Embætti varaformanns Miðflokksins lagt niður Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. nóvember 2020 20:01 Embætti varaformanns Miðflokksins var í dag lagt niður á aukalandsþingi flokksins. Vísir/Vilhelm Embætti varaformanns Miðflokksins var í dag lagt niður á aukalandsþingi flokksins. Lagabreytingatillaga þess efnis var lögð fram á fundinum í dag og var tillagan sú að þingflokksformaður verði talsmaður stjórnar forfallist formaður. Tvö höfðu boðið sig fram til embættisins í dag, þau Gunnar Bragi Sveinsson sitjandi varaformaður og Vigdís Hauksdóttir oddviti flokksins í borginni. Atkvæðagreiðsla um lagabreytingar fór fram á milli fjögur og fimm í dag. Jón Pétursson aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns flokksins segir í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu um málið að lögin hafi verið samþykkt með 85 prósentum greiddra atkvæða. Þau séu jafnframt til þess fallin að breyta stjórn flokksins, fjölga fulltrúum í henni og auka lýðræði almennra flokksmanna. Vigdís Hauksdóttir sagði í samtali við Ríkisútvarpið í dag að hún væri hissa yfir tillögunni um að leggja embættið niður. „Mér finnst að strúktúr allra flokkanna á Íslandi eigi að vera eins, en það er bara mín skoðun, ég er bara eitt atkvæði,“ sagði hún í samtali við RÚV fyrr í dag. Eftir að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar lá fyrir sagðist hún ætla að einbeita sér að því að sinna borginni vel. Það sé bara fínt að hún þurfi ekki að hafa áhyggjur af flokksstarfinu. Gunnar Bragi er þingflokksformaður Miðflokksins núna og mun hann því áfram vera staðgengill formanns forfallist hann. Miðflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Alþingi Tengdar fréttir Segir faraldurinn valda því að fjöldi mikilvægra mála sé enn óleystur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, telur að á meðan stjórnvöld hafi brugðist við þeim áhrifum sem kórónuveirufaraldurinn hefur haft á Íslandi hafi „fjöldi óleystra stórmála legið óbættur hjá garði.“ 21. nóvember 2020 14:11 Sigurður Már til liðs við Miðflokkinn Sigmundur Davíð hefur kallað inn sinn gamla góða aðstoðarmann á ný. 13. nóvember 2020 15:50 Mest lesið Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Fleiri fréttir Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Sjá meira
Embætti varaformanns Miðflokksins var í dag lagt niður á aukalandsþingi flokksins. Lagabreytingatillaga þess efnis var lögð fram á fundinum í dag og var tillagan sú að þingflokksformaður verði talsmaður stjórnar forfallist formaður. Tvö höfðu boðið sig fram til embættisins í dag, þau Gunnar Bragi Sveinsson sitjandi varaformaður og Vigdís Hauksdóttir oddviti flokksins í borginni. Atkvæðagreiðsla um lagabreytingar fór fram á milli fjögur og fimm í dag. Jón Pétursson aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns flokksins segir í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu um málið að lögin hafi verið samþykkt með 85 prósentum greiddra atkvæða. Þau séu jafnframt til þess fallin að breyta stjórn flokksins, fjölga fulltrúum í henni og auka lýðræði almennra flokksmanna. Vigdís Hauksdóttir sagði í samtali við Ríkisútvarpið í dag að hún væri hissa yfir tillögunni um að leggja embættið niður. „Mér finnst að strúktúr allra flokkanna á Íslandi eigi að vera eins, en það er bara mín skoðun, ég er bara eitt atkvæði,“ sagði hún í samtali við RÚV fyrr í dag. Eftir að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar lá fyrir sagðist hún ætla að einbeita sér að því að sinna borginni vel. Það sé bara fínt að hún þurfi ekki að hafa áhyggjur af flokksstarfinu. Gunnar Bragi er þingflokksformaður Miðflokksins núna og mun hann því áfram vera staðgengill formanns forfallist hann.
Miðflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Alþingi Tengdar fréttir Segir faraldurinn valda því að fjöldi mikilvægra mála sé enn óleystur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, telur að á meðan stjórnvöld hafi brugðist við þeim áhrifum sem kórónuveirufaraldurinn hefur haft á Íslandi hafi „fjöldi óleystra stórmála legið óbættur hjá garði.“ 21. nóvember 2020 14:11 Sigurður Már til liðs við Miðflokkinn Sigmundur Davíð hefur kallað inn sinn gamla góða aðstoðarmann á ný. 13. nóvember 2020 15:50 Mest lesið Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Fleiri fréttir Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Sjá meira
Segir faraldurinn valda því að fjöldi mikilvægra mála sé enn óleystur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, telur að á meðan stjórnvöld hafi brugðist við þeim áhrifum sem kórónuveirufaraldurinn hefur haft á Íslandi hafi „fjöldi óleystra stórmála legið óbættur hjá garði.“ 21. nóvember 2020 14:11
Sigurður Már til liðs við Miðflokkinn Sigmundur Davíð hefur kallað inn sinn gamla góða aðstoðarmann á ný. 13. nóvember 2020 15:50