Spenntir fyrir skólanum og biðraðir hjá hárgreiðslustofum Sunna Karen Sigurþórsdóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 18. nóvember 2020 19:41 Framhaldsskólanemar urðu hissa á því hversu spenntir þeir voru að fá loks að mæta aftur í skólann í dag, nú þegar létt hefur verið á samkomutakmörkunum. Þá fengu börn að stunda sínar íþróttir aftur á ný og biðröð var út á götu á hárgreiðslustofum borgarinnar. Létt hefur verið á samkomutakmörkunum nú þegar kórónuveirufaraldurinn virðist vera á afturhaldi en alls greindust ellefu með veiruna í gær, og þar af voru níu í sóttkví. Einn lést á Landspítalanum í gær og hefur veiran því orðið 26 manns að bana frá því í lok febrúar. Nýjar reglur um samkomutakmarkanir tóku gildi á miðnætti, en enn er tíu manna samkomubann, tveggja metra regla og grímuskylda þar sem ekki er unnt að tryggja fjarlægð fólks. Helstu breytingar eru þær að nú mega hárgreiðslu -og snyrtistofur opna aftur, íþróttastarf barna á leik- og grunnskólaaldri er nú heimilt og framhaldsskólar gátu víða opnað aftur. Hrafnhildur Arnardóttir, eigandi Greiðunnar, og Helga Sverrisdóttir.Vísir/Egill Eins og sjá má í meðfylgandi sjónvarpsfrétt virðist sem nóg hafi verið að gera á hárgreiðslustöðvum. Hrafnhildur Arnardóttir, eigandi Greiðunnar, sagði að það hefði verið brjálað að gera hjá sér í dag. Viðskiptavinir hennar, þau Helga Sverrisdóttir og Sveinn Snæland sögðu það mjög gott að komast í klippingu. Þau Emla Eik, Krummi Kaldal og Kári Daníel, nemendur í Verzlunarskólanum, sögðu það hafa komið sér á óvart hve spennt þau voru fyrir því að mæta í skólann. Það væri ekki hefðbundið. Emla Eik, Krummi Kaldal og Kári Daníel, nemendur í Verzlunarskólanum.Vísir/Egill Ingi Ólafsson, skólastjóri Verzlunarskólans, sagði mikla gleði meðal nemenda og það væri gaman að heyra líf í skólahúsinu. „Það eru hlátrasköll og þau eru öll svo glöð og ánægð,“ sagði Ingi. Þá vantaði ekkert upp á gleðina hjá krökkum sem gátu mætt aftur á æfingu hjá Þrótti í dag. Stúlkur á æfingu hjá Þrótti í dag.Vísir/Egill Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir „Höldum þetta út inn í miðjan des og sjáum þessar tölur fara almennilega niður“ Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands, segir nauðsynlegt að halda út í sóttvarnaaðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins fram í miðjan desember svo ekki komi bakslag rétt fyrir jól. 18. nóvember 2020 08:08 Nýjar reglur um samkomutakmarkanir: Hægt að fara í klippingu og börnin komast á æfingar Nýjar reglur um samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins tóku gildi á miðnætti. 18. nóvember 2020 06:30 Þessar breytingar taka gildi á morgun Létt verður á samkomutakmörkunum á morgun þegar ný reglugerð heilbrigðisráðherra tekur gildi, þó áfram verði tíu manna hámark. Nýgengi smita hér á landi er nú það næstlægsta í Evrópu. 17. nóvember 2020 19:30 Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira
Framhaldsskólanemar urðu hissa á því hversu spenntir þeir voru að fá loks að mæta aftur í skólann í dag, nú þegar létt hefur verið á samkomutakmörkunum. Þá fengu börn að stunda sínar íþróttir aftur á ný og biðröð var út á götu á hárgreiðslustofum borgarinnar. Létt hefur verið á samkomutakmörkunum nú þegar kórónuveirufaraldurinn virðist vera á afturhaldi en alls greindust ellefu með veiruna í gær, og þar af voru níu í sóttkví. Einn lést á Landspítalanum í gær og hefur veiran því orðið 26 manns að bana frá því í lok febrúar. Nýjar reglur um samkomutakmarkanir tóku gildi á miðnætti, en enn er tíu manna samkomubann, tveggja metra regla og grímuskylda þar sem ekki er unnt að tryggja fjarlægð fólks. Helstu breytingar eru þær að nú mega hárgreiðslu -og snyrtistofur opna aftur, íþróttastarf barna á leik- og grunnskólaaldri er nú heimilt og framhaldsskólar gátu víða opnað aftur. Hrafnhildur Arnardóttir, eigandi Greiðunnar, og Helga Sverrisdóttir.Vísir/Egill Eins og sjá má í meðfylgandi sjónvarpsfrétt virðist sem nóg hafi verið að gera á hárgreiðslustöðvum. Hrafnhildur Arnardóttir, eigandi Greiðunnar, sagði að það hefði verið brjálað að gera hjá sér í dag. Viðskiptavinir hennar, þau Helga Sverrisdóttir og Sveinn Snæland sögðu það mjög gott að komast í klippingu. Þau Emla Eik, Krummi Kaldal og Kári Daníel, nemendur í Verzlunarskólanum, sögðu það hafa komið sér á óvart hve spennt þau voru fyrir því að mæta í skólann. Það væri ekki hefðbundið. Emla Eik, Krummi Kaldal og Kári Daníel, nemendur í Verzlunarskólanum.Vísir/Egill Ingi Ólafsson, skólastjóri Verzlunarskólans, sagði mikla gleði meðal nemenda og það væri gaman að heyra líf í skólahúsinu. „Það eru hlátrasköll og þau eru öll svo glöð og ánægð,“ sagði Ingi. Þá vantaði ekkert upp á gleðina hjá krökkum sem gátu mætt aftur á æfingu hjá Þrótti í dag. Stúlkur á æfingu hjá Þrótti í dag.Vísir/Egill
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir „Höldum þetta út inn í miðjan des og sjáum þessar tölur fara almennilega niður“ Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands, segir nauðsynlegt að halda út í sóttvarnaaðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins fram í miðjan desember svo ekki komi bakslag rétt fyrir jól. 18. nóvember 2020 08:08 Nýjar reglur um samkomutakmarkanir: Hægt að fara í klippingu og börnin komast á æfingar Nýjar reglur um samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins tóku gildi á miðnætti. 18. nóvember 2020 06:30 Þessar breytingar taka gildi á morgun Létt verður á samkomutakmörkunum á morgun þegar ný reglugerð heilbrigðisráðherra tekur gildi, þó áfram verði tíu manna hámark. Nýgengi smita hér á landi er nú það næstlægsta í Evrópu. 17. nóvember 2020 19:30 Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira
„Höldum þetta út inn í miðjan des og sjáum þessar tölur fara almennilega niður“ Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands, segir nauðsynlegt að halda út í sóttvarnaaðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins fram í miðjan desember svo ekki komi bakslag rétt fyrir jól. 18. nóvember 2020 08:08
Nýjar reglur um samkomutakmarkanir: Hægt að fara í klippingu og börnin komast á æfingar Nýjar reglur um samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins tóku gildi á miðnætti. 18. nóvember 2020 06:30
Þessar breytingar taka gildi á morgun Létt verður á samkomutakmörkunum á morgun þegar ný reglugerð heilbrigðisráðherra tekur gildi, þó áfram verði tíu manna hámark. Nýgengi smita hér á landi er nú það næstlægsta í Evrópu. 17. nóvember 2020 19:30