Kaldhæðni örlaganna að fá fyrsta vetrarstorminn þegar björgunarþyrlur verða ekki til taks Sunna Sæmundsdóttir skrifar 25. nóvember 2020 15:24 Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, þingmaður Samfylkingar. vísir/vilhelm „Það er ekkert sem réttlætir það að björgunarþyrlur séu ekki tiltækar,“ sagði Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, þingmaður Samfylkingar í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag. Líkt og fram hefur til komið verður frá miðnætti engin þyrla laus í útköll næstu tvo sólarhringa vegna verkfalls flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni. Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu þeirra við ríkið hjá ríkissáttasemjara klukkan fjögur í dag. Albertína sagði ábyrgð ríkisvaldsins mikla og að kalla megi það kaldhæðni örlaganna að í kvöld sé varað við fyrsta vetrarstorminum. „Viðvaranir Veðurstofunnar hafa eflaust vakið ugg í brjósti þeirra fjölmörgu sem lifðu storm eftir storm síðasta vetur og óttast eðlilega að það versta.“ Í máli Albertínu kom fram að Landhelgisgæslan hafi farið í 280 útköll á síðasta ári. „Tveir þriðju þeirra voru vegna alvarlegra slysa eða veikinda og þriðjungur vegna björgunaraðgerða sem þýðir að það eru um 63% líkur á útkalli næstu tvo daga,“ sagði Albertína. Frá miðnætti verða þyrlur Landhelgisgæslunnar ekki til taks í tvo sólarhringa vegna verkfalls flugvirkja.Vísir/Vilhelm Þetta sé óásættanleg staða sem kalli á heildarumræðu um skipulag almannavarna í landinu. „Þá verðum við að spyrja okkur hvort eðlilegt sé að allt viðbragðskerfið sé staðsett á höfuðborgarsvæðinu og skoða það vandlega hvort réttast væri að dreifa viðbragðsaðilum um landið til að stytta viðbragðstíma þeirra,“ sagði Albertína. „Við búum í dreifbýlu landi með fjölmörgum fjallvegum. Við búum í landi sem byggir á sjósókn og ef vel ætti að vera ættum við að hafa að minnsta kosti þrjár þyrlur til taks.“ Alþingi Kjaramál Landhelgisgæslan Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira
„Það er ekkert sem réttlætir það að björgunarþyrlur séu ekki tiltækar,“ sagði Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, þingmaður Samfylkingar í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag. Líkt og fram hefur til komið verður frá miðnætti engin þyrla laus í útköll næstu tvo sólarhringa vegna verkfalls flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni. Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu þeirra við ríkið hjá ríkissáttasemjara klukkan fjögur í dag. Albertína sagði ábyrgð ríkisvaldsins mikla og að kalla megi það kaldhæðni örlaganna að í kvöld sé varað við fyrsta vetrarstorminum. „Viðvaranir Veðurstofunnar hafa eflaust vakið ugg í brjósti þeirra fjölmörgu sem lifðu storm eftir storm síðasta vetur og óttast eðlilega að það versta.“ Í máli Albertínu kom fram að Landhelgisgæslan hafi farið í 280 útköll á síðasta ári. „Tveir þriðju þeirra voru vegna alvarlegra slysa eða veikinda og þriðjungur vegna björgunaraðgerða sem þýðir að það eru um 63% líkur á útkalli næstu tvo daga,“ sagði Albertína. Frá miðnætti verða þyrlur Landhelgisgæslunnar ekki til taks í tvo sólarhringa vegna verkfalls flugvirkja.Vísir/Vilhelm Þetta sé óásættanleg staða sem kalli á heildarumræðu um skipulag almannavarna í landinu. „Þá verðum við að spyrja okkur hvort eðlilegt sé að allt viðbragðskerfið sé staðsett á höfuðborgarsvæðinu og skoða það vandlega hvort réttast væri að dreifa viðbragðsaðilum um landið til að stytta viðbragðstíma þeirra,“ sagði Albertína. „Við búum í dreifbýlu landi með fjölmörgum fjallvegum. Við búum í landi sem byggir á sjósókn og ef vel ætti að vera ættum við að hafa að minnsta kosti þrjár þyrlur til taks.“
Alþingi Kjaramál Landhelgisgæslan Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira