Stærsta fréttaveita Danmerkur liggur niðri eftir netárás Kjartan Kjartansson skrifar 25. nóvember 2020 16:02 Ritzau er ein helsta fréttaveita Danmerkur en hún hefur verið starfandi frá árinu 1866. Vísir/Getty Danska fréttaveitan Ritzau liggur enn niðri eftir að stjórnendur hennar neituðu að verða við kröfum tölvuþrjóta sem læstu gögnum hennar og kröfðust lausnargjalds í gær. Ekki liggur fyrir hver ber ábyrgð á tölvuinnbrotinu. Lars Vesterløkke, forstjóri Ritzau, segir AP-fréttaveitunni að hann viti ekki hver þrjótarnir krefjast í lausnargjald vegna þess að fyrirtækið hafi ekki opnað skrá sem þeir skildu eftir með kröfum sínum að ráði öryggisráðgjafa. Um fjórðungur netþjóna fréttaveitunnar voru skemmdir í tölvuinnbrotinu og liggur ritstjórnarkerfi þess því niðri. Veitan hefur leitað aðstoðar netöryggisfyrirtækis og tryggingafélags síns til þess að ná gögnum sínum úr greipum þrjótanna. Því verður fréttaveitan, sem sér dönskum fjölmiðlum, stofnunum og fyrirtækjum fyrir ljósmyndum og fréttum, áfram lokuð í að minnsta kosti einn dag í viðbót. Hún veitir nú neyðarþjónustu í gegnum sex bloggsíður á meðan unnið er að því að opna fyrir aðgang að gögnum hennar. „Fari þetta að vonum gætum við komist smám saman í eðlilegt horf á fimmtudag,“ segir Vesterløkke. Danmörk Fjölmiðlar Tölvuárásir Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira
Danska fréttaveitan Ritzau liggur enn niðri eftir að stjórnendur hennar neituðu að verða við kröfum tölvuþrjóta sem læstu gögnum hennar og kröfðust lausnargjalds í gær. Ekki liggur fyrir hver ber ábyrgð á tölvuinnbrotinu. Lars Vesterløkke, forstjóri Ritzau, segir AP-fréttaveitunni að hann viti ekki hver þrjótarnir krefjast í lausnargjald vegna þess að fyrirtækið hafi ekki opnað skrá sem þeir skildu eftir með kröfum sínum að ráði öryggisráðgjafa. Um fjórðungur netþjóna fréttaveitunnar voru skemmdir í tölvuinnbrotinu og liggur ritstjórnarkerfi þess því niðri. Veitan hefur leitað aðstoðar netöryggisfyrirtækis og tryggingafélags síns til þess að ná gögnum sínum úr greipum þrjótanna. Því verður fréttaveitan, sem sér dönskum fjölmiðlum, stofnunum og fyrirtækjum fyrir ljósmyndum og fréttum, áfram lokuð í að minnsta kosti einn dag í viðbót. Hún veitir nú neyðarþjónustu í gegnum sex bloggsíður á meðan unnið er að því að opna fyrir aðgang að gögnum hennar. „Fari þetta að vonum gætum við komist smám saman í eðlilegt horf á fimmtudag,“ segir Vesterløkke.
Danmörk Fjölmiðlar Tölvuárásir Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira