Gerplu er aðeins toppurinn á ísjakanum í starfi félagsins. „Við erum með stóran hóp sem er hér út af félagslega þættinum. Hópfimleikar eru hópíþrótt. Þetta er framhald af skólanum þar sem þau hittast. Félagslegi hlutinn af þessu er mjög stór. Við erum að tala um alla okkar iðkendur sextán ára og eldri sem eru í hópfimleikum, áhaldafimleikum, parkour og fimleikar fyrir fatlaða. Þetta eru allt einstaklingar sem eru einangraðir heima hjá sér.“ Það tekur mánuð að vinna upp hverja viku sem ekki má æfa. Þau óttast mjög um efnilega kynslóð. Vel væri hægt að skipuleggja æfingar innan sóttvarnaaðgerða þar sem passað yrði upp á hreinlæti, fjarlægðarmörk og blöndun hópa. „Mín tilfinning er að stelpurnar í mínu liði sem eru á menntaskólaaldri séu í mjög viðkvæmum hópi varðandi brottfall. Þetta er gífurlega mikilvæg kynslóð sem mun verða mjög sterk í íþróttinni ef við höldum henni inni,“ segir Valgerður Sigfinnsdóttir, Evrópumeistari í hópfimleikum. Víða sé æft í löndunum í kring. „Og þetta eru keppinautarnir. Manni finnst maður ekki vera á sama grunni og þau, sem er eitthvað sem er erfitt að horfa upp á.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fimleikar Samkomubann á Íslandi Íþróttir barna Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Sjá meira
Miklar áhyggjur eru af brottfalli ungmenna á meðan íþróttastarf er bannað vegna sóttvarna. Framkvæmdastjóri Gerplu segir ungmenni landsins úti í kuldann í þessum faraldri. Börn á leik- og grunnskólaaldri fengu að æfa íþróttir á ný í síðustu viku. Ungmenni á menntaskólaaldri voru ekki svo heppin. Íþróttafélögin óttast varanlegan skaða á þessum aldurshópi. Í Gerplu eru um 2000 iðkendur og eru þar uppi áhyggjur af brottfalli og þunglyndi þeirra sem eru 16 ára og eldri. „Einhvern veginn finnst mér of langt gengið gagnvart þessari kynslóð. Þau eru algjörlega týnd alls staðar. Þau fá ekki að fara í skóla og þau fá ekki að fara í íþróttir og þau mega ekki hittast. Mér finnst þau algjörlega úti í kuldanum. Þetta er viðkvæmur aldur, þetta er framtíð landsins. Ég held að afleiðingarnar af þessu eigi ekki eftir að koma að fullu í ljós fyrr en seinna meir,“ segir Olga Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Gerplu. Afrekshópur Gerplu er aðeins toppurinn á ísjakanum í starfi félagsins. „Við erum með stóran hóp sem er hér út af félagslega þættinum. Hópfimleikar eru hópíþrótt. Þetta er framhald af skólanum þar sem þau hittast. Félagslegi hlutinn af þessu er mjög stór. Við erum að tala um alla okkar iðkendur sextán ára og eldri sem eru í hópfimleikum, áhaldafimleikum, parkour og fimleikar fyrir fatlaða. Þetta eru allt einstaklingar sem eru einangraðir heima hjá sér.“ Það tekur mánuð að vinna upp hverja viku sem ekki má æfa. Þau óttast mjög um efnilega kynslóð. Vel væri hægt að skipuleggja æfingar innan sóttvarnaaðgerða þar sem passað yrði upp á hreinlæti, fjarlægðarmörk og blöndun hópa. „Mín tilfinning er að stelpurnar í mínu liði sem eru á menntaskólaaldri séu í mjög viðkvæmum hópi varðandi brottfall. Þetta er gífurlega mikilvæg kynslóð sem mun verða mjög sterk í íþróttinni ef við höldum henni inni,“ segir Valgerður Sigfinnsdóttir, Evrópumeistari í hópfimleikum. Víða sé æft í löndunum í kring. „Og þetta eru keppinautarnir. Manni finnst maður ekki vera á sama grunni og þau, sem er eitthvað sem er erfitt að horfa upp á.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fimleikar Samkomubann á Íslandi Íþróttir barna Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Sjá meira