Enn óvissa um mikilvægan fiskmarkað í Bretlandi Heimir Már Pétursson skrifar 17. nóvember 2020 19:00 Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir að enn ríki óvissa um tollakjör og fleira vegna útflutnings á fiski til Bretlands til lengri tíma litið eftir að Bretar ganga úr Evrópusambandinu um áramót. Utanríkisráðherra er bjartsýnn á samninga. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS. Á undanförnum árum hefur töluvert magn af ferskum fiski frá Íslandi farið um Ermasundsgöngin frá Bretlandi til meginlands Evrópu. Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir að þar gætu orðið farartálmar eftir að Bretland fer að öllum líkindum út úr Evrópusambandinu án samnings um áramótin. „Og við því hafa fyrirtæki bæði í sjávarútvegi og svo flutningafyrirtækin brugðist við að ég tel nokkuð vel,“ segir Heiðrún Lind. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir íslensk stjórnvöld hafa gert bráðabirgðasamkomulag við Breta um að sömu kjör og reglur og giltu áður gildi fram á mitt næsta ár. „Við erum búin að tryggja hagsmuni til bráðabirgða. Það er að segja ef það verður ekki samningur. Hins vegar erum við enn að vinna að því að klára framtíðarsamninga við Breta og náttúrlega hættum því ekki fyrr en það verk er klárað,” segir utanríkisráðherra. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.Vísir/Vilhelm Bretar munu innleiða nýtt innflutningseftirlit og rakningarkerfi með dýraafurðum um áramótin. Frá 1. apríl þurfa heilbrigðisvottorð að fylgja vörunum og frá og með 1. júlí þurfa allar vörur að fara í gegnum landamæraeftirlit. En þótt flutningsleiðir á fiski til Evrópu færist frá Bretlandi hafa Bretar sjálfir flutt inn um 17 prósent af íslenskum fiskútflutningi. „Það er bara milljón dollara spurninginn. Hvað verður um breska markaðinn,” segir Heiðrún Lind. Allar líkur séu þó á að hann verði áfram sterkur fyrir íslenskar sjávarafurðir en þar sé að mörgu að huga. „Í fyrsta lagi auðvitað tollakjör. Hver verða þau eftir Brexit. Í öðru lagi hvaða heilbrigðiskröfur verða gerðar. Það eru fyrirhugaðar breytingar á því kerfi. Svona hlutir geta auðvitað leitt til hökts eða breytinga á því hvort viðskipti séu fýsileg eða ekki,” segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir. Brexit Sjávarútvegur Bretland Tengdar fréttir Óhræddur við að fara án samnings Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands segist sannfærður um að Bretlandi muni vegna vel, þó svo að samningar við Evrópusambandið náist ekki. 16. nóvember 2020 21:34 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir að enn ríki óvissa um tollakjör og fleira vegna útflutnings á fiski til Bretlands til lengri tíma litið eftir að Bretar ganga úr Evrópusambandinu um áramót. Utanríkisráðherra er bjartsýnn á samninga. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS. Á undanförnum árum hefur töluvert magn af ferskum fiski frá Íslandi farið um Ermasundsgöngin frá Bretlandi til meginlands Evrópu. Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir að þar gætu orðið farartálmar eftir að Bretland fer að öllum líkindum út úr Evrópusambandinu án samnings um áramótin. „Og við því hafa fyrirtæki bæði í sjávarútvegi og svo flutningafyrirtækin brugðist við að ég tel nokkuð vel,“ segir Heiðrún Lind. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir íslensk stjórnvöld hafa gert bráðabirgðasamkomulag við Breta um að sömu kjör og reglur og giltu áður gildi fram á mitt næsta ár. „Við erum búin að tryggja hagsmuni til bráðabirgða. Það er að segja ef það verður ekki samningur. Hins vegar erum við enn að vinna að því að klára framtíðarsamninga við Breta og náttúrlega hættum því ekki fyrr en það verk er klárað,” segir utanríkisráðherra. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.Vísir/Vilhelm Bretar munu innleiða nýtt innflutningseftirlit og rakningarkerfi með dýraafurðum um áramótin. Frá 1. apríl þurfa heilbrigðisvottorð að fylgja vörunum og frá og með 1. júlí þurfa allar vörur að fara í gegnum landamæraeftirlit. En þótt flutningsleiðir á fiski til Evrópu færist frá Bretlandi hafa Bretar sjálfir flutt inn um 17 prósent af íslenskum fiskútflutningi. „Það er bara milljón dollara spurninginn. Hvað verður um breska markaðinn,” segir Heiðrún Lind. Allar líkur séu þó á að hann verði áfram sterkur fyrir íslenskar sjávarafurðir en þar sé að mörgu að huga. „Í fyrsta lagi auðvitað tollakjör. Hver verða þau eftir Brexit. Í öðru lagi hvaða heilbrigðiskröfur verða gerðar. Það eru fyrirhugaðar breytingar á því kerfi. Svona hlutir geta auðvitað leitt til hökts eða breytinga á því hvort viðskipti séu fýsileg eða ekki,” segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir.
Brexit Sjávarútvegur Bretland Tengdar fréttir Óhræddur við að fara án samnings Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands segist sannfærður um að Bretlandi muni vegna vel, þó svo að samningar við Evrópusambandið náist ekki. 16. nóvember 2020 21:34 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Óhræddur við að fara án samnings Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands segist sannfærður um að Bretlandi muni vegna vel, þó svo að samningar við Evrópusambandið náist ekki. 16. nóvember 2020 21:34