Býður hærri vexti á innlánum í nýju appi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. nóvember 2020 15:05 Hilmar Kristinsson er verkefnastjóri yfir fjártækni hjá Kviku banka. Vísir/Vilhelm Auður, fjármálaþjónusta Kviku, hefur gefið út app fyrir viðskiptavini sína og tvo nýja innlánsreikninga með hæstu mögulegu innlánsvöxtum í sínum flokkum, samkvæmt samanburðarsíðunni Aurbjörgu. Nýju reikningarnir eru annars vegar með sex mánaða binditíma og 1,55% vöxtum og hins vegar með 12 mánaða binditíma og 1,75% vöxtum. Um er að ræða fastvaxtareikninga sem þýðir að þeir vextir sem eru í gildi á stofndegi reiknings gilda út allan binditímann. Til samanburðar bjóða aðrar innlendar bankastofnanir upp á sambærilega reikninga með vöxtum að meðaltali 1,10% fyrir 6 mánaða reikninga og 1,28% fyrir tólf mánaða reikninga og í sumum tilfellum er gerð krafa um lágmarksinnstæðu. Auður hóf að bjóða upp á innlánsreikninga á netinu í byrjun síðasta árs. Í tilkynningu frá Auði segir að viðtökurnar hafi verið slíkar að á fyrsta mánuðinum höfðu á fimmta þúsund viðskiptavina stofnað innlánsreikninga hjá Auði. Viðskiptavinum hafi fjölgað ört síðan. Með nýju reikningunum er hægt að velja um fjórar innlánaleiðir hjá Auði. Auk nýju reikninganna er óbundinn sparnaðarreikningur sem ber 1% vexti og reikningur bundinn til 3 mánaða með 1,35% vöxtum. „Það er einnig afar ánægjulegt að tilkynna að ekki er lengur gerð krafa um 250 þúsund króna lágmarksinnstæðu svo nú geta allir notið hæstu mögulegu innlánsvaxta Auðar. Auður er eftir sem áður besti kosturinn fyrir fólk sem vill fá hæstu mögulegu innlánsvexti á sparnaðinn sinn,“ segir Hilmar Kristinsson, verkefnastjóri yfir fjártækni hjá Kviku. Neytendur Íslenskir bankar Tengdar fréttir Stýrivextir lækka óvænt Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 0,75% 18. nóvember 2020 08:55 Landsbankinn hækkar vexti nýrra óverðtryggðra íbúðalána Fastir vextir á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum hjá Landsbankanum hækka um 0,15 til 0,20 prósentustig frá og með þriðjudeginum 17. nóvember. 16. nóvember 2020 23:31 Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Sjá meira
Auður, fjármálaþjónusta Kviku, hefur gefið út app fyrir viðskiptavini sína og tvo nýja innlánsreikninga með hæstu mögulegu innlánsvöxtum í sínum flokkum, samkvæmt samanburðarsíðunni Aurbjörgu. Nýju reikningarnir eru annars vegar með sex mánaða binditíma og 1,55% vöxtum og hins vegar með 12 mánaða binditíma og 1,75% vöxtum. Um er að ræða fastvaxtareikninga sem þýðir að þeir vextir sem eru í gildi á stofndegi reiknings gilda út allan binditímann. Til samanburðar bjóða aðrar innlendar bankastofnanir upp á sambærilega reikninga með vöxtum að meðaltali 1,10% fyrir 6 mánaða reikninga og 1,28% fyrir tólf mánaða reikninga og í sumum tilfellum er gerð krafa um lágmarksinnstæðu. Auður hóf að bjóða upp á innlánsreikninga á netinu í byrjun síðasta árs. Í tilkynningu frá Auði segir að viðtökurnar hafi verið slíkar að á fyrsta mánuðinum höfðu á fimmta þúsund viðskiptavina stofnað innlánsreikninga hjá Auði. Viðskiptavinum hafi fjölgað ört síðan. Með nýju reikningunum er hægt að velja um fjórar innlánaleiðir hjá Auði. Auk nýju reikninganna er óbundinn sparnaðarreikningur sem ber 1% vexti og reikningur bundinn til 3 mánaða með 1,35% vöxtum. „Það er einnig afar ánægjulegt að tilkynna að ekki er lengur gerð krafa um 250 þúsund króna lágmarksinnstæðu svo nú geta allir notið hæstu mögulegu innlánsvaxta Auðar. Auður er eftir sem áður besti kosturinn fyrir fólk sem vill fá hæstu mögulegu innlánsvexti á sparnaðinn sinn,“ segir Hilmar Kristinsson, verkefnastjóri yfir fjártækni hjá Kviku.
Neytendur Íslenskir bankar Tengdar fréttir Stýrivextir lækka óvænt Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 0,75% 18. nóvember 2020 08:55 Landsbankinn hækkar vexti nýrra óverðtryggðra íbúðalána Fastir vextir á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum hjá Landsbankanum hækka um 0,15 til 0,20 prósentustig frá og með þriðjudeginum 17. nóvember. 16. nóvember 2020 23:31 Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Sjá meira
Stýrivextir lækka óvænt Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 0,75% 18. nóvember 2020 08:55
Landsbankinn hækkar vexti nýrra óverðtryggðra íbúðalána Fastir vextir á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum hjá Landsbankanum hækka um 0,15 til 0,20 prósentustig frá og með þriðjudeginum 17. nóvember. 16. nóvember 2020 23:31