Lífið

Sonur og nafni söngvarans Bobby Brown fannst látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Bobby Brown (til hægri), með tveimur sonum sínum, Landon Brown (til vinstri) og Bobby Brown yngri, hér fyrir miðju.
Bobby Brown (til hægri), með tveimur sonum sínum, Landon Brown (til vinstri) og Bobby Brown yngri, hér fyrir miðju. Getty

Bobby Brown yngri, sonur bandaríska söngvarans og tónlistarframleiðandans Bobby Brown, er látinn, 28 ára að aldri.

NBC greinir frá því að Brown hafi fundist látinn á heimili sínu í Encino, hverfi í Los Angeles, í gær. Ekki er talið að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti.

Brown yngri var sonur Bobby Brown og Kim Ward.

Bobby Brown missti dóttur sína, Bobbi Kristina Brown, árið 2015. Bobbi Kristina var eina barn Brown og söngkonunnar Whitney Houston. Bobbi Kristina fannst meðvitundarlaus í baðkari í janúar 2015 og var í dái í hálft ár áður en hún lést á sjúkrahúsi. Enn hefur ekki fengist úr því skorið hvort að Bobbi Kristina hafi svipt sig lífi, verið myrt eða hvort að dauði hennar hafi borið að fyrir slysni.

Grunur beindist um tíma að kærasta Bobbi Brown, Nick Gordon og var hann dæmdur til að bera lagalega ábyrgð fyrir dauða hennar í einkamáli sem höfðað var gegn honum. Gordon lést af völdum of stórs skammts eiturlyfja í ársbyrjun 2020.

Söngkonan Whitney Houston lést í febrúar 2012.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×