Hreimur Örn Heimisson, oftast kenndur við sveitina Land og synir, var gestur hjá Gumma Ben og Sóla Hólm í spjallþætti þeirra á föstudaginn síðastliðinn á Stöð 2.
Hreimur vakti mikla lukku sem gestur og sagði góðar sögur frá tímanum með Land og sonum. Hreimur endaði þáttinn með stæl þegar hann flutti lagið Skilaboðin til mín.
Hér að neðan má sjá flutning Hreims en hann fékk góða aðstoð frá bandi sínu.