Enn óvissa um mikilvægan fiskmarkað í Bretlandi Heimir Már Pétursson skrifar 17. nóvember 2020 19:00 Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir að enn ríki óvissa um tollakjör og fleira vegna útflutnings á fiski til Bretlands til lengri tíma litið eftir að Bretar ganga úr Evrópusambandinu um áramót. Utanríkisráðherra er bjartsýnn á samninga. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS. Á undanförnum árum hefur töluvert magn af ferskum fiski frá Íslandi farið um Ermasundsgöngin frá Bretlandi til meginlands Evrópu. Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir að þar gætu orðið farartálmar eftir að Bretland fer að öllum líkindum út úr Evrópusambandinu án samnings um áramótin. „Og við því hafa fyrirtæki bæði í sjávarútvegi og svo flutningafyrirtækin brugðist við að ég tel nokkuð vel,“ segir Heiðrún Lind. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir íslensk stjórnvöld hafa gert bráðabirgðasamkomulag við Breta um að sömu kjör og reglur og giltu áður gildi fram á mitt næsta ár. „Við erum búin að tryggja hagsmuni til bráðabirgða. Það er að segja ef það verður ekki samningur. Hins vegar erum við enn að vinna að því að klára framtíðarsamninga við Breta og náttúrlega hættum því ekki fyrr en það verk er klárað,” segir utanríkisráðherra. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.Vísir/Vilhelm Bretar munu innleiða nýtt innflutningseftirlit og rakningarkerfi með dýraafurðum um áramótin. Frá 1. apríl þurfa heilbrigðisvottorð að fylgja vörunum og frá og með 1. júlí þurfa allar vörur að fara í gegnum landamæraeftirlit. En þótt flutningsleiðir á fiski til Evrópu færist frá Bretlandi hafa Bretar sjálfir flutt inn um 17 prósent af íslenskum fiskútflutningi. „Það er bara milljón dollara spurninginn. Hvað verður um breska markaðinn,” segir Heiðrún Lind. Allar líkur séu þó á að hann verði áfram sterkur fyrir íslenskar sjávarafurðir en þar sé að mörgu að huga. „Í fyrsta lagi auðvitað tollakjör. Hver verða þau eftir Brexit. Í öðru lagi hvaða heilbrigðiskröfur verða gerðar. Það eru fyrirhugaðar breytingar á því kerfi. Svona hlutir geta auðvitað leitt til hökts eða breytinga á því hvort viðskipti séu fýsileg eða ekki,” segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir. Brexit Sjávarútvegur Bretland Tengdar fréttir Óhræddur við að fara án samnings Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands segist sannfærður um að Bretlandi muni vegna vel, þó svo að samningar við Evrópusambandið náist ekki. 16. nóvember 2020 21:34 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Fleiri fréttir Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir að enn ríki óvissa um tollakjör og fleira vegna útflutnings á fiski til Bretlands til lengri tíma litið eftir að Bretar ganga úr Evrópusambandinu um áramót. Utanríkisráðherra er bjartsýnn á samninga. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS. Á undanförnum árum hefur töluvert magn af ferskum fiski frá Íslandi farið um Ermasundsgöngin frá Bretlandi til meginlands Evrópu. Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir að þar gætu orðið farartálmar eftir að Bretland fer að öllum líkindum út úr Evrópusambandinu án samnings um áramótin. „Og við því hafa fyrirtæki bæði í sjávarútvegi og svo flutningafyrirtækin brugðist við að ég tel nokkuð vel,“ segir Heiðrún Lind. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir íslensk stjórnvöld hafa gert bráðabirgðasamkomulag við Breta um að sömu kjör og reglur og giltu áður gildi fram á mitt næsta ár. „Við erum búin að tryggja hagsmuni til bráðabirgða. Það er að segja ef það verður ekki samningur. Hins vegar erum við enn að vinna að því að klára framtíðarsamninga við Breta og náttúrlega hættum því ekki fyrr en það verk er klárað,” segir utanríkisráðherra. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.Vísir/Vilhelm Bretar munu innleiða nýtt innflutningseftirlit og rakningarkerfi með dýraafurðum um áramótin. Frá 1. apríl þurfa heilbrigðisvottorð að fylgja vörunum og frá og með 1. júlí þurfa allar vörur að fara í gegnum landamæraeftirlit. En þótt flutningsleiðir á fiski til Evrópu færist frá Bretlandi hafa Bretar sjálfir flutt inn um 17 prósent af íslenskum fiskútflutningi. „Það er bara milljón dollara spurninginn. Hvað verður um breska markaðinn,” segir Heiðrún Lind. Allar líkur séu þó á að hann verði áfram sterkur fyrir íslenskar sjávarafurðir en þar sé að mörgu að huga. „Í fyrsta lagi auðvitað tollakjör. Hver verða þau eftir Brexit. Í öðru lagi hvaða heilbrigðiskröfur verða gerðar. Það eru fyrirhugaðar breytingar á því kerfi. Svona hlutir geta auðvitað leitt til hökts eða breytinga á því hvort viðskipti séu fýsileg eða ekki,” segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir.
Brexit Sjávarútvegur Bretland Tengdar fréttir Óhræddur við að fara án samnings Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands segist sannfærður um að Bretlandi muni vegna vel, þó svo að samningar við Evrópusambandið náist ekki. 16. nóvember 2020 21:34 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Fleiri fréttir Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Sjá meira
Óhræddur við að fara án samnings Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands segist sannfærður um að Bretlandi muni vegna vel, þó svo að samningar við Evrópusambandið náist ekki. 16. nóvember 2020 21:34