Stefnir í miklar breytingar í miðbæ Kópavogs Samúel Karl Ólason skrifar 19. nóvember 2020 17:38 Hér má sjá hvernig miðbærinn mun líta út samvkæmt nýju aðalskipulagi og nýju deiliskipulagi. PK arkitektar Útlit er fyrir að miðbær Kópavogs muni taka stakkaskiptum á næstu árum. Samkvæmt breytingum á aðalskipulagi og deiliskipulagi sem hafa verið samþykktar til kynningar verða 550 íbúðir á svæðinu. Svæðið í kringum Hamraborg verður skilgreint sem nýtt þróunarsvæði eða þéttingarsvæði og gert verður ráð fyrir verslun, þjónustu og íbúðum þar. Samkvæmt tilkynningu frá Kópavogsbæ verða gömlu bæjarskrifstofur Kópavogs að Fannaborg 2,4 og 6 rifnar og á það sama við um hús við Vallartröð og Neðstutröð. Þá er fyrirhugað að íbúðirnar nýju verði að fjölbreyttum stærðum og verða nýju húsin frá einni hæð til tólf. Skipulagssvæðið afmarkast af Vallartröð í austur, Digranesvegi í suður, Digranesvegi 1, Hálsatorgi og Hamraborg 8 í vestur og Hamraborg 10 til 38 í norður. Hér er svo mynd tekin frá sama sjónarhorni.Onno Í áðurnefndri tilkynningu segir að mannlífsás, gata fyrir gangandi og hjólandi, muni liggja frá menningarhúsum Kópavogs og alla leið að Kópavogsskóla. Milli þeirra fjölbýlishúsa sem standi við Hamraborg og nýju húsanna. Þar er gert ráð fyrir verslun og þjónustu á jarðhæð nýju húsanna og verður áhersla lögð á að skapa aðlaðanadi umhverfi og nýta kosti umhverfisins og staðsetningarinnar í miðbæ Kópavogs. Ein stærsta skiptistöð Strætó sé í næsta nágrenni og tvær leiðir Borgarlínu muni stoppa þar. „Hamraborgarsvæðið er afar vel staðsett á höfuðborgarsvæðinu og mikil tækifæri til þéttingar og endurnýjunar á þessu svæði. Við munum leggja áherslu á gott umhverfi fyrir iðandi mannlíf og þjónustu, íbúðir verða af ýmsum stærðum og gerðum en munu meðal annars henta vel þeim sem kjósa bíllausan lífstíl og vilja hafa alla þjónustu í göngufjarlægð,“ er haft eftir Ármanni Kr. Ólafssyni, bæjarstjóri Kópavogs. Kynningarfundur um nýtt skipulag miðbæjar Kópavogs og fyrirhugaða uppbyggingu verður haldinn í desember. Fundinum verður streymt og verður hægt að leggja fyrir spurningar á meðan honum stendur. Að loknum fundi verður upptaka af honum gerð aðgengileg á vefsíðu Kópavogsbæjar. Dagsetning fundarins verður auglýst þegar hún liggur fyrir. Kópavogur Borgarlína Skipulag Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Útlit er fyrir að miðbær Kópavogs muni taka stakkaskiptum á næstu árum. Samkvæmt breytingum á aðalskipulagi og deiliskipulagi sem hafa verið samþykktar til kynningar verða 550 íbúðir á svæðinu. Svæðið í kringum Hamraborg verður skilgreint sem nýtt þróunarsvæði eða þéttingarsvæði og gert verður ráð fyrir verslun, þjónustu og íbúðum þar. Samkvæmt tilkynningu frá Kópavogsbæ verða gömlu bæjarskrifstofur Kópavogs að Fannaborg 2,4 og 6 rifnar og á það sama við um hús við Vallartröð og Neðstutröð. Þá er fyrirhugað að íbúðirnar nýju verði að fjölbreyttum stærðum og verða nýju húsin frá einni hæð til tólf. Skipulagssvæðið afmarkast af Vallartröð í austur, Digranesvegi í suður, Digranesvegi 1, Hálsatorgi og Hamraborg 8 í vestur og Hamraborg 10 til 38 í norður. Hér er svo mynd tekin frá sama sjónarhorni.Onno Í áðurnefndri tilkynningu segir að mannlífsás, gata fyrir gangandi og hjólandi, muni liggja frá menningarhúsum Kópavogs og alla leið að Kópavogsskóla. Milli þeirra fjölbýlishúsa sem standi við Hamraborg og nýju húsanna. Þar er gert ráð fyrir verslun og þjónustu á jarðhæð nýju húsanna og verður áhersla lögð á að skapa aðlaðanadi umhverfi og nýta kosti umhverfisins og staðsetningarinnar í miðbæ Kópavogs. Ein stærsta skiptistöð Strætó sé í næsta nágrenni og tvær leiðir Borgarlínu muni stoppa þar. „Hamraborgarsvæðið er afar vel staðsett á höfuðborgarsvæðinu og mikil tækifæri til þéttingar og endurnýjunar á þessu svæði. Við munum leggja áherslu á gott umhverfi fyrir iðandi mannlíf og þjónustu, íbúðir verða af ýmsum stærðum og gerðum en munu meðal annars henta vel þeim sem kjósa bíllausan lífstíl og vilja hafa alla þjónustu í göngufjarlægð,“ er haft eftir Ármanni Kr. Ólafssyni, bæjarstjóri Kópavogs. Kynningarfundur um nýtt skipulag miðbæjar Kópavogs og fyrirhugaða uppbyggingu verður haldinn í desember. Fundinum verður streymt og verður hægt að leggja fyrir spurningar á meðan honum stendur. Að loknum fundi verður upptaka af honum gerð aðgengileg á vefsíðu Kópavogsbæjar. Dagsetning fundarins verður auglýst þegar hún liggur fyrir.
Kópavogur Borgarlína Skipulag Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira