Sögufrægur útvarpssjónauki sagður að hruni kominn Samúel Karl Ólason skrifar 18. nóvember 2020 23:00 Arecibo útvarpssjónaukinn í Púertó ríki er farinn að láta á sjá. Vírarnir sem halda honum uppi eru þar að auki orðnir svo gamlir að sjónaukinn gæti mögulega hrunið. AP/Danica Coto Arecibo-útvarpssjónaukinn sögufrægi er mögulega að hruni kominn. Einn af vírunum sem heldur sjónaukanum uppi losnaði í sumar. Þegar hefja átti viðgerðir á honum gaf annar og mikilvægari vír sig. Það var þann 6. nóvember. Verkfræðingar segja víra útvarpssjónaukans mögulega úr sér gengna og er óttast að fleiri muni slitna og að sjónaukinn hrynji. Þeir sem hafa skoðað sjónaukann hafa notast við dróna og myndavélar því ekki er talið öruggt að nálgast hann vegna þess ástands sem hann er í. Sjónaukinn er einn sá stærsti í heimi og er staðsettur í frumskógi Púertó Ríkói. Hann hefur verið í notkun frá 1963 og hefur sést í kvikmyndum eins og GoldenEye og Contact. Útvarpssjónaukinn er meðal annars notaður til þess að senda útvarpsbylgjur út í geiminn og leita að smástirnum sem gætu stefnt á jörðina. Eftir að vírinn losnaði í sumar skoðuðu verkfræðingar sjónaukann og sögðu að hinir vírarnir ættu að ráða við þyngdina en útvarpssjónaukinn er um 900 tonn að þyngd. Í yfirlýsingu á vef Háskóla í Flórída sem rekur sjónaukann, UCF, segir að líklega hafi seinni vírinn skemmst yfir tíma og tekið á sig auka þyngd síðan í sumar. Burðargeta víranna hafi í raun minnkað. Hér má skemmdir sem urðu þegar einn vír losnaði í ágúst. Hann myndaði um 30 metra breitt gap í disk útvarpssjónaukans.AP/Arecibo Observatory Þeir sérfræðingar sem hafa verið fengnir til að skoða sjónaukann segja ekki hægt að tryggja að hann sé öruggur að svo stöddu. Allir þeir vírar sem séu eftir haldi nú meiri þyngd en áður og þar af leiðandi séu líkurnar á því að fleiri slitni meiri. Gerist það segja verkfræðingar líklegt að allur sjónaukinn hrynji. Í frétt Space.com segir að til hafi staðið að hefja viðgerðir á vírnum sem losnaði í sumar þegar sá seinni gaf sig í byrjun mánaðarins. Árið 2014 gaf vír sig í öflugum jarðskjálfta sem olli einnig öðrum skemmdum á útvarpssjónaukanum. Einnig átti eftir að laga hann. Hann skemmdist svo einnig árið 2017 þegar fellibylurinn María fór yfir Púertó Ríkó. Sjónaukinn er í eigu National Science Foundation og virðist sem að ekki sé búið að taka ákvörðun um hvað eigi að gera varðandi það ástand sem hefur myndast. Nokkrir möguleikar eru sagðir í boði og stendur til að taka ákvörðun á næstu dögum. Hér má sjá sjónavarpsfrétt CBS frá því í sumar eftir að fyrri vírinn gaf sig. Púertó Ríkó Bandaríkin Geimurinn Vísindi Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Sjá meira
Arecibo-útvarpssjónaukinn sögufrægi er mögulega að hruni kominn. Einn af vírunum sem heldur sjónaukanum uppi losnaði í sumar. Þegar hefja átti viðgerðir á honum gaf annar og mikilvægari vír sig. Það var þann 6. nóvember. Verkfræðingar segja víra útvarpssjónaukans mögulega úr sér gengna og er óttast að fleiri muni slitna og að sjónaukinn hrynji. Þeir sem hafa skoðað sjónaukann hafa notast við dróna og myndavélar því ekki er talið öruggt að nálgast hann vegna þess ástands sem hann er í. Sjónaukinn er einn sá stærsti í heimi og er staðsettur í frumskógi Púertó Ríkói. Hann hefur verið í notkun frá 1963 og hefur sést í kvikmyndum eins og GoldenEye og Contact. Útvarpssjónaukinn er meðal annars notaður til þess að senda útvarpsbylgjur út í geiminn og leita að smástirnum sem gætu stefnt á jörðina. Eftir að vírinn losnaði í sumar skoðuðu verkfræðingar sjónaukann og sögðu að hinir vírarnir ættu að ráða við þyngdina en útvarpssjónaukinn er um 900 tonn að þyngd. Í yfirlýsingu á vef Háskóla í Flórída sem rekur sjónaukann, UCF, segir að líklega hafi seinni vírinn skemmst yfir tíma og tekið á sig auka þyngd síðan í sumar. Burðargeta víranna hafi í raun minnkað. Hér má skemmdir sem urðu þegar einn vír losnaði í ágúst. Hann myndaði um 30 metra breitt gap í disk útvarpssjónaukans.AP/Arecibo Observatory Þeir sérfræðingar sem hafa verið fengnir til að skoða sjónaukann segja ekki hægt að tryggja að hann sé öruggur að svo stöddu. Allir þeir vírar sem séu eftir haldi nú meiri þyngd en áður og þar af leiðandi séu líkurnar á því að fleiri slitni meiri. Gerist það segja verkfræðingar líklegt að allur sjónaukinn hrynji. Í frétt Space.com segir að til hafi staðið að hefja viðgerðir á vírnum sem losnaði í sumar þegar sá seinni gaf sig í byrjun mánaðarins. Árið 2014 gaf vír sig í öflugum jarðskjálfta sem olli einnig öðrum skemmdum á útvarpssjónaukanum. Einnig átti eftir að laga hann. Hann skemmdist svo einnig árið 2017 þegar fellibylurinn María fór yfir Púertó Ríkó. Sjónaukinn er í eigu National Science Foundation og virðist sem að ekki sé búið að taka ákvörðun um hvað eigi að gera varðandi það ástand sem hefur myndast. Nokkrir möguleikar eru sagðir í boði og stendur til að taka ákvörðun á næstu dögum. Hér má sjá sjónavarpsfrétt CBS frá því í sumar eftir að fyrri vírinn gaf sig.
Púertó Ríkó Bandaríkin Geimurinn Vísindi Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Sjá meira