Baráttan við að ná heilsu: Sjúkraþjálfun eftir Covid-19 Unnur Pétursdóttir skrifar 18. nóvember 2020 09:30 Baráttan við Covid-19 er eitt stærsta verkefni þjóðarinnar og verður enn um sinn. Við fögnum öll fréttum af því að bóluefni séu á leiðinni, sem vonir standa til að veiti góðar varnir gegn veirunni. En jafnvel þó að faraldrinum fari að linna og að lífið færist smám saman í eðlilegt horf á ný þurfum við að takast áfram á við afleiðingar hans. Það er þungbært að hugsa til þess hversu marga veiran hefur lagt að velli og að enn fleiri þurfi að kljást við flókin einkenni og eftirköst þessa sjúkdóms. Við erum að læra hvernig veiran hagar sér – hvaða áhrif hún hefur á fólk. Þó margt hafi lærst og áunnist eigum við enn langa leið fyrir höndum. Að vera skugginn af sjálfum sér Það sem við vitum nú þegar er að þeir sem veikst hafa af Covid-19 geta þurft að stríða lengi við afleiðingar sjúkdómsins og þær verið af ýmsum toga. Leiðin til betri heilsu getur orðið löng en þá er mikilvægt að njóta stuðnings og sérþekkingar fagstétta. Í nýjum hlaðvarpsþætti „Frá toppi til táar,“ sem Félag sjúkraþjálfara hefur gert, lýsir kraftmikil kona á besta aldri, Margrét Gauja Magnúsdóttir, hvernig hún veiktist snemma í fyrstu bylgju faraldursins og baráttunni fyrir endurheimt heilsunnar. „Ofvirka mamman og fertugi jöklaleiðsögumaðurinn er bara skugginn af sjálfri sér í dag,“ segir Margrét Gauja, sem hefur allan þennan tíma tekist á við flókin einkenni sjúkdómsins. Hún lýsir því hvernig hún fer yfir einhver óskýr mörk í daglegu lífi, verður óskaplega þreytt og missir allt þrek. Fram kemur í viðtalinu að þeir sem eru að takast á við afleiðingar Covid-19 hafi myndað samfélag á Facebook og miðli þar af reynslu sinni. Margrét Gauja segir þennan jafningjastuðning mikilvægan, engar töfralausnir séu komnar, en hún lýsir um leið eftir leiðsögn, eftirfylgni og stuðningi samfélagsins við þá sem hafa veikst og takast nú á við snúnar afleiðingar sjúkdómsins. Það er erfitt að berjast einn Lýsingar fólks á afleiðingum Covid-19 eru ólíkar eftir einstaklingum. Því er mikilvægt að skrá þær sögur, safna upplýsingum um einkennin og fylgjast vel með árangri markvissrar þjálfunar. Þessu lýsir Garðar Guðnason, sjúkraþjálfari á Reykjalundi, vel í áðurnefndum hlaðvarpsþætti. Á Reykjalundi hefur þverfaglegur hópur heilbrigðisstarfsmanna haldið utan um endurhæfingu Covid-sjúklinga. Staða hvers og eins er metin, spurt um einkenni, mælt þol og styrkur kannaður. Verkefnið er vandasamt og bataferlið getur tekið langan tíma. Fólk lýsir mæði og andþrengslum, mikilli þreytu, svima, vöðva- og liðverkjum. Einkennin breytast frá einum tíma til annars og enn vitum við ekki hver áhrifin verða til lengri tíma. Það verður að gefa sér að þetta taki tíma, segir Garðar. Mikilvægt sé að leita aðstoðar fagaðila. „Það er erfitt að standa í þessu einn.“ Endurhæfing skilar árangri Þó að við séum enn að læra á veiruna og um áhrif hennar getum við fagnað því að árangur hefur náðst. Bóluefni eru á leiðinni og stöðugt verður til ný þekking sem nýtist við endurhæfingu sjúklinga. Þar gegnir markviss sjúkraþjálfun stóru hlutverki. Sérþekking sjúkraþjálfara og ekki síður reynsla af nánd við sjúklinga og bataferil þeirra, er dýrmæt í þessu sambandi. Miðað er við að endurhæfing geti hafist um hálfu ári eftir að viðkomandi veikist. Margir sem hafa veikst lenda á vegg þegar þeir hefja bataferilinn, hafa farið of geyst af stað og ofreynt sig. Þá kemur bakslag, bæði líkamlegt og andlegt. Við þessu vara sjúkraþjálfarar og hvetja fólk til að byrja rólega, byggja upp þrek smám saman undir góðri og faglegri leiðsögn. Mikilvægt er að mæla árangurinn: Svona var ástandið. Nú get ég þetta. Þá öðlast maður trú á að heilsan komi aftur og lífið færist í eðlilegt horf. Slóð á hlaðvarpsþáttinn „Frá toppi til táar“. Höfundur er formaður Félags sjúkraþjálfara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Unnur Pétursdóttir Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Baráttan við Covid-19 er eitt stærsta verkefni þjóðarinnar og verður enn um sinn. Við fögnum öll fréttum af því að bóluefni séu á leiðinni, sem vonir standa til að veiti góðar varnir gegn veirunni. En jafnvel þó að faraldrinum fari að linna og að lífið færist smám saman í eðlilegt horf á ný þurfum við að takast áfram á við afleiðingar hans. Það er þungbært að hugsa til þess hversu marga veiran hefur lagt að velli og að enn fleiri þurfi að kljást við flókin einkenni og eftirköst þessa sjúkdóms. Við erum að læra hvernig veiran hagar sér – hvaða áhrif hún hefur á fólk. Þó margt hafi lærst og áunnist eigum við enn langa leið fyrir höndum. Að vera skugginn af sjálfum sér Það sem við vitum nú þegar er að þeir sem veikst hafa af Covid-19 geta þurft að stríða lengi við afleiðingar sjúkdómsins og þær verið af ýmsum toga. Leiðin til betri heilsu getur orðið löng en þá er mikilvægt að njóta stuðnings og sérþekkingar fagstétta. Í nýjum hlaðvarpsþætti „Frá toppi til táar,“ sem Félag sjúkraþjálfara hefur gert, lýsir kraftmikil kona á besta aldri, Margrét Gauja Magnúsdóttir, hvernig hún veiktist snemma í fyrstu bylgju faraldursins og baráttunni fyrir endurheimt heilsunnar. „Ofvirka mamman og fertugi jöklaleiðsögumaðurinn er bara skugginn af sjálfri sér í dag,“ segir Margrét Gauja, sem hefur allan þennan tíma tekist á við flókin einkenni sjúkdómsins. Hún lýsir því hvernig hún fer yfir einhver óskýr mörk í daglegu lífi, verður óskaplega þreytt og missir allt þrek. Fram kemur í viðtalinu að þeir sem eru að takast á við afleiðingar Covid-19 hafi myndað samfélag á Facebook og miðli þar af reynslu sinni. Margrét Gauja segir þennan jafningjastuðning mikilvægan, engar töfralausnir séu komnar, en hún lýsir um leið eftir leiðsögn, eftirfylgni og stuðningi samfélagsins við þá sem hafa veikst og takast nú á við snúnar afleiðingar sjúkdómsins. Það er erfitt að berjast einn Lýsingar fólks á afleiðingum Covid-19 eru ólíkar eftir einstaklingum. Því er mikilvægt að skrá þær sögur, safna upplýsingum um einkennin og fylgjast vel með árangri markvissrar þjálfunar. Þessu lýsir Garðar Guðnason, sjúkraþjálfari á Reykjalundi, vel í áðurnefndum hlaðvarpsþætti. Á Reykjalundi hefur þverfaglegur hópur heilbrigðisstarfsmanna haldið utan um endurhæfingu Covid-sjúklinga. Staða hvers og eins er metin, spurt um einkenni, mælt þol og styrkur kannaður. Verkefnið er vandasamt og bataferlið getur tekið langan tíma. Fólk lýsir mæði og andþrengslum, mikilli þreytu, svima, vöðva- og liðverkjum. Einkennin breytast frá einum tíma til annars og enn vitum við ekki hver áhrifin verða til lengri tíma. Það verður að gefa sér að þetta taki tíma, segir Garðar. Mikilvægt sé að leita aðstoðar fagaðila. „Það er erfitt að standa í þessu einn.“ Endurhæfing skilar árangri Þó að við séum enn að læra á veiruna og um áhrif hennar getum við fagnað því að árangur hefur náðst. Bóluefni eru á leiðinni og stöðugt verður til ný þekking sem nýtist við endurhæfingu sjúklinga. Þar gegnir markviss sjúkraþjálfun stóru hlutverki. Sérþekking sjúkraþjálfara og ekki síður reynsla af nánd við sjúklinga og bataferil þeirra, er dýrmæt í þessu sambandi. Miðað er við að endurhæfing geti hafist um hálfu ári eftir að viðkomandi veikist. Margir sem hafa veikst lenda á vegg þegar þeir hefja bataferilinn, hafa farið of geyst af stað og ofreynt sig. Þá kemur bakslag, bæði líkamlegt og andlegt. Við þessu vara sjúkraþjálfarar og hvetja fólk til að byrja rólega, byggja upp þrek smám saman undir góðri og faglegri leiðsögn. Mikilvægt er að mæla árangurinn: Svona var ástandið. Nú get ég þetta. Þá öðlast maður trú á að heilsan komi aftur og lífið færist í eðlilegt horf. Slóð á hlaðvarpsþáttinn „Frá toppi til táar“. Höfundur er formaður Félags sjúkraþjálfara.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun