Mögulegt að bólusetning hefjist 11. desember í Bandaríkjunum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. nóvember 2020 16:42 Dr. Mancef Slaoui fer fyrir vinnu bandarískra stjórnvalda að þróun bóluefnis við Covid-19. Drew Angerer/Getty Images Dr. Moncef Slaoui, maðurinn sem fer fyrir vinnu bandarískra stjórnvalda að þróun bóluefnis við Covid-19, hefur sagt að mögulegt verði að hefja bólusetningar við veirunni í Bandaríkjunum þann 11. desember næstkomandi. Frá þessu greinir CNN-fréttastofan. Síðastliðinn föstudag sótti lyfjafyrirtækið Pfizer um neyðarmarkaðsleyfi hjá Matvæla- og lyfjaeftirlitsstofnun Bandaríkjanna (FDA) svo hægt yrði að hefja dreifingu á bóluefninu. Ráðgjafanefnd eftirlitsins um bóluefni kemur saman 10. desember næstkomandi og þá kemur í ljós hvort leyfið verður veitt. Slaou segir það þýða að ef leyfi fæst, verði hægt að hefja dreifingu og notkun bóluefnisins daginn eftir. „Okkar áætlun snýst um að flytja bóluefnið á bólusetningarstöðvar innan við 24 tímum eftir að leyfið fæst. Ég geri því ráð fyrir því að það gerist daginn eftir samþykki, 11. eða 12. desember.“ Pfizer tilkynnti fyrr í þessum mánuði að bráðabirgðaniðurstöður rannsókna á seinni stigum bentu til þess að bóluefnið veitti vörn gegn kórónuveirunni í 90% tilfella. Síðan þá hefur fyrirtækið sagt prófanir hafa leitt í ljós að hlutfallið sé enn hærra, hátt í 95%. Heilbrigðissérfræðingar hafa iðulega bent á að ekki verði unnt að bólusetja mikinn fjölda fólks um leið og bóluefnið verður tekið í gagnið. Forgangsröðun verður á þá leið að viðkvæmir hópar, svo sem eldra fólk og fólk með undirliggjandi sjúkdóma, og heilbrigðisstarfsmenn verða bólusettir fyrst. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Bóluefnaskammtur á allt að 5.000 krónur Lyfjafyrirtækið Moderna mun selja ríkjum heims hvern skammt af bóluefni sínu við kórónuveirunni á 25 til 37 Bandaríkjadali. 22. nóvember 2020 10:48 Pfizer og BioNTech sækja um neyðarleyfi í dag Lyfjarisinn Pfizer og samstarfsfyrirtækið BioNTech munu sækja um svokallað neyðarmarkaðsleyfi í Bandaríkjunum í dag fyrir bóluefnið BNT162b2 gegn SARS-CoV-2. Það verður undir bandaríska lyfjaeftirlitinu (FDA) komið að ákveða hvort bóluefnið þykir nægjanleg öruggt til dreifingar meðal almennings. 20. nóvember 2020 17:15 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Dr. Moncef Slaoui, maðurinn sem fer fyrir vinnu bandarískra stjórnvalda að þróun bóluefnis við Covid-19, hefur sagt að mögulegt verði að hefja bólusetningar við veirunni í Bandaríkjunum þann 11. desember næstkomandi. Frá þessu greinir CNN-fréttastofan. Síðastliðinn föstudag sótti lyfjafyrirtækið Pfizer um neyðarmarkaðsleyfi hjá Matvæla- og lyfjaeftirlitsstofnun Bandaríkjanna (FDA) svo hægt yrði að hefja dreifingu á bóluefninu. Ráðgjafanefnd eftirlitsins um bóluefni kemur saman 10. desember næstkomandi og þá kemur í ljós hvort leyfið verður veitt. Slaou segir það þýða að ef leyfi fæst, verði hægt að hefja dreifingu og notkun bóluefnisins daginn eftir. „Okkar áætlun snýst um að flytja bóluefnið á bólusetningarstöðvar innan við 24 tímum eftir að leyfið fæst. Ég geri því ráð fyrir því að það gerist daginn eftir samþykki, 11. eða 12. desember.“ Pfizer tilkynnti fyrr í þessum mánuði að bráðabirgðaniðurstöður rannsókna á seinni stigum bentu til þess að bóluefnið veitti vörn gegn kórónuveirunni í 90% tilfella. Síðan þá hefur fyrirtækið sagt prófanir hafa leitt í ljós að hlutfallið sé enn hærra, hátt í 95%. Heilbrigðissérfræðingar hafa iðulega bent á að ekki verði unnt að bólusetja mikinn fjölda fólks um leið og bóluefnið verður tekið í gagnið. Forgangsröðun verður á þá leið að viðkvæmir hópar, svo sem eldra fólk og fólk með undirliggjandi sjúkdóma, og heilbrigðisstarfsmenn verða bólusettir fyrst.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Bóluefnaskammtur á allt að 5.000 krónur Lyfjafyrirtækið Moderna mun selja ríkjum heims hvern skammt af bóluefni sínu við kórónuveirunni á 25 til 37 Bandaríkjadali. 22. nóvember 2020 10:48 Pfizer og BioNTech sækja um neyðarleyfi í dag Lyfjarisinn Pfizer og samstarfsfyrirtækið BioNTech munu sækja um svokallað neyðarmarkaðsleyfi í Bandaríkjunum í dag fyrir bóluefnið BNT162b2 gegn SARS-CoV-2. Það verður undir bandaríska lyfjaeftirlitinu (FDA) komið að ákveða hvort bóluefnið þykir nægjanleg öruggt til dreifingar meðal almennings. 20. nóvember 2020 17:15 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Bóluefnaskammtur á allt að 5.000 krónur Lyfjafyrirtækið Moderna mun selja ríkjum heims hvern skammt af bóluefni sínu við kórónuveirunni á 25 til 37 Bandaríkjadali. 22. nóvember 2020 10:48
Pfizer og BioNTech sækja um neyðarleyfi í dag Lyfjarisinn Pfizer og samstarfsfyrirtækið BioNTech munu sækja um svokallað neyðarmarkaðsleyfi í Bandaríkjunum í dag fyrir bóluefnið BNT162b2 gegn SARS-CoV-2. Það verður undir bandaríska lyfjaeftirlitinu (FDA) komið að ákveða hvort bóluefnið þykir nægjanleg öruggt til dreifingar meðal almennings. 20. nóvember 2020 17:15