Hver hleypti úlfinum inn? Bragi Þór Thoroddsen skrifar 24. nóvember 2020 19:00 Undirritaður er sveitarstjóri í fámennu sveitarfélagi vestur á fjörðum – í Súðavíkurhreppi. Samkvæmt Grænbók um stefnumörkun um málefni sveitarfélaga, sem hrundið var í framkvæmd á fyrri hluta ársins 2019, liggur fyrir að sveitarfélögum sem telja undir 1000 manns verði hugsuð þegjandi þörfin hvað varðar tilvist. Af svörum ráðherra málaflokksins um af hvaða hvötum það er kveður hann það vera af ósk meirihluta sveitarfélaga sem eru aðildarfélög Sambands íslenskra sveitarfélaga. Og gott betur, hann hefur vísað til stuðnings þess sama sambands um það að full samstaða og víðtæk sé um að setja framangreind mörk á sveitarfélög, þau verði að vera með fleiri íbúa en 1000 fyrir árið 2026 en ella verði þau sameinuð öðrum. Allt í skyni hagræðingar og íbúum þeirra sjálfra fyrir bestu. Og að baki því sé samþykkt á þingi Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem afl atkvæða hafi ráðið. Þeim sem velta fyrir sér vægi smærri sveitarfélaga til þess að hafa áhrif á þessa ákvörðun á þingi má m.a. benda á stjórn sambandsins og hverjum hún er skipuð. Undirritaður hefur haft efasemdir um þessa vegferð frá upphafi aðkomu að henni og raunar fyrr, hefur aldrei hugnast sú vegferð að fara gegn sveitarfélögum með lögum. Aðför gegn sjálfsstjórn þeirra sem tryggð er bæði í sveitarstjórnarlögum og stjórnarskrá auk þess að vera tryggt í alþjóðasamþykkt; Evrópusáttmála um sjálfsstjórn sveitarfélaga sem Ísland er aðili að. Rök undirritaðs fyrir því að þetta sé rangt er sú skoðunu að í þessu felist í raun aðför að fjárráðum sem sveitarfélögum séu ætluð úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga og aðrar hvatir séu að baki en efling sveitarstjórnarstigsins. Það séu að baki hvatir um að komast yfir þá fjármuni sem hafi ratað úr sjóðnum til fámennari sveitarfélaga og fækka þannig á jötunni og efla stærri sveitarfélög sem og samfara breytingum á tilgangi og samþykktum sjóðsins. Sveitarfélög á SV-horninu telja sig hlunnfarin af Jöfnunarsjóði og gera tilkall í úthlutun úr sjóðnum í ríkari mæli. Nú liggur fyrir að ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála hefur lagt fram fyrirspurn á stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga um afstöðu þeirra gagnvart 8700 milljóna kröfu Reykjavíkurborgar á hendur Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Getur verið að ráðherra hafi látið ginnast í þessa vegferð á fölskum forsendum og að eitthvað komi nú spánskt fyrir sjónir? Var tilgangur annar en forsjón og samúð með fámennum sveitarfélögum sem hafa vart getu til þess að þjónusta þegna sína á við það sem gerst þekkist og sæmir sveitarfélögum? Hver hleypti úlfinum inn? Höfundur er sveitarstjóri Súðavíkurhrepps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarmál Súðavíkurhreppur Bragi Þór Thoroddsen Mest lesið „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Undirritaður er sveitarstjóri í fámennu sveitarfélagi vestur á fjörðum – í Súðavíkurhreppi. Samkvæmt Grænbók um stefnumörkun um málefni sveitarfélaga, sem hrundið var í framkvæmd á fyrri hluta ársins 2019, liggur fyrir að sveitarfélögum sem telja undir 1000 manns verði hugsuð þegjandi þörfin hvað varðar tilvist. Af svörum ráðherra málaflokksins um af hvaða hvötum það er kveður hann það vera af ósk meirihluta sveitarfélaga sem eru aðildarfélög Sambands íslenskra sveitarfélaga. Og gott betur, hann hefur vísað til stuðnings þess sama sambands um það að full samstaða og víðtæk sé um að setja framangreind mörk á sveitarfélög, þau verði að vera með fleiri íbúa en 1000 fyrir árið 2026 en ella verði þau sameinuð öðrum. Allt í skyni hagræðingar og íbúum þeirra sjálfra fyrir bestu. Og að baki því sé samþykkt á þingi Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem afl atkvæða hafi ráðið. Þeim sem velta fyrir sér vægi smærri sveitarfélaga til þess að hafa áhrif á þessa ákvörðun á þingi má m.a. benda á stjórn sambandsins og hverjum hún er skipuð. Undirritaður hefur haft efasemdir um þessa vegferð frá upphafi aðkomu að henni og raunar fyrr, hefur aldrei hugnast sú vegferð að fara gegn sveitarfélögum með lögum. Aðför gegn sjálfsstjórn þeirra sem tryggð er bæði í sveitarstjórnarlögum og stjórnarskrá auk þess að vera tryggt í alþjóðasamþykkt; Evrópusáttmála um sjálfsstjórn sveitarfélaga sem Ísland er aðili að. Rök undirritaðs fyrir því að þetta sé rangt er sú skoðunu að í þessu felist í raun aðför að fjárráðum sem sveitarfélögum séu ætluð úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga og aðrar hvatir séu að baki en efling sveitarstjórnarstigsins. Það séu að baki hvatir um að komast yfir þá fjármuni sem hafi ratað úr sjóðnum til fámennari sveitarfélaga og fækka þannig á jötunni og efla stærri sveitarfélög sem og samfara breytingum á tilgangi og samþykktum sjóðsins. Sveitarfélög á SV-horninu telja sig hlunnfarin af Jöfnunarsjóði og gera tilkall í úthlutun úr sjóðnum í ríkari mæli. Nú liggur fyrir að ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála hefur lagt fram fyrirspurn á stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga um afstöðu þeirra gagnvart 8700 milljóna kröfu Reykjavíkurborgar á hendur Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Getur verið að ráðherra hafi látið ginnast í þessa vegferð á fölskum forsendum og að eitthvað komi nú spánskt fyrir sjónir? Var tilgangur annar en forsjón og samúð með fámennum sveitarfélögum sem hafa vart getu til þess að þjónusta þegna sína á við það sem gerst þekkist og sæmir sveitarfélögum? Hver hleypti úlfinum inn? Höfundur er sveitarstjóri Súðavíkurhrepps.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun