Utanríkisráðherra í fordæmalausri heimsókn í landtökubyggðum Kjartan Kjartansson skrifar 19. nóvember 2020 14:35 Vel fór á með Pompeo (t.v.) og Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, í dag. Náin bönd hafa verið á milli stjórnar Trump og Netanjahú. Tilkynning Trump um að hann viðurkenndi yfirráð Ísraela yfir Gólanhæðum í fyrra var af mörgum talin innlegg í kosningabaráttu ísraelska forsætisráðherrans. AP/Maya Alleruzzo Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, varð í dag fyrsti hátt setti bandaríski embættismaðurinn til þess að heimsækja landtökubyggðir gyðinga á Vesturbakkanum. Meirihluti alþjóðasamfélagsins telur landtökubyggðirnar stríða gegn alþjóðalögum. Heimsóknina til Ísraels hefur Pompeo meðal annars notað til þess að kynna að bandaríska utanríkisráðuneytið ætli að lýsa hreyfingu sem berst fyrir sniðgöngu og refsiaðgerðum gegn Ísrael vegna meðferðar ríkisins á Palestínumönnum sem „andgyðinglega“. Samtök sem taka þátt í slíkri baráttu fá ekki lengur fjárstuðning frá Bandaríkjastjórn. Pompeo heimsótti í dag Psagot-landtökubyggð gyðinga á Vesturbakkanum sem er hersetinn af Ísraelum. Hann ætlar einnig að heimsækja landtökumenn í Gólanhæðum, sýrlensku landsvæði sem Ísraelar hernámu í sex daga stríðinu árið 1967 og innlimuðu árið 1981. Palestínumenn mótmæltu heimsókn Pompeo í al-Bireh í gær, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Grundvöllurinn að fordæmalausri heimsókn Pompeo til landtökubyggðanna var lagður í fyrra þegar ráðherrann sneri við áratugalangri stefnu Bandaríkjastjórnar og lýsti því yfir að byggðirnar stönguðust „ekki endilega“ á við alþjóðalög. Palestínumenn fordæmdu stefnubreytinguna en landtökubyggðirnar eru á svæðum sem þeir vilja að verði hluti af sjálfstæðu ríki þeirra. Trump forseti viðurkenndi yfirráð Ísraela yfir Gólanhæðum í fyrra þrátt fyrir að Sýrland geri enn tilkall til þeirra. Önnur ríki hafa ekki fetað í fótspor Bandaríkjastjórnar. Sýrlensk stjórnvöld hafa sagt viðurkenningu Trump „árás“ á fullveldi sitt. Fleiri en 600.000 gyðingar búa nú í um 140 landtökubyggðum sem hafa verið reistar frá því að ísraelski herinn hernam Vesturbakkann og Austur-Jerúsalem árið 1967. Bandaríkin Ísrael Palestína Sýrland Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Sjá meira
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, varð í dag fyrsti hátt setti bandaríski embættismaðurinn til þess að heimsækja landtökubyggðir gyðinga á Vesturbakkanum. Meirihluti alþjóðasamfélagsins telur landtökubyggðirnar stríða gegn alþjóðalögum. Heimsóknina til Ísraels hefur Pompeo meðal annars notað til þess að kynna að bandaríska utanríkisráðuneytið ætli að lýsa hreyfingu sem berst fyrir sniðgöngu og refsiaðgerðum gegn Ísrael vegna meðferðar ríkisins á Palestínumönnum sem „andgyðinglega“. Samtök sem taka þátt í slíkri baráttu fá ekki lengur fjárstuðning frá Bandaríkjastjórn. Pompeo heimsótti í dag Psagot-landtökubyggð gyðinga á Vesturbakkanum sem er hersetinn af Ísraelum. Hann ætlar einnig að heimsækja landtökumenn í Gólanhæðum, sýrlensku landsvæði sem Ísraelar hernámu í sex daga stríðinu árið 1967 og innlimuðu árið 1981. Palestínumenn mótmæltu heimsókn Pompeo í al-Bireh í gær, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Grundvöllurinn að fordæmalausri heimsókn Pompeo til landtökubyggðanna var lagður í fyrra þegar ráðherrann sneri við áratugalangri stefnu Bandaríkjastjórnar og lýsti því yfir að byggðirnar stönguðust „ekki endilega“ á við alþjóðalög. Palestínumenn fordæmdu stefnubreytinguna en landtökubyggðirnar eru á svæðum sem þeir vilja að verði hluti af sjálfstæðu ríki þeirra. Trump forseti viðurkenndi yfirráð Ísraela yfir Gólanhæðum í fyrra þrátt fyrir að Sýrland geri enn tilkall til þeirra. Önnur ríki hafa ekki fetað í fótspor Bandaríkjastjórnar. Sýrlensk stjórnvöld hafa sagt viðurkenningu Trump „árás“ á fullveldi sitt. Fleiri en 600.000 gyðingar búa nú í um 140 landtökubyggðum sem hafa verið reistar frá því að ísraelski herinn hernam Vesturbakkann og Austur-Jerúsalem árið 1967.
Bandaríkin Ísrael Palestína Sýrland Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Sjá meira