Fótbolti

Aron Jó á skotskónum í Íslendingaslag

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Aron fagnar marki með Hammarby.
Aron fagnar marki með Hammarby. vísir/getty

Boðið var upp á Íslendingaslag í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld þegar Aron Jóhannsson og félagar í Hammarby fengu Arnór Ingva Traustason og félaga í Malmö í heimsókn.

Báðir voru þeir í byrjunarliði síns liðs en Malmö komst yfir snemma leiks með sjálfsmarki

Aron Jóhannsson jafnaði metin fyrir Hammarby eftir hálftíma leik en Anders Christiansen sá til þess að Malmö færi með forystu í leikhléið.

Alex Kacaniklic jafnaði metin fyrir Hammarby áður en yfir lauk en skömmu áður hafði Arnóri Ingva verið skipt af velli. Lokatölur 2-2 en Malmö hafði þegar tryggt sér sænska meistaratitilinn þegar kom að leiknum í kvöld.

Í Danmörku var einnig Íslendingaslagur þegar AGF tók á móti Midtjylland. Jón Dagur Þorsteinsson hóf leik á varamannabekk AGF líkt og Mikael Anderson gerði hjá Midtjylland. Báðir komu þeir inná á 71.mínútu en Midtjylland vann leikinn 1-2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×