Leggur líklegast til við ráðherra að næstu aðgerðir gildi út árið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. nóvember 2020 11:37 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, skilar tillögum um áframhaldandi sóttvarnaaðgerðir til ráðherra í kringum næstu helgi. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir mjög líklegt að þær tillögur sem hann mun leggja til við heilbrigðisráðherra varðandi áframhaldandi sóttvarnaaðgerðir miðist við það að þær gildi út þetta ár. Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis vegna kórónuveirufaraldursins í dag. Núverandi samkomutakmarkanir gilda til og með 1. desember. Þórólfur sagði á fundinum í dag að hann myndi líklega skila tillögum til ráðherra um áframhaldandi takmarkanir í kringum næstu helgi. Hann gaf þó ekkert upp um það í hverju þær tillögur myndu felast en um helgina kom fram bæði hjá Þórólfi og Víði Reynissyni, yfirlögregluþjóni, að ef þróunin í faraldrinum héldi áfram eins og verið hefur þá væri hægt að fara í einhverjar afléttingar í byrjun desember. Spurður út í það á fundinum í dag hvort það væri möguleg sviðsmynd að það yrði ekki farið í neinar afléttingar í næstu viku, líkt og Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur talað fyrir sagði Þórólfur að það væri ástæða til að fara í tilslakanir þegar vel gengi. „Það er náttúrulega þannig að það eru margir sem vilja halda áfram hörðum aðgerðum og margir sem vilja slaka mikið á og svo eru vonandi einhverjir sem eru sammála því sem ég legg til. Þannig hefur þetta verið fram að þessu og þannig mun það verða. Ég held hins vegar, eins og við höfum gert áður, að það sé ástæða til einhverra tilslakana þegar við sjáum að það gengur vel. Auðvitað erum við að taka ákveðna áhættu með því en þannig hefur það verið og þannig verður það áfram. En ég held að við þurfum bara að sjá betur í hverju þær tillögur felast,“ sagði Þórólfur. Þá kom einnig fram í máli hans á fundinum að nú sé verið að vinna að leiðbeiningum fyrir almenning varðandi veisluhöld og sýkingavarnir í kringum jól og áramót. Kvaðst Þórólfur búast við því að þær leiðbeiningar yrðu birtar síðar í þessari viku. „Ég ítreka að árangurinn af aðgerðunum sem eru í gangi núna hefur verið mjög góður og við getum öll samglaðst yfir því en áframhaldandi árangur mun standa og falla með því hvernig okkur tekst að viðhalda þeim sýkingavörnum sem við erum sífellt að predika,“ sagði Þórólfur og hvatti alla til þess að passa sig áfram vel og gæta að sýkingavörnum, hvort sem harðar aðgerðir væru í gangi eða ekki. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fleiri fréttir Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir mjög líklegt að þær tillögur sem hann mun leggja til við heilbrigðisráðherra varðandi áframhaldandi sóttvarnaaðgerðir miðist við það að þær gildi út þetta ár. Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis vegna kórónuveirufaraldursins í dag. Núverandi samkomutakmarkanir gilda til og með 1. desember. Þórólfur sagði á fundinum í dag að hann myndi líklega skila tillögum til ráðherra um áframhaldandi takmarkanir í kringum næstu helgi. Hann gaf þó ekkert upp um það í hverju þær tillögur myndu felast en um helgina kom fram bæði hjá Þórólfi og Víði Reynissyni, yfirlögregluþjóni, að ef þróunin í faraldrinum héldi áfram eins og verið hefur þá væri hægt að fara í einhverjar afléttingar í byrjun desember. Spurður út í það á fundinum í dag hvort það væri möguleg sviðsmynd að það yrði ekki farið í neinar afléttingar í næstu viku, líkt og Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur talað fyrir sagði Þórólfur að það væri ástæða til að fara í tilslakanir þegar vel gengi. „Það er náttúrulega þannig að það eru margir sem vilja halda áfram hörðum aðgerðum og margir sem vilja slaka mikið á og svo eru vonandi einhverjir sem eru sammála því sem ég legg til. Þannig hefur þetta verið fram að þessu og þannig mun það verða. Ég held hins vegar, eins og við höfum gert áður, að það sé ástæða til einhverra tilslakana þegar við sjáum að það gengur vel. Auðvitað erum við að taka ákveðna áhættu með því en þannig hefur það verið og þannig verður það áfram. En ég held að við þurfum bara að sjá betur í hverju þær tillögur felast,“ sagði Þórólfur. Þá kom einnig fram í máli hans á fundinum að nú sé verið að vinna að leiðbeiningum fyrir almenning varðandi veisluhöld og sýkingavarnir í kringum jól og áramót. Kvaðst Þórólfur búast við því að þær leiðbeiningar yrðu birtar síðar í þessari viku. „Ég ítreka að árangurinn af aðgerðunum sem eru í gangi núna hefur verið mjög góður og við getum öll samglaðst yfir því en áframhaldandi árangur mun standa og falla með því hvernig okkur tekst að viðhalda þeim sýkingavörnum sem við erum sífellt að predika,“ sagði Þórólfur og hvatti alla til þess að passa sig áfram vel og gæta að sýkingavörnum, hvort sem harðar aðgerðir væru í gangi eða ekki.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fleiri fréttir Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Sjá meira