Þjálfun áhafna Landhelgisgæslunnar úr skorðum Heimir Már Pétursson og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 25. nóvember 2020 19:20 Flugáhöfn TF-GRO fór í síðasta æfingaflug sitt um óákveðinn tíma síðdegis í dag. Stöð 2/Sigurjón Engin björgunarþyrla verður til taks hjá Landhelgisgæslunni eftir miðnætti vegna reglubundinnar skoðunar einu starfhæfu þyrlu Gæslunnar. Í minnisblaði Georgs Lárussonar forstjóra til Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra segir að þetta hafi alvarleg áhrif á björgunar- og viðbragðsgetu stofnunarinnar. Georg segir covid faraldurinn hafi sett nauðsynlega þjálfun áhafna úr skorðum og nú bætist þyrluleysi við vegna verkfalls flugvirkja. Að jafnaði séu um sjö útköll í mánuði þar sem ekki væri hægt að koma öðrum björgum við en með þyrlu. En að jafnaði er heildarfjöldi útkalla um tuttugu í hverjum mánuði. Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar hefur miklar áhyggjur af áhrifum verkfalls flugvirkja á viðbragðs- og björgunargetu stofnunarinnar.Stöð 2/Egill Síðdegis í dag fóru gæsluflugmenn í síðasta æfingaflugið um óákveðinn tíma og fylgdumst við með því á Reykjavíkurflugvelli. „Við verðum þyrlulaus að minnsta kosti fram á helgina. Vonandi ekki lengur. Og ef ekki úr rætist má búast við að við að við verðum algerlega stopp um miðjan næsta mánuð. Eða upp úr tólfta, þá er floti okkar orðinn óstarfhæfur,” sagði Georg síðdegis og telur þá flugvél Gæslunnar með. Þá geti farið að verða erfitt að ná saman áhöfn með full réttindi dragist deilan við þá flugvirkja sem eru í verkfalli á langinn. Getið þið nýtt eitthvað þá sem ekki eru í verkfalli til að sinna TF-GRO þegar hún fer í viðhald eftir miðnætti? “Já, það er nú ætlunin að gera það og við reiknum með að okkar ágætu starfsmenn komi til starfa og sinni þessu af alúð. Við í rauninni treystum á að svo verði,” segir Georg. Forstjórinn leyfði sér að vera vongóður fyrir sáttafund sem Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari boðaði með samninganefndum Flugvirkjafélagsins og ríkisins klukkan fjögur í dag. Enginn niðurstaða varð á fundinum en nýr fundur boðaður klukkan níu í fyrramálið. Grafalvarleg og þung staða „Ég er búinn að vera í þéttu sambandi við formenn beggja samninganefnda undanfarið og vildi fá þau öll saman í eitt herbergi vegna þess að staðan í þessum viðræðum er grafalvarleg og þung og það liggur mikið við og allir þeir sem sitja í herberginu finna þungt til ábyrgðar og vinni úr þessu sem allra fyrst,“ sagði Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann gefur lítið upp um framgang viðræðnanna en segir að allt kapp verði lagt á að ná samningum. „Þetta eru mjög alvarlegar og þungar og erfiðar samningaviðræður en við vinnum þetta áfram og ég hef boðað til fundar strax aftur klukkan níu í fyrramálið til þess að við höldum áfram að vinna úr þessu og reyna að finna leiðir og lausnir,“ sagði Aðalsteinn. Landhelgisgæslan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Dómsmálaráðherra efast um verkfallsrétt flugvirkja Önnur þyrla Landhelgisgæslunnar var komin í margra vikna viðhald þegar verkfall flugvirkja Gæslunnar hófst. Hin á að fara í reglubunda skoðun eftir miðbætti annað kvöld sem tekur að minnsta kosti tvo daga og þá verður engin björgunarþyrla til staðar. 24. nóvember 2020 19:21 Segja Landhelgisgæsluna hafa sýnt flugvirkjum „mikla vanvirðingu“ Jarðvísindamenn, Vestmannaeyingar, sjómenn, slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn, sjómenn, vélstjórar og málmtækimenn eru á meðal þeirra sem lýst hafa yfir miklum áhyggjum af yfirstandandi vinnustöðvun flugvirkja hjá Landhelgisgæslu Íslands 24. nóvember 2020 17:41 Lög á verkfall flugvirkja ekki til umræðu Dómsmálaráðherra ræddi vinnustöðvun flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. Engin ákvörðun hefur verið tekin um framhaldið en ráðherra hyggur á fund með Landhelgisgæslunni í dag. 24. nóvember 2020 12:28 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Sjá meira
Engin björgunarþyrla verður til taks hjá Landhelgisgæslunni eftir miðnætti vegna reglubundinnar skoðunar einu starfhæfu þyrlu Gæslunnar. Í minnisblaði Georgs Lárussonar forstjóra til Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra segir að þetta hafi alvarleg áhrif á björgunar- og viðbragðsgetu stofnunarinnar. Georg segir covid faraldurinn hafi sett nauðsynlega þjálfun áhafna úr skorðum og nú bætist þyrluleysi við vegna verkfalls flugvirkja. Að jafnaði séu um sjö útköll í mánuði þar sem ekki væri hægt að koma öðrum björgum við en með þyrlu. En að jafnaði er heildarfjöldi útkalla um tuttugu í hverjum mánuði. Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar hefur miklar áhyggjur af áhrifum verkfalls flugvirkja á viðbragðs- og björgunargetu stofnunarinnar.Stöð 2/Egill Síðdegis í dag fóru gæsluflugmenn í síðasta æfingaflugið um óákveðinn tíma og fylgdumst við með því á Reykjavíkurflugvelli. „Við verðum þyrlulaus að minnsta kosti fram á helgina. Vonandi ekki lengur. Og ef ekki úr rætist má búast við að við að við verðum algerlega stopp um miðjan næsta mánuð. Eða upp úr tólfta, þá er floti okkar orðinn óstarfhæfur,” sagði Georg síðdegis og telur þá flugvél Gæslunnar með. Þá geti farið að verða erfitt að ná saman áhöfn með full réttindi dragist deilan við þá flugvirkja sem eru í verkfalli á langinn. Getið þið nýtt eitthvað þá sem ekki eru í verkfalli til að sinna TF-GRO þegar hún fer í viðhald eftir miðnætti? “Já, það er nú ætlunin að gera það og við reiknum með að okkar ágætu starfsmenn komi til starfa og sinni þessu af alúð. Við í rauninni treystum á að svo verði,” segir Georg. Forstjórinn leyfði sér að vera vongóður fyrir sáttafund sem Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari boðaði með samninganefndum Flugvirkjafélagsins og ríkisins klukkan fjögur í dag. Enginn niðurstaða varð á fundinum en nýr fundur boðaður klukkan níu í fyrramálið. Grafalvarleg og þung staða „Ég er búinn að vera í þéttu sambandi við formenn beggja samninganefnda undanfarið og vildi fá þau öll saman í eitt herbergi vegna þess að staðan í þessum viðræðum er grafalvarleg og þung og það liggur mikið við og allir þeir sem sitja í herberginu finna þungt til ábyrgðar og vinni úr þessu sem allra fyrst,“ sagði Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann gefur lítið upp um framgang viðræðnanna en segir að allt kapp verði lagt á að ná samningum. „Þetta eru mjög alvarlegar og þungar og erfiðar samningaviðræður en við vinnum þetta áfram og ég hef boðað til fundar strax aftur klukkan níu í fyrramálið til þess að við höldum áfram að vinna úr þessu og reyna að finna leiðir og lausnir,“ sagði Aðalsteinn.
Landhelgisgæslan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Dómsmálaráðherra efast um verkfallsrétt flugvirkja Önnur þyrla Landhelgisgæslunnar var komin í margra vikna viðhald þegar verkfall flugvirkja Gæslunnar hófst. Hin á að fara í reglubunda skoðun eftir miðbætti annað kvöld sem tekur að minnsta kosti tvo daga og þá verður engin björgunarþyrla til staðar. 24. nóvember 2020 19:21 Segja Landhelgisgæsluna hafa sýnt flugvirkjum „mikla vanvirðingu“ Jarðvísindamenn, Vestmannaeyingar, sjómenn, slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn, sjómenn, vélstjórar og málmtækimenn eru á meðal þeirra sem lýst hafa yfir miklum áhyggjum af yfirstandandi vinnustöðvun flugvirkja hjá Landhelgisgæslu Íslands 24. nóvember 2020 17:41 Lög á verkfall flugvirkja ekki til umræðu Dómsmálaráðherra ræddi vinnustöðvun flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. Engin ákvörðun hefur verið tekin um framhaldið en ráðherra hyggur á fund með Landhelgisgæslunni í dag. 24. nóvember 2020 12:28 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Sjá meira
Dómsmálaráðherra efast um verkfallsrétt flugvirkja Önnur þyrla Landhelgisgæslunnar var komin í margra vikna viðhald þegar verkfall flugvirkja Gæslunnar hófst. Hin á að fara í reglubunda skoðun eftir miðbætti annað kvöld sem tekur að minnsta kosti tvo daga og þá verður engin björgunarþyrla til staðar. 24. nóvember 2020 19:21
Segja Landhelgisgæsluna hafa sýnt flugvirkjum „mikla vanvirðingu“ Jarðvísindamenn, Vestmannaeyingar, sjómenn, slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn, sjómenn, vélstjórar og málmtækimenn eru á meðal þeirra sem lýst hafa yfir miklum áhyggjum af yfirstandandi vinnustöðvun flugvirkja hjá Landhelgisgæslu Íslands 24. nóvember 2020 17:41
Lög á verkfall flugvirkja ekki til umræðu Dómsmálaráðherra ræddi vinnustöðvun flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. Engin ákvörðun hefur verið tekin um framhaldið en ráðherra hyggur á fund með Landhelgisgæslunni í dag. 24. nóvember 2020 12:28