Tvö dómsmál gegn Michelle Ballarin Nadine Guðrún Yaghi skrifar 19. nóvember 2020 18:31 Búið er að höfða tvö dómsmál gegn bandaríska fjárfestinum Michelle Ballarin. Annað snýr að notkun á markaðsefni sem annar aðili telur sig eiga og hitt um vangoldin laun. Fljótlega eftir að WOW air varð gjaldþrota segist Engilbert Hafsteinsson fjárfestir og fyrrum framkvæmdastjóri sölu og markaðssviðs WOW air hafa keypt af þrotabúi WOW-air allt efni sem ritað var fyrir vef WOW air, í WOW Magazin og allt efni um Ísland á ensku. Seinna kom í ljós að Michelle Ballarin bandarískur fjárfestir taldi sig einnig hafa keypt allt markaðsefni WOW af þrotabúinu en eins og þekkt er orðið keypti hún vörumerkið WOW air af þrotabúinu. Engilbert segist eftir það hafa náð samkomulagi við þrotabúið um að fá þann hluta sem sneri að öllu efni um Ísland áensku. „Við bendum henni þá réttilega á að þetta hljóti að vera skýrt að við eigum efnið þar sem við höfum fengið það afhent frá þrotabúinu og hún fær gögn um greiðslur okkar til þrotabúsins, hún fær staðfestingar um þetta en neitar að taka efnið niður,“ segir Engilbert. Því hafi hann ákveðið að höfða dómsmál og er aðalmeðferð á dagskrá í janúar. Páll Ágúst Ólafsson, lögmaður Michelle Ballarin.Vísir/Sigurjón „Minn umbjóðandi telur sig hafa keypt allt markaðsefni sem var til hjá WOW air og við það stendur,“ segir Páll Ágúst Ólafsson, lögmaður Michelle Ballarin og bætir við að kaupsamningur sýni fram á að Ballrin eigi allt markaðsefni. Engilbert segir um sé að ræða mikil verðmæti sem hlaupi á tugum milljóna. „Þetta eru fjörutíu blöð sem innihalda efni sem ég á, ljósmyndir og ritaður texti um Ísland og hún hefur verið að birta það á netinu eiginlega bara frá upphafi,“ segir Engilbert. Samskipti við félag Ballarin hafa gengið mjög erfiðlega. „Þau hafa bara stungið hausnum ofan í sandinn og látið eins og þetta komi þeim ekki við,“ segir Engilbert. WOW Air Fréttir af flugi Dómsmál Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Sjá meira
Búið er að höfða tvö dómsmál gegn bandaríska fjárfestinum Michelle Ballarin. Annað snýr að notkun á markaðsefni sem annar aðili telur sig eiga og hitt um vangoldin laun. Fljótlega eftir að WOW air varð gjaldþrota segist Engilbert Hafsteinsson fjárfestir og fyrrum framkvæmdastjóri sölu og markaðssviðs WOW air hafa keypt af þrotabúi WOW-air allt efni sem ritað var fyrir vef WOW air, í WOW Magazin og allt efni um Ísland á ensku. Seinna kom í ljós að Michelle Ballarin bandarískur fjárfestir taldi sig einnig hafa keypt allt markaðsefni WOW af þrotabúinu en eins og þekkt er orðið keypti hún vörumerkið WOW air af þrotabúinu. Engilbert segist eftir það hafa náð samkomulagi við þrotabúið um að fá þann hluta sem sneri að öllu efni um Ísland áensku. „Við bendum henni þá réttilega á að þetta hljóti að vera skýrt að við eigum efnið þar sem við höfum fengið það afhent frá þrotabúinu og hún fær gögn um greiðslur okkar til þrotabúsins, hún fær staðfestingar um þetta en neitar að taka efnið niður,“ segir Engilbert. Því hafi hann ákveðið að höfða dómsmál og er aðalmeðferð á dagskrá í janúar. Páll Ágúst Ólafsson, lögmaður Michelle Ballarin.Vísir/Sigurjón „Minn umbjóðandi telur sig hafa keypt allt markaðsefni sem var til hjá WOW air og við það stendur,“ segir Páll Ágúst Ólafsson, lögmaður Michelle Ballarin og bætir við að kaupsamningur sýni fram á að Ballrin eigi allt markaðsefni. Engilbert segir um sé að ræða mikil verðmæti sem hlaupi á tugum milljóna. „Þetta eru fjörutíu blöð sem innihalda efni sem ég á, ljósmyndir og ritaður texti um Ísland og hún hefur verið að birta það á netinu eiginlega bara frá upphafi,“ segir Engilbert. Samskipti við félag Ballarin hafa gengið mjög erfiðlega. „Þau hafa bara stungið hausnum ofan í sandinn og látið eins og þetta komi þeim ekki við,“ segir Engilbert.
WOW Air Fréttir af flugi Dómsmál Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Sjá meira