Dómsmálaráðherra efast um verkfallsrétt flugvirkja Heimir Már Pétursson skrifar 24. nóvember 2020 19:21 Dómsmálaráðherra segir vafa undirorpið að verkfallsaðgerðir flugvirkja Landhelgisgæslunnar standist lög sem banni hindranir á björgun og löggæslu. Eina flughæfa þyrla Landhelgisgæslunnar verður ónothæf eftir miðnætti annað kvöld hvort sem samningar takast við flugvirkja eða ekki. Hluti flugvirkja Landhelgisgæslunnar sem sjá um viðhald á þyrluflota hennar fóru í verkfall hinn 5. nóvember sem stendur enn. Ekki náðist árangur á sáttafundi hjá ríkissáttasemjara í gær og nýr fundur hefur ekki verið boðaður. Ríkisstjórnin ræddi möguleika í stöðunni á fundi sínum í morgun. Landhelgisgæslan er með tvær þyrlur í notkun. Önnur þeirra bíður eftir margra vikna reglubundinni skoðun og hin á að fara í skoðun á miðnætti annað kvöld sem tæki að lágmarki tvo daga. Ef á að setja lög er þá ekki ljóst að það yrði að gera mjög fljótlega? Ríkisstjórnin ræddi möguleika í stöðunni vegna verkfalls flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni á fundi sínum í dag.Vísir/Vilhelm „Jú, það er auðvitað forgangsverkefni okkar að tryggja öryggi almennings. Við þurfum að leita allra leiða til þess í þessari alvarlegu stöðu sem er komin upp," segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Það sé hins vegar ljóst að þyrlan þurfi hvað sem öðru líður að fara í að minnsta kosti tveggja daga skoðun. Allir möguleikar í stöðunni væru skoðaðir en best yrði að samningar næðust. Þá velti ráðherra fyrir sé verkfallsrétti flugvirkjanna. „Ef maður les lögin frá 2006 þar sem aðrir sem starfa hjá Gæslunni eru ekki með sama rétt vegna þess að það á ekki að vera hægt að stöðva björgunar- og löggæsluþjónustu. Þetta mikilvæga öryggishlutverk sem Landhelgisgæslan hefur. Þannig að þetta er kannski svolítið ósamræmanlegt því," segir Áslaug Arna. Dómsmálaráðherra veltir fyrir sér hvort verkfall flugvirkja Landhelgisgæslunnar stenst lög sem banni hindrun björgunar- og löggæslustarfa.Vísir/Vilhelm Almannavarnanefnd Vestmannaeyja, sjúkraflutningamenn, jarðvísindamenn og fleiri hafa lýst alvarlegum áhyggjum af þeirri stöðu sem uppi er varðandi þyrlur Landhelgisgæslunnar. Þá dregur mjög úr öryggi sjófarenda ef þyrlurnar eru ekki til taks. Landhelgisgæslan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaramál Tengdar fréttir Segir stöðuna hjá Landhelgisgæslunni grafalvarlega Svo gæti farið að engin björgunarþyrla verði starfhæf hjá Landhelgisgæslunni um miðja næstu viku ef ekki næst að semja í kjaradeilu hluta flugvirkja Gæslunnar. 19. nóvember 2020 18:51 Sjö flutt með þyrlu til Reykjavíkur eftir slys á Suðurlandi Lögregla og aðrir viðbragðsaðilar eru nú við störf á vettvangi umferðarslyss við Skaftafell. Smárúta með sjö manns innanborðs fór út af veginum og valt. 29. ágúst 2020 19:41 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst Sjá meira
Dómsmálaráðherra segir vafa undirorpið að verkfallsaðgerðir flugvirkja Landhelgisgæslunnar standist lög sem banni hindranir á björgun og löggæslu. Eina flughæfa þyrla Landhelgisgæslunnar verður ónothæf eftir miðnætti annað kvöld hvort sem samningar takast við flugvirkja eða ekki. Hluti flugvirkja Landhelgisgæslunnar sem sjá um viðhald á þyrluflota hennar fóru í verkfall hinn 5. nóvember sem stendur enn. Ekki náðist árangur á sáttafundi hjá ríkissáttasemjara í gær og nýr fundur hefur ekki verið boðaður. Ríkisstjórnin ræddi möguleika í stöðunni á fundi sínum í morgun. Landhelgisgæslan er með tvær þyrlur í notkun. Önnur þeirra bíður eftir margra vikna reglubundinni skoðun og hin á að fara í skoðun á miðnætti annað kvöld sem tæki að lágmarki tvo daga. Ef á að setja lög er þá ekki ljóst að það yrði að gera mjög fljótlega? Ríkisstjórnin ræddi möguleika í stöðunni vegna verkfalls flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni á fundi sínum í dag.Vísir/Vilhelm „Jú, það er auðvitað forgangsverkefni okkar að tryggja öryggi almennings. Við þurfum að leita allra leiða til þess í þessari alvarlegu stöðu sem er komin upp," segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Það sé hins vegar ljóst að þyrlan þurfi hvað sem öðru líður að fara í að minnsta kosti tveggja daga skoðun. Allir möguleikar í stöðunni væru skoðaðir en best yrði að samningar næðust. Þá velti ráðherra fyrir sé verkfallsrétti flugvirkjanna. „Ef maður les lögin frá 2006 þar sem aðrir sem starfa hjá Gæslunni eru ekki með sama rétt vegna þess að það á ekki að vera hægt að stöðva björgunar- og löggæsluþjónustu. Þetta mikilvæga öryggishlutverk sem Landhelgisgæslan hefur. Þannig að þetta er kannski svolítið ósamræmanlegt því," segir Áslaug Arna. Dómsmálaráðherra veltir fyrir sér hvort verkfall flugvirkja Landhelgisgæslunnar stenst lög sem banni hindrun björgunar- og löggæslustarfa.Vísir/Vilhelm Almannavarnanefnd Vestmannaeyja, sjúkraflutningamenn, jarðvísindamenn og fleiri hafa lýst alvarlegum áhyggjum af þeirri stöðu sem uppi er varðandi þyrlur Landhelgisgæslunnar. Þá dregur mjög úr öryggi sjófarenda ef þyrlurnar eru ekki til taks.
Landhelgisgæslan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaramál Tengdar fréttir Segir stöðuna hjá Landhelgisgæslunni grafalvarlega Svo gæti farið að engin björgunarþyrla verði starfhæf hjá Landhelgisgæslunni um miðja næstu viku ef ekki næst að semja í kjaradeilu hluta flugvirkja Gæslunnar. 19. nóvember 2020 18:51 Sjö flutt með þyrlu til Reykjavíkur eftir slys á Suðurlandi Lögregla og aðrir viðbragðsaðilar eru nú við störf á vettvangi umferðarslyss við Skaftafell. Smárúta með sjö manns innanborðs fór út af veginum og valt. 29. ágúst 2020 19:41 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst Sjá meira
Segir stöðuna hjá Landhelgisgæslunni grafalvarlega Svo gæti farið að engin björgunarþyrla verði starfhæf hjá Landhelgisgæslunni um miðja næstu viku ef ekki næst að semja í kjaradeilu hluta flugvirkja Gæslunnar. 19. nóvember 2020 18:51
Sjö flutt með þyrlu til Reykjavíkur eftir slys á Suðurlandi Lögregla og aðrir viðbragðsaðilar eru nú við störf á vettvangi umferðarslyss við Skaftafell. Smárúta með sjö manns innanborðs fór út af veginum og valt. 29. ágúst 2020 19:41