Yfirmaður knattspyrnusviðs kemur ekki að ráðningu nýs landsliðsþjálfara Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. nóvember 2020 12:30 Arnar Þór Viðarsson er þjálfari U-21 árs landsliðs karla og er búinn að koma því á EM á næsta ári. vísir/vilhelm Arnar Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnusviðs hjá Knattspyrnusambandi Íslands og þjálfari U-21 árs landsliðs karla, segir að hann muni ekki koma að ráðningu nýs þjálfara A-landsliðs karla. Það starf er laust eftir að Erik Hamrén hætti eftir leikinn gegn Englandi í síðustu viku. Arnar Þór var í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolta.net á laugardaginn. Þar var hann spurður að því hvort hann kæmi eitthvað að ráðningu næsta þjálfara A-landsliðs karla. „Það er ekki í prótókólnum. Þegar við settum saman starfið, yfirmaður knattspyrnusviðs, þótti okkur mjög óeðlilegt ef ég er þjálfari U-21 árs liðsins og að ákveða hver kemur inn eða þurfa að reka einhvern. Það er óþægilegt fyrir A-landsliðsþjálfara að vera með yfirmann knattspyrnumála yfir sér og sami maður er eiginlega undir honum. Það væri ekki holl staða,“ sagði Arnar Þór. „En það sem er á mínu sviði er að ræða málin við stjórn KSÍ og Guðna [Bergsson, formann KSÍ] og Klöru [Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ] hvernig er best fyrir okkur að stýra öllu batteríinu næstu árin.“ Hægt að vera yfirmaður knattspyrnusviðs og landsliðsþjálfari Í þættinum játaði Arnar Þór að hann hefði áhuga á að taka við A-landsliðinu, líkt og sennilega allir þjálfarar á Íslandi. Hann sagði að það væri hægt að gegna báðum störfum, vera yfirmaður knattspyrnusviðs og A-landsliðsþjálfari. „Já, það held ég, eða ég veit það. Roberto Martínez gerir það hjá Belgíu. Þeir ætluðu að ráða inn yfirmann knattspyrnumála en hættu við því þeir voru svo ánægðir með þetta tvöfalda starf, hvernig Martínez er að gera þetta. Ef þetta er hægt einhvers staðar annars staðar ætti það að vera hægt á Íslandi líka,“ sagði Arnar Þór. Hann er fullviss um að hann geti gegnt báðum störfum, þjálfari A-landsliðsins og yfirmaður knattspyrnusviðs, ef til þess kemur. „Það er ljóst í mínum huga að það er hægt. Við erum auðvitað að hlaupa aðeins á undan okkur en ef þessi staða kemur upp er ég hundrað prósent öruggur á því að þetta sé hægt og ég geti sinnt þessu starfi, enda myndi ég ekki vilja gera það á neinn annan hátt vegna þess að það starf sem ég hef verið að gera í samstarfi við alla á knattspyrnusviði KSÍ undanfarið eitt og hálft ár er ekkert búið. Við erum rétt að byrja. Við erum búin að framkvæma fullt af flottum hlutum en það er fullt á teikniborðinu,,“ sagði Arnar Þór. Íslenski boltinn KSÍ Tengdar fréttir Arnar Þór um ákvörðun Mikaels að gefa ekki kost á sér í U-21: „Ekki sammála því að þetta hafi verið best fyrir hann“ Arnar Þór Viðarsson er ekki viss um að Mikael Neville Anderson hafi tekið rétta ákvörðun þegar hann gaf ekki kost á sér í U-21 árs landsliðið í síðustu leikjum þess. 23. nóvember 2020 07:30 Arnar hefur áhuga á A-landsliðsstarfinu: „Ekki til stærra starf á Íslandi“ Arnar Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ og þjálfari U21-árs landsliðsins í fótbolta, hefur áhuga á því að verða næsti A-landsliðsþjálfari. Þetta staðfesti hann í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu í dag. 21. nóvember 2020 16:51 Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sjá meira
Arnar Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnusviðs hjá Knattspyrnusambandi Íslands og þjálfari U-21 árs landsliðs karla, segir að hann muni ekki koma að ráðningu nýs þjálfara A-landsliðs karla. Það starf er laust eftir að Erik Hamrén hætti eftir leikinn gegn Englandi í síðustu viku. Arnar Þór var í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolta.net á laugardaginn. Þar var hann spurður að því hvort hann kæmi eitthvað að ráðningu næsta þjálfara A-landsliðs karla. „Það er ekki í prótókólnum. Þegar við settum saman starfið, yfirmaður knattspyrnusviðs, þótti okkur mjög óeðlilegt ef ég er þjálfari U-21 árs liðsins og að ákveða hver kemur inn eða þurfa að reka einhvern. Það er óþægilegt fyrir A-landsliðsþjálfara að vera með yfirmann knattspyrnumála yfir sér og sami maður er eiginlega undir honum. Það væri ekki holl staða,“ sagði Arnar Þór. „En það sem er á mínu sviði er að ræða málin við stjórn KSÍ og Guðna [Bergsson, formann KSÍ] og Klöru [Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ] hvernig er best fyrir okkur að stýra öllu batteríinu næstu árin.“ Hægt að vera yfirmaður knattspyrnusviðs og landsliðsþjálfari Í þættinum játaði Arnar Þór að hann hefði áhuga á að taka við A-landsliðinu, líkt og sennilega allir þjálfarar á Íslandi. Hann sagði að það væri hægt að gegna báðum störfum, vera yfirmaður knattspyrnusviðs og A-landsliðsþjálfari. „Já, það held ég, eða ég veit það. Roberto Martínez gerir það hjá Belgíu. Þeir ætluðu að ráða inn yfirmann knattspyrnumála en hættu við því þeir voru svo ánægðir með þetta tvöfalda starf, hvernig Martínez er að gera þetta. Ef þetta er hægt einhvers staðar annars staðar ætti það að vera hægt á Íslandi líka,“ sagði Arnar Þór. Hann er fullviss um að hann geti gegnt báðum störfum, þjálfari A-landsliðsins og yfirmaður knattspyrnusviðs, ef til þess kemur. „Það er ljóst í mínum huga að það er hægt. Við erum auðvitað að hlaupa aðeins á undan okkur en ef þessi staða kemur upp er ég hundrað prósent öruggur á því að þetta sé hægt og ég geti sinnt þessu starfi, enda myndi ég ekki vilja gera það á neinn annan hátt vegna þess að það starf sem ég hef verið að gera í samstarfi við alla á knattspyrnusviði KSÍ undanfarið eitt og hálft ár er ekkert búið. Við erum rétt að byrja. Við erum búin að framkvæma fullt af flottum hlutum en það er fullt á teikniborðinu,,“ sagði Arnar Þór.
Íslenski boltinn KSÍ Tengdar fréttir Arnar Þór um ákvörðun Mikaels að gefa ekki kost á sér í U-21: „Ekki sammála því að þetta hafi verið best fyrir hann“ Arnar Þór Viðarsson er ekki viss um að Mikael Neville Anderson hafi tekið rétta ákvörðun þegar hann gaf ekki kost á sér í U-21 árs landsliðið í síðustu leikjum þess. 23. nóvember 2020 07:30 Arnar hefur áhuga á A-landsliðsstarfinu: „Ekki til stærra starf á Íslandi“ Arnar Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ og þjálfari U21-árs landsliðsins í fótbolta, hefur áhuga á því að verða næsti A-landsliðsþjálfari. Þetta staðfesti hann í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu í dag. 21. nóvember 2020 16:51 Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sjá meira
Arnar Þór um ákvörðun Mikaels að gefa ekki kost á sér í U-21: „Ekki sammála því að þetta hafi verið best fyrir hann“ Arnar Þór Viðarsson er ekki viss um að Mikael Neville Anderson hafi tekið rétta ákvörðun þegar hann gaf ekki kost á sér í U-21 árs landsliðið í síðustu leikjum þess. 23. nóvember 2020 07:30
Arnar hefur áhuga á A-landsliðsstarfinu: „Ekki til stærra starf á Íslandi“ Arnar Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ og þjálfari U21-árs landsliðsins í fótbolta, hefur áhuga á því að verða næsti A-landsliðsþjálfari. Þetta staðfesti hann í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu í dag. 21. nóvember 2020 16:51